Spurt og svarað

Opna alla

Fyir hverja er lánshæfismat reiknað?

Lánshæfismat er reiknað fyrir alla einstaklinga 18 ára og eldri á Íslandi. Ekki er reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga á vanskilaskrá eða þá sem búsettir eru erlendis.

Lánshæfismatið er reiknað fyrir nánast öll fyrirtæki sem ekki eru með virka skráningu í vanskilaskrá, hafa verið brottfelld, eru gjaldþrota, eða með eftirfarandi rekstrarform: hlutafélög (hf.), einkahlutafélög (ehf.), samvinnufélög (svf.), sameignarfélög (sf.) og samlagsfélög (slf.) ásamt nokkrum fágætari rekstrarformum.

Má hver sem er sækja lánshæfismat ?

Allir aðilar mega sækja lánshæfismat fyrirtækis en þurfa upplýst samþykki frá einstaklingi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki fá tilkynningar um uppflettingu og geta séð á þjónustuvefnum MittCreditinfo hverjir hafa flett þeim upp.

Fyrir hvað stendur hver flokkur matsins í lánshæfismati fyrirtækja?

Flokkur % líkur Skýring
1 0,00% - 0,40% Framúrskarandi áhættulítið
2 0,40% - 0,74% Mjög áhættulítið
3 0,74% - 1,30% Áhættulítið
4 1,30% - 3,10% Tiltölulega áhættulítið
5 3,10% - 5,80% Miðlungs áhættumikið
6 5,80% - 8,70% Áhætta
7 8,70% - 15,00% Áhætta umfram eðlileg mörk
8 15,00% - 30,00% Áhættumikið
9 30,00% - 48,00% Mjög áhættumikið
10 48,00% - 100,00% Alvarleg vanskil mjög líkleg

Hvar get ég nálgast upplýsingarnar?


Í vefverslun

Flettu upp fyrirtæki og sjáðu hvaða upplýsingar við eigum um það.

Skoða vefverslun

Áskrift

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum.

Skoða áskriftarleiðir

Creditinfo Lánstraust
Kt: 710197 2109