Skýringar

Opna alla

Lögvarðir hagsmunir

Uppflettingar og notkun gagna á forsendu lögvarðra hagsmuna er eingöngu heimil í þeim tilgangi að meta lánshæfi eða greiðsluhæfi í tengslum við fyrirgreiðslu af einhverju tagi, svo sem vegna umsókna, fyrirhugaðra eða yfirstandandi láns- eða reikningsviðskipta eða vegna innheimtu ógreiddra krafna.

Ef lána- eða reikningsumsækjandi er lögaðili eru uppflettingar á forsvarsmönnum eða eigendum óheimilar, nema ef sá sem í hlut á beri persónulega ábyrgð á lánveitingu eða reikningsviðskiptum til tryggingar efndum lántaka.

Uppfletting á maka lána- og reikningsumsækjanda er óheimil, nema makinn sé þá sömuleiðis á umsókninni til dæmis sem ábyrgðarmaður.

Upplýst samþykki

Uppflettingar og notkun gagna á forsendu upplýsts samþykkis getur ýmist verið udirritað skjal eða rafrænt samþykki. Samþykkið þarf að vera sannarlegt, vistað á öruggum stað og tiltækt, sé þess óskað.

Ef lána- eða reikningsumsækjandi er lögaðili eru uppflettingar á forsvarsmönnum eða eigendum óheimilar, nema ef sá sem í hlut á beri persónulega ábyrgð á lánveitingu eða reikningsviðskiptum til tryggingar efndum lántaka.

Uppfletting á maka lána- og reikningsumsækjanda er óheimil, nema makinn sé þá sömuleiðis á umsókninni t.d. sem ábyrgðarmaður.

Yfirlit uppflettinga

Yfirlit uppflettinga og vaktana eru aðgengileg einstaklingum á þjónustuvefnum, Mitt Creditinfo. Yfirlitin sýna allar uppflettingar í skrám Crediitnfo sem krefjast lögvarðra hagsmuna eða upplýsts samþykkis.

Athugasemdir

Á yfirliti uppflettinga og vaktanna á Mitt Creditinfo er hægt að vera athugasemdir ef vafi leikur á að heimild til uppflettingar eða vöktunar samræmist reglum Creditinfo eða starfsleyfi þessi. Creditinfo kannar réttmæti uppflettingar eða vöktunar og eftir atvikum staðfestir réttmæti eða afmáir úr skrám.

Á vef Persónuverndar má nálgast eyðublað í þeim tilgangi að senda erindi til embættisins vegna óréttmætra uppflettinga og vaktana í starfsleyfisskyldum skrám. Starfsleyfi Creditinfo má einnig finna á vef Persónuverndar.