Fáðu yfirsýn yfir áhættuna í þínu safni

Viðskiptasafnið vaktar breytingar sem kunna að verða á lánshæfi og vanskilastöðu viðskiptavina þinna og tilkynnir um þær með tölvupósti. Jafnframt veitir mælaborð safnsins á þjónustuvefnum góða yfirsýn yfir dreifingu á áhættu í safninu og er auðvelt að taka út lista í Excel yfir hvaða viðskiptamenn tilheyra hvaða hópi.


Áhætta í samhengi við greiðsluhegðun

Fyrirtækjum býðst að miðla upplýsingum um greiðsluhegðun viðskiptavina sinna og geta þannig sett útistandandi skuldir í samhengi við lánshæfismat skuldara. Það þýðir að hægt er að meta með nákvæmari hætti en áður hver áhættan er á töpuðum kröfum. Með miðlun greiðlsuhegðunarupplýsinga er hægt að sjá eftirfarandi í Viðskiptasafninu:

  • Greiðsluhegðun síðustu 6 mánuði
  • Útistandandi reikningar á eindaga
  • Útistandandi skuld / Útistandandi skuld á eindaga

Vefviðmót eða vefþjónusta

Viðskiptasafnið er aðgengilegt í vefviðmóti á þjónustuvef Creditinfo eða með vefþjónustutengingu þannig að gögnin flæða beint inn í viðskiptamannakerfi viðkomandi fyrirtækis.


Mælaborð viðskiptasafnsins sýnir á myndrænanhátt hvernig áhættan dreifist í safninu þínu.Skjámyndin sýnir hvernig safnið birtir upplýsingar um lánshæfisflokk eða vanskil í samhengi við greiðsluhegðun.Sjáð stutt myndband um notkun viðskiptasafnsinsCreditinfo Lánstraust
Kt: 710197 2109