Samfélagsábyrgð
Árið 2020 hlýtur tryggingafélagið Vörður verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði samfélagsábyrgðar.
Framúrskarandi samfélagsábyrgð er verðlaunuð í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Í dómnefnd sitja Sæmundur Sæmundsson (formaður), sjálfstætt starfandi, Gréta María Grétarsdóttir, verkfræðingur og Gunnar Sveinn Magnússon sérfræðingur í sjálfbærni, Íslandsbanki hf.
Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur felur í sér að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í ekki síður en fjárhagslegan árangur sinn. Horft er til þess að fyrirtækin sýni fram á skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks.
Meira um verðlaunin á blogg.creditinfo.is