Eignarhald og tengsl

Hjá Creditinfo má nálgast upplýsingar um eigendur íslenskra fyrirtækja og vensl þeirra. Upplýsingarnar byggja á gögnum úr hlutafélagaskrá, ársreikningum og frá Kauphöll Íslands.

Eru upplýsingar um félagið þitt réttar?

Á mitt.creditinfo.is hafa einstaklingar með fyrirtækjatengsl aðgang að upplýsingum um félög sem þeir tengjast í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð. Þar er meðal annars hægt að sjá lista með nöfnum skráðra hluthafa og upplysingar um eignarhlut þeirra í félaginu og hægt að gera athugasemdir við skráningu ef með þarf.Stærsta safn viðskiptaupplýsinga á Íslandi

Taktu upplýstar ákvarðanir í viðskiptum byggðar á ítarlegum greiningum um fyrirtækið.Endanlegir eigendur

Hver á félagið?

Endanlegir eigendur eru upplýsingar um þann eða þá aðila sem raunverulega eiga tiltekið fyrirtæki og hversu stóran hluta hver og einn eigandi á.

Eignarhald er rakið til einstaklinganna sem standa á bak við fyrirtæki sem ekki eru til eigendaupplýsingar fyrir. Endanlegir eigendur geta því auk einstaklinga til dæmis verið ríkissjóður eða lífeyrissjóðir. Þessar upplýsingar eru afar gagnlegar við skráningu á raunverulegum eigendum hjá RSK. Ef eignarhaldið liggur í gegnum önnur fyrirtæki eru þau birt ásamt stærð eignarhluta þeirra í fyrirtækinu sem verið er að skoða.

Sýniseintak: Endanlegir eigendur

Innifalið

  • Endanlegir eigendur ásamt eignarhlut
  • Hluthafar ásamt eignarhlut
  • Myndræn framsetningMyndin er gagnvirk þannig að hægt er að draga hvern og einn eiganda til eða frá svo hægt sé að fá skýrari mynd af eignakeðjunni. Einnig er hægt að færa til stikuna fyrir neðan mynda til að stýra fjölda eigenda sem birtast eftir eignarhluti þeirra.
Áreiðanleikaskýrsla stjórnenda

Áreiðanleikaskýrsla er greiningu á hlutafélagaþátttöku einstaklings auk sögulegs yfirlits. Að auki er samantekt á fjölmiðlaumfjöllun á umræddu tímabili. Skýrslan veitir góða yfirsýn yfir orðspor og árangur stjórnenda fyrirtækja og getur verið dýrmætt innlegg í ákvarðanatöku við ráðningar eða hagsmunaskráningu hjá hinu opinbera.

Sýniseintak: Áreiðanleikaskýrsla

Tengsl stjórnenda

Tengsl stjórnenda er ítarleg samantekt á upplýsingum um tengsl stjórnenda og fyrirtækja. Fram koma meðal annars upplýsingar um eigendur og hluthafa, hlutafélagaþátttöku stjórnarformanns og framkvæmdastjóra og dóttur- og hlutdeildarfélög, ásamt ársniðurstöðum tengdra félaga.

Sýniseintak: Tengslaskýrsla

Fyrirtækjaskrá

Fyrirtækjaskráning birtir upplýsingar um helstu aðstandendur félags, tilgang, skráð hlutafé og hverjir skipa stjórn þess. Auk þess að sjá gildandi skráningu félags má nálgast eldri gögn.

Sýniseintak: Hlutafélagaskrá

Félagaþátttaka

Skýrsla um félagaþátttöku inniheldur upplýsingar um tengsl einstakra aðila við félög sem skráð eru í fyrirtækjaskrá. Þar má einnig sjá stöðu aðila hjá félaginu, svo sem hvort viðkomandi er stjórnarformaður, varamaður, framkvæmdastjóri, prókúruhafi, endurskoðandi eða stofnandi.

Sýniseintak: Félagaþátttaka

Endanleg eign í félögum

Endanleg eign í félögum hefur að geyma upplýsingar um endanlega eign í fyrirtækjum tiltekins aðila.

Þar birtast upplýsingar um félag sem tiltekinn einstaklingur eða lögaðili á hlut í og jafnframt upplýsingar um öll þau félög sem viðkomandi tengist í gegnum eignarhluti þess félags. Þannig er eignarhaldið rakið.

Sýniseintak: Endanleg eign í félögumViltu vakta breytingar á fyrirtækjaupplýsingum

Á þjónustuvefnum býðst áskrifendum að fá senda tilkynningu þegar nýjar upplýsingar berast varðandi tiltekið félag, eins og skil á nýjum ársreikningi, breytingar á skráningu í hlutafélagaskrá eða eignarhaldi þess. Þjónustan er innifalin í áskriftinni og eru ekki takmörk á því hversu mörg fyrirtæki eru vöktuð.


Hvar get ég nálgast upplýsingarnar?


Í vefverslun

Flettu upp fyrirtæki og sjáðu hvaða upplýsingar við eigum um það.

Skoða vefverslun

Áskrift

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum.

Skoða áskriftarleiðir