Endanlegir eigendur

Hver á félagið?

Endanlegir eigendur hefur að geyma upplýsingar um þann eða þá aðila sem raunverulega eiga fyrirtækið sem aflað er upplýsinga um og hversu stóran hluta hver og einn eigandi á.

Eignarhald er rakið til einstaklinganna sem standa á bak við fyrirtæki sem ekki eru til eigendaupplýsingar fyrir. Endanlegir eigendur geta því auk einstaklinga til dæmis verið ríkissjóður eða lífeyrissjóðir. Innifaldar eru upplýsingar úr hluthafaskrá.

Sýniseintak: Endanlegir eigendur

Endanleg eign í félögum

Hvaða eignir á félagið?

Endanleg eign í félögum hefur að geyma upplýsingar um endanlega eign í fyrirtækjum tiltekins aðila.

Þar birtast upplýsingar um félag sem tiltekinn einstaklingur eða lögaðili á hlut í og jafnframt upplýsingar um öll þau félög sem viðkomandi tengist í gegnum eignarhluti þess félags. Þannig er eignarhaldið rakið.

Sýniseintak: Endanleg eign í félögum


Dæmi um eignarhald fyrirtækis

Skýringarmynd.

Hver á fyrirtækið? Samkvæmt hluthafaskrá er Creditinfo Group ehf. stærsti eigandi Creditinfo Lánstrausts. Að baki Creditinfo Group standa svo um tuttugu aðilar, þar á meðal Reynir Grétarsson sem er aðaleigandi. Með því að skoða upplýsingar um endanlegar eigendur er hægt að rekja eignarhaldið.Hlutafélagaskrá

Hlutafélagaskrá birtir upplýsingar um helstu aðstaðendur félags, tilgang, skráð hlutafé og hverjir skipa stjórn þess. Auk þess að sjá gildandi skráningu félags má nálgast eldri gögn. Hlutafélagaskráin er uppfærð daglega og er hægt að vakta nýskráð félög fyrir tiltekna atvinnugrein og þannig fá tölvupóst þegar félag er skráð.

Sýniseintak: Hlutafélagaskrá

Hlutafélagaþátttaka

Skýrsla um hlutafélagaþátttöku inniheldur upplýsingar um tengsl einstakra aðila við félög sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Þar má einnig sjá stöðu aðila hjá félaginu, svo sem hvort viðkomandi er stjórnarformaður, varamaður, framkvæmdastjóri, prókúruhafi, endurskoðandi eða stofnandi.

Sýniseintak: Hlutafélagsþátttaka

Áreiðanleikaskýrsla stjórnenda

Áreiðanleikaskýrsla felur í sér greiningu á hlutafélagaþátttöku tiltekins einstaklings og yfirlit yfir sögu hennar. Að auki inniheldur skýrslan samantekt á fjölmiðlaumfjöllun á umræddu tímabili. Hún veitir þannig góða yfirsýn yfir orðspor og árangur stjórnenda fyrirtækja og getur verið dýrmætt innlegg í ákvarðanatöku við ráðningar eða hagsmunaskráningu hjá hinu opinbera. Velkomið er að hafa samband við Creditinfo til að fá frekari upplýsingar.

Sýniseintak: Áreiðanleikaskýrsla

Tengslaskýrsla

Tengslaskýrsla er ítarleg samantekt á upplýsingum um tengsl stjórnenda og fyrirtækja. Fram koma meðal annars upplýsingar um eigendur og hluthafa, hlutafélagaþátttöku stjórnarformanns og framkvæmdastjóra og dóttur- og hlutdeildarfélög, ásamt ársniðurstöðum tengdra félaga.

Sýniseintak: Tengslaskýrsla

Áskriftarleiðir

Stærsta safn viðskiptaupplýsinga

Taktu markvissari ákvarðanir í viðskiptum með áskrift að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi hjá Creditinfo. nnifalið með öllum áskriftaleiðum er vöktun á ársreikningaskilum félaga og ef breytingar verða hjá félögum í hlutfélagaskrá, ótakmarkað.

Meira um áskriftarleiðir