Hvers vegna skiptir lánshæfismat máli?

Lágmarkar áhættu þegar teknar eru ákvarðanir um viðskipti við aðila. Eykur líkur á að lánveitandi fái lánsfé endurgreitt á skuldadögum.

Tryggir að ekki er lagt huglægt mat við ákvarðanartöku um viðskipti heldur er byggt á hlutlægum upplýsingum frá óháðum aðila.

Auðveldar samskipti við viðskiptamenn því ákvarðanataka er rökstudd með tölulegum gögnum fremur en persónulegu mati.

Sjáðu stutta kynningu á lánshæfismati fyrirtækja


Á hvaða gögnum byggir lánshæfismat fyrirtækja?

Myndin sýnir hvernig upplýsingar úr ársreikningum, greiðsluhegðun, tengsl við önnur félög og mögulegar færslur í 
                vanskilaskrá geta haft áhrif á lánshæfismat fyrirtækis. Einnig getur stærð og aldur fyrirtækisins haft áhrif á einkunn þess, auk vensl stjórnarmanna við önnur félög

Chart.

Dreifing félaga eftir lánshæfisflokkum

Út frá lánshæfismati eru fyrirtæki flokkuð niður frá eitt til tíu. Fyrirtæki í flokki eitt eru líklegust til að standa við skuldbindingar en tíu eru ólíklegust. Með hverju mati á fyrirtæki fylgja upplýsingar um sögulegt mat, helstu tölur og samanburður við önnur fyrirtæki af sömu stærð og á sama aldursbili.

Sýniseintak: Lánshæfismat fyrirtækja (pdf)

Spurt og svarað

Opna alla

Er lánshæfismat reiknað fyrir öll íslensk fyrirtæki?

Lánshæfismatið er reiknað fyrir nánast öll fyrirtæki sem ekki eru með virka skráningu í vanskilaskrá, hafa verið brottfelld, eru gjaldþrota, eða með eftirfarandi rekstrarform: hlutafélög (hf.), einkahlutafélög (ehf.), samvinnufélög (svf.), sameignarfélög (sf.) og samlagsfélög (slf.) ásamt nokkrum fágætari rekstrarformum.

Má hver sem er sækja lánshæfismat ?

Allir aðilar mega sækja lánshæfismat fyrirtækis en þurfa upplýst samþykki frá einstaklingi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki fá tilkynningar um uppflettingu og geta séð á þjónustuvefnum MittCreditinfo hverjir hafa flett þeim upp.

Fyrir hvað stendur hver flokkur matsins í lánshæfismati fyrirtækja?

Flokkur % líkur Skýring
1 0,00% - 0,40% Framúrskarandi áhættulítið
2 0,40% - 0,74% Mjög áhættulítið
3 0,74% - 1,30% Áhættulítið
4 1,30% - 3,10% Tiltölulega áhættulítið
5 3,10% - 5,80% Miðlungs áhættumikið
6 5,80% - 8,70% Áhætta
7 8,70% - 15,00% Áhætta umfram eðlileg mörk
8 15,00% - 30,00% Áhættumikið
9 30,00% - 48,00% Mjög áhættumikið
10 48,00% - 100,00% Alvarleg vanskil mjög líkleg

Chart.

Dreifing einstaklinga í lánshæfisflokka

Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta möguleika einkunn og E3 sú lakasta. Myndin sýnir dreifingu lánshæfiseinkunna einstaklinga á Íslandi, eldri en 18 ára. Ekki er reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga á vanskilaskrá eða þá sem búsettir eru erlendis.

Sýniseintak: Lánshæfismat einstaklinga (pdf)

Skýrslur um erlend fyrirtæki

Áskrifendur að þjónustuvef Creditinfo hafa aðgang að ítarlegum fyrirtækjaupplýsingum og lánshæfismati erlendra fyrirtækja. Lánshæfisskýrslurnar reynast vel við að meta og draga úr áhættu í viðskiptum milli landa.

Sýnishorn: Erlend skýrsla   verð  4.900 KR.

Creditinfo er einnig umboðsaðili fyrir Dun & Bradstreet Inc og fleiri erlendra aðila á sviði fjárhags- og markaðsupplýsinga, sem hægt er að panta sérstaklega með því að hafa samband.

Hvar get ég nálgast upplýsingarnar?


Í vefverslun

Flettu upp fyrirtæki og sjáðu hvaða upplýsingar við eigum um það.

Skoða vefverslun

Áskrift

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum.

Skoða áskriftarleiðir

Creditinfo Lánstraust
Kt: 710197 2109