Stakir ársreikningar

Hægt er að kaupa ársreikninga sem hafa verið innslegnir á stöðluðu formi ásamt gögnum frá fyrra ári séu þær tiltækar. Einnig er hægt að nálgast skönnuð afrit af ársreikningum eins og þeir birtast í upphaflegri mynd.

Sýniseintak: Ársreikningur

Samanburður milli síðustu fimm ára

Ársreikningaskýrsla inniheldur lykiltölur um rekstur og efnahag fyrirtækis allt að fimm ár aftur í tímann. Í skýrslunni er einnig að finna upplýsingar úr lánshæfismati félagsins, helstu kennitölur og samanburð við viðkomandi atvinnugrein.

Sýniseintak: Ársreikningaskýrsla


Fyrirtækjavaktin

Fyrirtækjavaktin er gjaldfrjáls þjónusta fyrir áskrifendur að Lánstrausti. Þeir sem nýta sér þjónustuna fá sendar tilkynningar þegar breytingar eiga sér stað á upplýsingum um tiltekið fyrirtæki, t.d. skil á nýjum ársreikningi, breytingar á stjórn eða nafni félags í hlutafélagaskrá eða breytingar á eignarhaldi.

Á þjónustuvefnum er hægt að velja hvaða fyrirtæki eru vöktuð. Þar er einnig að finna yfirlit yfir tilkynningar. Þá er send tilkynning í tölvupósti þegar breytingar verða hjá vöktuðu félagi.