Tilnefningar til hvatningarverðlauna

Hvatningarverðlaun um samfélagsábyrgð og nýsköpun verða veitt í þriðja sinn í Eldborg þann 23. október 2019. Í þetta sinn er óskað eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skýra samfélagsstefnu eða eru framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki. Öll fyrirtæki sem komast á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2019 koma til greina. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 1. september 2019.


Er fyrirtækið þitt framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins?

Í samstarfi við Icelandic Startups — mun dómnefnd skipuð þremur sérfræðingum á sviði nýsköpunar velja fyrirtæki sem hlýtur viðurkenninguna ,,Framúrskarandi nýsköpun 2019”.

Markmiðið með verðlaununum er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá öllum fyrirtækjum, ekki bara sprotafyrirtækjum. Tekið er við tilnefningum til og með 1. september.

Við val á framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins er m.a. horft til skráðra einkaleyfa, samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir og þess hvort fyrirtækið afli útflutningstekna sem byggja á íslensku hugviti. Upplýsingar um framlög til rannsókna- og þróunarkostnaðar verða jafnframt lögð til grundvallar. Einnig er horft til þess hvort fyrirtækið leggi almennt áherslu á nýsköpun í starfsemi sinni m.a. með skilgreindum ferlum, í skipuriti þess eða fyrirtækjamenningu með augljósum hætti.

Sjá rökstuðning dómnefndar fyrir verðlaunaveitingu árið 2018Nox Medical, vinningshafi 2018


Sýnir fyrirtækið þitt framúrskarandi samfélagslega ábyrgð?

Í samstarfi við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð mun dómnefnd skipuð þremur sérfræðingum á sviði samfélagsábyrgðar velja fyrirtæki sem hlýtur viðurkenninguna ,,Framúrskarandi samfélagsábyrgð 2019”. Horft verður til árangurs sem fyrirtæki hafa náð við innleiðingu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni.

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur fyrirtækja felur í sér að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í ekki síður en fjárhagslegan árangur sinn.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks. Kostur er að mæla og birta upplýsingar til að mynda um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda, ábyrga virðis- og framleiðslukeðju eða að markvisst sé unnið með aðrar áskoranir tengdar samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Einnig verður metið hvort samfélagsábyrgð og sjálfbærni sé hluti af menningu fyrirtækisins í heild.

Sjá rökstuðning dómnefndar fyrir verðlaunaveitingu árið 2018Efla, vinningshafi 2018


Skráningarfrestur er liðinn