Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa.

Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts. Framúrskarandi fyrirtæki 2018 eru um 2% íslenskra fyrirtækja sem til greina koma.

Í ljósi þess að skil ársreikninga hafa færst framar er nú mögulegt að klára greininguna fyrr en áður og verður listinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2018 því gefinn út 14. nóvember að þessu sinni.

Fyrirtæki sem hljóta útnefninguna Framúrskarandi fyrirtæki geta keypt vottunina og notað hana í markaðs- og kynningarefni sínu.

Tilnefningar til hvatningaverðlauna

Hvatningarverðlaun um samfélagsábyrgð og nýsköpun verða veitt í annað sinn í Eldborg. Í þetta sinn er óskað eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skýra samfélagsstefnu eða eru framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki. Öll fyrirtæki sem komast á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2018 koma til greina.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 (breytt skilyrði)

Er fyrirtækið mitt framúrskarandi?

Einstaklingar með fyrirtækjatengsl geta nálgast upplýsingar um lánshæfismat og framkvæmdastjóra fyrirtækja sem þeir tengjast (stjórnarseta, framkvæmdastjórn eða prókúra) á mitt.creditinfo.is eða sent fyrirspurn á

Samstarfsaðilar okkar