Minni áhætta

Með því að kanna lánshæfismat þeirra aðila sem þú átt í viðskiptum við fæst góð vísbending um getu þeirra til að standa við skuldbindingar sínar og lágmarkar þar með áhætu við ákvarðanatöku

Markviss ákvarðanataka

Notkun lánshæfismatsins tryggir að ekki er lagt huglægt mat við ákvarðanartöku um viðskipti heldur byggt á hlutlægum upplýsingum frá óháðum aðila. Jafnframt auðveldar það samskipti við viðskiptamenn því ákvarðanataka er rökstudd með tölulegum gögnum fremur en persónulegu mati.
Sjáðu stutta kynningu á lánshæfismati fyrirtækja

Dreifing aðila eftir lánshæfisflokkum

Fyrirtæki

Út frá lánshæfismati eru fyrirtæki flokkuð niður frá eitt til tíu. Fyrirtæki í flokki eitt eru líklegust til að standa við skuldbindingar en tíu eru ólíklegust.

Sýniseintak: Lánshæfismat fyrirtækja (pdf)

Chart.

Einstaklingar 18 ára og eldri

Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta möguleika einkunn og E3 sú lakasta.

Sýniseintak: Lánshæfismat einstaklinga (pdf)

Chart.Skýrslur um erlend fyrirtæki

Áskrifendur að þjónustuvef Creditinfo hafa aðgang að ítarlegum fyrirtækjaupplýsingum og lánshæfismati erlendra fyrirtækja. Lánshæfisskýrslurnar reynast vel við að meta og draga úr áhættu í viðskiptum milli landa.

Sýnishorn: Erlend skýrsla   verð  4.900 KR.

Creditinfo er einnig umboðsaðili fyrir Dun & Bradstreet Inc og fleiri erlendra aðila á sviði fjárhags- og markaðsupplýsinga, sem hægt er að panta sérstaklega með því að hafa samband.

Spurt og svarað

Opna alla

Fyir hverja er lánshæfismat reiknað?

Lánshæfismat er reiknað fyrir alla einstaklinga 18 ára og eldri á Íslandi. Ekki er reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga á vanskilaskrá eða þá sem búsettir eru erlendis.

Lánshæfismatið er reiknað fyrir nánast öll fyrirtæki sem ekki eru með virka skráningu í vanskilaskrá, hafa verið brottfelld, eru gjaldþrota, eða með eftirfarandi rekstrarform: hlutafélög (hf.), einkahlutafélög (ehf.), samvinnufélög (svf.), sameignarfélög (sf.) og samlagsfélög (slf.) ásamt nokkrum fágætari rekstrarformum.

Má hver sem er sækja lánshæfismat ?

Allir aðilar mega sækja lánshæfismat fyrirtækis en þurfa upplýst samþykki frá einstaklingi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki fá tilkynningar um uppflettingu og geta séð á þjónustuvefnum MittCreditinfo hverjir hafa flett þeim upp.

Fyrir hvað stendur hver flokkur matsins í lánshæfismati fyrirtækja?

Flokkur % líkur Skýring
1 0,00% - 0,40% Framúrskarandi áhættulítið
2 0,40% - 0,74% Mjög áhættulítið
3 0,74% - 1,30% Áhættulítið
4 1,30% - 3,10% Tiltölulega áhættulítið
5 3,10% - 5,80% Miðlungs áhættumikið
6 5,80% - 8,70% Áhætta
7 8,70% - 15,00% Áhætta umfram eðlileg mörk
8 15,00% - 30,00% Áhættumikið
9 30,00% - 48,00% Mjög áhættumikið
10 48,00% - 100,00% Alvarleg vanskil mjög líkleg

Hvar get ég nálgast upplýsingarnar?


Í vefverslun

Flettu upp fyrirtæki og sjáðu hvaða upplýsingar við eigum um það.

Skoða vefverslun

Áskrift

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum.

Skoða áskriftarleiðir

Creditinfo Lánstraust
Kt: 710197 2109