Hvatningarverðlaun

Nýsköpun og samfélgasábyrgð

Í fjögur ár hefur Creditinfo veitt hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun og samfélagsábyrgð þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr á þeim sviðum í hópi Framúrskarandi fyrirtækja. Málaflokkarnir eru okkur mikilvægir og við trúum því að öll Framúrskarandi fyrirtæki þurfi að huga að bæði nýsköpun og samfélagsábyrgð með markvissum hætti. Hvatningarverðlaununum er því ætlað að draga fram fyrirmyndirnar sem geta verið öðrum hvatning á þessum sviðum. Verðlaunin eru veitt á sama tíma og listinn er gerður opinber ár hvert.Formaður dómnefndar fyrir nýsköpun 2020


Formaður dómnefndar fyrir samfélagslegaábyrgð 2020Nýsköpunarverðlaun

Árið 2020 hlýtur tæknifyrirtækið Valka hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun.

Hvatningarverðlaun um framúrskarandi nýsköpun eru veitt í samstarfi við Icelandic Startups og í dómnefnd árið 2020 sitja Ragnheiður H. Magnúsdóttir, ráðgjafi í upplýsingatækni, Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá rótgrónum fyrirtækjum. Við val á framúrskarandi nýsköpunarfyrirtæki ársins er m.a. horft til skráðra einkaleyfa, samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir og þess hvort fyrirtækið afli útflutningstekna sem byggja á íslensku hugviti.

Meira um verðlaunin á blogg.creditinfo.isValka, vinningshafi 2020


Samfélagsábyrgð

Árið 2020 hlýtur tryggingafélagið Vörður verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði samfélagsábyrgðar.

Framúrskarandi samfélagsábyrgð er verðlaunuð í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Í dómnefnd sitja Sæmundur Sæmundsson (formaður), sjálfstætt starfandi, Gréta María Grétarsdóttir, verkfræðingur og Gunnar Sveinn Magnússon sérfræðingur í sjálfbærni, Íslandsbanki hf.

Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur felur í sér að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í ekki síður en fjárhagslegan árangur sinn. Horft er til þess að fyrirtækin sýni fram á skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks.

Meira um verðlaunin á blogg.creditinfo.isVörður, vinningshafi 2020