Hvers vegna skiptir lánshæfismat máli?

Lágmarkar áhættu þegar teknar eru ákvarðanir um viðskipti við aðila. Eykur líkur á að lánveitandi fái lánsfé endurgreitt á skuldadögum.

Tryggir að ekki er lagt huglægt mat við ákvarðanartöku um viðskipti heldur er byggt á hlutlægum upplýsingum frá óháðum aðila.

Auðveldar samskipti við viðskiptamenn því ákvarðanataka er rökstudd með tölulegum gögnum fremur en persónulegu mati.

Á hvaða gögnum byggir lánshæfismat fyrirtækja?

Myndin sýnir hvernig upplýsingar úr ársreikningum, greiðsluhegðun, tengsl við önnur félög og mögulegar færslur í 
        vanskilaskrá geta haft áhrif á lánshæfismat fyrirtækis. Einnig getur stærð og aldur fyrirtækisins haft áhrif á einkunn þess, auk vensl stjórnarmanna við önnur félög

Chart.

Dreifing félaga eftir lánshæfisflokkum

Út frá lánshæfismati eru fyrirtæki flokkuð niður frá eitt til tíu. Fyrirtæki í flokki eitt eru líklegust til að standa við skuldbindingar en tíu eru ólíklegust. Með hverju mati á fyrirtæki fylgja upplýsingar um sögulegt mat, helstu tölur og samanburður við önnur fyrirtæki af sömu stærð og á sama aldursbili. Gögn frá febrúar 2017.

Sýniseintak: Lánshæfismat fyrirtækja (pdf)

Spurt og svarað

Opna alla

Er lánshæfismat reiknað fyrir öll íslensk fyrirtæki?

Lánshæfismatið er reiknað fyrir nánast öll fyrirtæki sem ekki hafa verið brottfelld eða eru gjaldþrota, með eftirfarandi rekstrarform: hlutafélög (hf.), einkahlutafélög (ehf.), samvinnufélög (svf.), sameignarfélög (sf.) og samlagsfélög (slf.) ásamt nokkrum fágætari rekstrarformum.

Má hver sem er sækja lánshæfismat ?

Aðilar þurfa að hafa lögvarða hagsmuni til að mega sækja lánshæfismat fyrirtækis og upplýst samþykki frá einstaklingi.

Fyrir hvað stendur hver flokkur matsins í lánshæfismati fyrirtækja?

Einkunn Skýring
1 Framúrskarandi áhættulítið
2 Mjög áhættulítið
3 Áhættulítið
4 Tiltölulega áhættulítið
5 Miðlungs áhættulítið
6 Áhætta
7 Áhætta umfram eðlileg mörk
8 Áhættumikið
9 Mjög áhættumikið
10 Alvarleg vanskil mjög líkleg

Á hvaða gögnum byggir lánshæfismat einstaklinga?

Myndin sýnir hvernig upplýsingar úr ársreikningum, greiðsluhegðun, tengsl við önnur félög og mögulegar færslur í 
        vanskilaskrá geta haft áhrif á lánshæfismat fyrirtækis. Einnig getur stærð og aldur fyrirtækisins haft áhrif á einkunn þess, auk vensl stjórnarmanna við önnur félög

Chart.

Dreifing einstaklinga í lánshæfisflokka

Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta möguleika einkunn og E3 sú lakasta. Myndin sýnir dreifingu lánshæfiseinkunna einstaklinga á Íslandi, eldri en 18 ára. Ekki er reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga á vanskilaskrá eða þá sem búsettir eru erlendis. Gögn frá febrúar 2017.

Sýniseintak: Lánshæfismat einstaklinga (pdf)

Skýrslur um erlend fyrirtæki

Creditinfo er umboðsaðili fyrir Dun & Bradstreet Inc auk fleiri erlendra aðila á sviði fjárhags- og markaðsupplýsinga ásamt því að vera sjálf með starfsemi í mörgum löndum. Það gerir okkur kleift að bjóða lánshæfisskýrslur fyrir erlend fyrirtæki sem nýtast við eftirlit á lánshæfi.

Friðrik segir ...

„Við hjá N1 getum hiklaust mælt með notkun á lánshæfismati Creditinfo. Eftir að fyrirtækið fór að nýta Lánshæfismat fyrirtækja og vakta allar breytingar höfum við tekið upplýstari ákvarðanir við ákvörðun úttektarheimilda til viðskiptamanna. Að sama skapi hefur lánshæfismatið veitt okkur meira svigrúm varðandi lánveitingar þegar nýir viðskiptavinir leita til okkar.“

Friðrik Kristjánsson – deildarstjóri, fjármálasvið N1

Við viljum heyra í þér

Hafir þú einhverjar spurningar þá sendu okkur skilaboð og við munum vera í sambandi til að fara yfir málin með þér.