Hvatningarverðlaun Creditinfo og Icelandic Startups fyrir Framúrskarandi nýsköpun 2021 — Trackwell
Árið 2021 hlýtur Trackwell hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun.
Í dómnefnd sátu: Ólafur Andri Ragnarsson, formaður, Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups og Helga Valfells, framkvæmdastjóri og stofnandi Crowberry.
Trackwell hefur í gegnum árin sýnt stöðugan vöxt. Tekjur árið 2020 voru 592 milljónir og hagnaður 149 milljónir.
Meirihluti tekna byggir á kerfisleigusamningum. Vaxandi hluti kemur erlendis frá og er gert ráð fyrir að á þessu ári
verði erlendar tekjur um helmingur af heildartekjum. Fyrirtækið er gott dæmi um hvernig nýsköpun er gerð að fyrirtækjamenningu
og virkur hluti af starfseminni. Með því að útbúa öfluga aðferðafræði við hönnun, þróun og þjónustu er nýsköpun og framfarir tryggaðar.
Kerfi Trackwell eru þróuð hérlendis og í góðu samstarfi við viðskiptavini, hérlendis og erlendis
Meira um verðlaunin á blogg.creditinfo.is