Creditinfo Creditinfo
  • Mitt Creditinfo
  • Lausnir og gögn
  • Framúrskarandi fyrirtæki
  • Vefverslun
  • Blogg
Innskráning
  • Fyrirtækjaþjónusta
  • Mitt Creditinfo
  • Fjölmiðlavaktin
Notkun upplýsinga

Hvenær má og hvenær má ekki?

Uppflettingar í skrám Creditinfo eru eingöngu heimilar viðskiptavinum Creditinfo sem undirritað hafa áskriftarsamning með ströngum skilyrðum er varða öflun, notkun og meðferð gagna. Heimildir til uppflettinga í skrám Creditinfo sem falla undir starfsleyfisskyldar skrár og aðrar skrár sem innihalda fjárhagsupplýsingar eru ýmist háðar lögvörðum hagsmunum eða upplýstu samþykki.

Upplýsingar um einstaklinga

Lögvarðir hagsmunir Upplýst samþykki
Eign í félögum
Einstaklingsskýrsla
Endanleg eign í félögum
GÁT (Gjaldþrot, árangurslaus fjárnám og tilkynningar)
Greiðslumat
Hlutafélagaþátttaka, gildandi skráning
Hlutafélagaþátttaka, söguleg skráning
Lánshæfismat
Skuldastöðuyfirlit
VOG vanskilaskrá
Vöktun breytinga á VOG vanskilaskrá
Vöktun breytinga á lánshæfisamti

Eignaleit í fasteignaskrá, ökutækjaskrá og vinnuvélaskrá eftir kennitölu einstaklinga er eingöngu heimil lögmönnum í innheimtu- og skiptastarfsemi eða opinberum aðilum sem hafa heimild til slíkra uppflettinga.



Upplýsingar um lögaðila

Lögvarðir hagsmunir Upplýst samþykki
Eignaleit í fasteignaskrá, ökutækjaskrá og vinnuvélaskrá
GÁT (Gjaldþrot, árangurslaus fjárnám og tilkynningar)
Lánshæfisskýrsla
Skuldastöðuyfirlit
VOG vanskilaskrá
Vöktun breytinga á lánshæfismati
Vöktun breytinga á VOG vanskilaskrá

Skýringar

Opna alla

Lögvarðir hagsmunir

Uppflettingar og notkun gagna á forsendu lögvarðra hagsmuna er eingöngu heimil í þeim tilgangi að meta lánshæfi eða greiðsluhæfi í tengslum við fyrirgreiðslu af einhverju tagi, svo sem vegna umsókna, fyrirhugaðra eða yfirstandandi láns- eða reikningsviðskipta eða vegna innheimtu ógreiddra krafna.

Ef lána- eða reikningsumsækjandi er lögaðili eru uppflettingar á forsvarsmönnum eða eigendum óheimilar, nema ef sá sem í hlut á beri persónulega ábyrgð á lánveitingu eða reikningsviðskiptum til tryggingar efndum lántaka.

Uppfletting á maka lána- og reikningsumsækjanda er óheimil, nema makinn sé þá sömuleiðis á umsókninni til dæmis sem ábyrgðarmaður.

Upplýst samþykki

Uppflettingar og notkun gagna á forsendu upplýsts samþykkis getur ýmist verið undirritað skjal eða rafrænt samþykki. Samþykkið þarf að vera sannarlegt, vistað á öruggum stað og tiltækt, sé þess óskað.

Ef lána- eða reikningsumsækjandi er lögaðili eru uppflettingar á forsvarsmönnum eða eigendum óheimilar, nema ef sá sem í hlut á beri persónulega ábyrgð á lánveitingu eða reikningsviðskiptum til tryggingar efndum lántaka.

Uppfletting á maka lána- og reikningsumsækjanda er óheimil, nema makinn sé þá sömuleiðis á umsókninni t.d. sem ábyrgðarmaður.

Yfirlit uppflettinga

Yfirlit uppflettinga og vaktana eru aðgengileg einstaklingum á þjónustuvefnum, Mitt Creditinfo. Yfirlitin sýna allar uppflettingar í skrám Creditinfo sem krefjast lögvarðra hagsmuna eða upplýsts samþykkis.


Athugasemdir við skráningu

Á yfirliti uppflettinga og vaktana á Mitt Creditinfo er hægt að gera athugasemdir ef vafi leikur á að heimild til uppflettingar eða vöktunar samræmist reglum Creditinfo eða starfsleyfi þessi. Creditinfo kannar réttmæti uppflettingar eða vöktunar og eftir atvikum staðfestir réttmæti eða afmáir úr skrám.

Á vef Persónuverndar má nálgast eyðublað í þeim tilgangi að senda erindi til embættisins vegna óréttmætra uppflettinga og vaktana í starfsleyfisskyldum skrám. Starfsleyfi Creditinfo má einnig finna á vef Persónuverndar.

Creditinfo Lánstraust
Kt: 710197 2109

Styttu þér leið

  • Áskriftarleiðir
  • Notkun upplýsinga
  • Öryggi og persónuvernd
  • Verðskrá

Fylgstu með okkur

  • Blogg.creditinfo.is
  • Creditinfo á Facebook
  • Fréttabréf Creditinfo




Hafa samband Um CreditInfo English
  • Mitt Creditinfo
    • Lánshæfismatið mitt
    • Skuldastaða
    • Vanskil
    • Áttu fyrirtæki?
    • Stjórnmálaleg tengsl mín
  • Lausnir
    • Viðskiptasafnið
    • Snjallákvörðun
    • Innheimtukerfi
    • Greiðslumat
    • Skuldastöðukerfi
    • Tjónagrunnur
  • Gögn
    • Lánshæfismat
    • Vanskilamál
    • Áreiðanleikakönnun (KYC)
    • Stjórnmálaleg tengsl (PEP)
    • Ársreikningar
    • Eignarhald og tengsl
    • Fjölmiðlavaktin
    • Markhópar
    • Eignaleit
    • Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá
    • Gagnatorg
  • Framúrskarandi
    • Framúrskarandi fyrirtæki
    • Listinn
    • Kaupa vottun
    • Hvatningarverðlaun
  • Vefverslun
  • Um Creditinfo
    • Stjórnendur
    • Öryggi og persónuvernd
    • Notkun upplýsinga
    • Starfsfólk
    • Verðskrá
    • Störf í boði
    • Fréttir
    • Firmamerki
    • Hafa samband
    • Fréttabréf
  • Blogg Creditinfo