Aðili sem hefur gert samning við Creditinfo um innsendingu vanskilamála ber að afskrá færslu um leið og krafa er
greidd eða komið í skil með öðrum hætti.Einnig afskrást færslur eftir fjögur ár frá heimildardagsetningu (t.d. sú
dagsetning sem stefna er árituð eða árangurslaust fjárnám framkvæmt). Ef um gjaldþrotaúrskurð
er að ræða er afskráð eftir tvö ár, frá dagsetningu skiptaloka að telja.
Hægt er að nálgast yfirlit yfir mál sem hafa verið afskráð til dæmis vegna aldurs. Mál sem Creditinfo afskráir
eru birt sem og mál sem umboðsmenn afskrá. Afskráning mála getur verið tilkomin vegna andmæla, skuld uppgerð, aldurs og fleira.