Creditinfo Creditinfo
  • Mitt Creditinfo
  • Lausnir og gögn
  • Framúrskarandi fyrirtæki
  • Vefverslun
  • Blogg
Innskráning
  • Fyrirtækjaþjónusta
  • Mitt Creditinfo
  • Fjölmiðlavaktin
framúrskarandi fyrirtæki 2020

Framúrskarandi
hvert í sinni grein

Listi Framúrskarandi fyrirtækja var kynntur með útgáfu sérblaðs Morgunblaðsins, Creditinfo og Viðskiptamoggans fimmtudaginn 22. október. COVID-19 hefur verið örlagavaldur fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf og enn sér ekki fyrir endann á afleiðingum faraldursins. Það var því ekki efnt til viðburðar með Framúrskarandi fyrirtækjum að þessu sinni heldur athygli vakin á þeim með öðrum hætti enda hefur hraustur og heilbrigður rekstur sjaldan skipt samfélagið jafn miklu máli og nú.

Listinn

Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Það skiptir máli að verðlauna fyrirtæki fyrir góðan árangur í rekstri, ekki bara fyrir eitt ár í einu heldur fyrir þrautseigju í rekstri yfir tíma. Vinna okkar við að útbúa lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki snýst ekki um að verðlauna fyrirtæki fyrir mikinn gróða, þótt myndarlegur hagnaður sé oft fylgifiskur framúrskarandi reksturs. Við viljum verðlauna fyrirtæki fyrir stöðugan rekstur og við finnum svo sannarlega fyrir því á tímum heimsfaraldurs hvað stöðugur og heilbrigður rekstur skiptir miklu máli þegar á reynir. Þetta er úrvalsdeildin í rekstri – bakbeinið í íslensku atvinnulífi.


Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo um þróun listans

Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar lítillega á milli ára en í fyrra voru 887 fyrirtæki á listanum. Fækkunin á listanum gæti bent til þess að einhver kólnun í íslensku atvinnulífi hafi átt sér stað óháð COVID. Sú staðreynd að fækkunin er hlutfallslega lítil er hins vegar gott merki um að íslenskt atvinnulíf stendur sterkum fótum.


Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um mikilvægi þess að votta Framúrskarandi fyrirtæki

Á þessum tímum er ánægjulegt að sjá hvað þessi fyrirtæki eru mörg og hvað við erum rík af fjölbreyttum sterkum fyrirtækjum í öllum stærðum og gerðum. Þetta er ákveðin viðurkenning til þessara fyrirtækja og hér er búið að leggja á borðið ákveðnar upplýsingar og þar af leiðandi gagnsæi um hvernig staðan er. Það eitt og sér skiptir miklu máli. Viðurkenningin og það að hvetja fólk áfram til góðra verka skiptir líka máli.


Nýsköpunarverðlaun

Hvatningarverðlaun um framúrskarandi nýsköpun voru veitt í samstarfi við Icelandic Startups og í dómnefnd árið 2020 sitja Ragnheiður H. Magnúsdóttir, ráðgjafi í upplýsingatækni, Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá rótgrónum fyrirtækjum. Við val á framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins er m.a. horft til skráðra einkaleyfa, samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir og þess hvort fyrirtækið afli útflutningstekna sem byggja á íslensku hugviti.


Viðtal, Ragnheiður H. Magnúsdóttir


Valka, vinningshafi 2020


Samfélagsábyrgð

Framúrskarandi samfélagsábyrgð var verðlaunuð í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Í dómnefnd sitja Sæmundur Sæmundsson (formaður), sjálfstætt starfandi, Gréta María Grétarsdóttir, verkfræðingur og Gunnar Sveinn Magnússon sérfræðingur í sjálfbærni, Íslandsbanki hf.

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur felur í sér að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í ekki síður en fjárhagslegan árangur sinn. Horft er til þess að fyrirtækin sýni fram á skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks.


Viðtal, Sæmundur Sæmundsson


Vörður, vinningshafi 2020


Hið dæmigerða Framúrskarandi fyrirtæki

Eignir

365 m.kr.

Eigið fé

227 m.kr.

Eiginfjárhlutfall fjár

62%

Skuldir

138 m.kr.

Skuldahlutfall

38%

Rekstrarhagnaður

55 m.kr.

Ársniðurstaða

45 m.kr.

Rekstartekjur

625 m.kr.

Arðsemi eigin fjár

20%

EBITDA

69 m.kr.

Aldur

20 ár



Nokkur Framúrskarandi fyrirtæki

Margrét Kristmannsdóttir,
framkvæmdastjóri Pfaff

Birkir Ívar Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Vínnes

Kristín Helga Gísladóttir,
framkvæmdastjóri Garðheima

Reiknistofa bankanna

ORF Líftækni hf.

Pfaff



Viðtöl og áhugaverðar greiningar

Morgunblaðið er samstarfsaðili okkar og var gefið út sérstakt blað með viðtölum við stjórnendur og eigendur framúrskarandi fyrirtækja.

Meira á mbl.is

Hafa samband Um CreditInfo English
  • Mitt Creditinfo
    • Lánshæfismatið mitt
    • Skuldastaða
    • Vanskil
    • Áttu fyrirtæki?
    • Stjórnmálaleg tengsl mín
  • Lausnir
    • Viðskiptasafnið
    • Snjallákvörðun
    • Innheimtukerfi
    • Greiðslumat
    • Skuldastöðukerfi
    • Tjónagrunnur
  • Gögn
    • Lánshæfismat
    • Vanskilamál
    • Áreiðanleikakönnun (KYC)
    • Stjórnmálaleg tengsl (PEP)
    • Ársreikningar
    • Eignarhald og tengsl
    • Fjölmiðlavaktin
    • Markhópar
    • Eignaleit
    • Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá
    • Gagnatorg
  • Framúrskarandi
    • Framúrskarandi fyrirtæki
    • Listinn
    • Kaupa vottun
    • Hvatningarverðlaun
  • Vefverslun
  • Um Creditinfo
    • Stjórnendur
    • Öryggi og persónuvernd
    • Notkun upplýsinga
    • Starfsfólk
    • Verðskrá
    • Störf í boði
    • Fréttir
    • Firmamerki
    • Hafa samband
    • Fréttabréf
  • Blogg Creditinfo