Hvatningarverðlaun

Nýsköpun og samfélgasábyrgð

Í fimm ár hefur Creditinfo veitt hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun og samfélagsábyrgð þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr á þeim sviðum í hópi Framúrskarandi fyrirtækja. Málaflokkarnir eru okkur mikilvægir og við trúum því að öll Framúrskarandi fyrirtæki þurfi að huga að bæði nýsköpun og samfélagsábyrgð með markvissum hætti. Hvatningarverðlaununum er því ætlað að draga fram fyrirmyndirnar sem geta verið öðrum hvatning á þessum sviðum. Verðlaunin eru veitt á sama tíma og listinn er gerður opinber ár hvert.


Hvatningarverðlaun Creditinfo og Icelandic Startups fyrir Framúrskarandi nýsköpun 2021 — Trackwell

Árið 2021 hlýtur Trackwell hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun.

Í dómnefnd sátu: Ólafur Andri Ragnarsson, formaður, Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups og Helga Valfells, framkvæmdastjóri og stofnandi Crowberry.

Trackwell hefur í gegnum árin sýnt stöðugan vöxt. Tekjur árið 2020 voru 592 milljónir og hagnaður 149 milljónir. Meirihluti tekna byggir á kerfisleigusamningum. Vaxandi hluti kemur erlendis frá og er gert ráð fyrir að á þessu ári verði erlendar tekjur um helmingur af heildartekjum. Fyrirtækið er gott dæmi um hvernig nýsköpun er gerð að fyrirtækjamenningu og virkur hluti af starfseminni. Með því að útbúa öfluga aðferðafræði við hönnun, þróun og þjónustu er nýsköpun og framfarir tryggaðar. Kerfi Trackwell eru þróuð hérlendis og í góðu samstarfi við viðskiptavini, hérlendis og erlendis

Meira um verðlaunin á blogg.creditinfo.isTrackwell, vinningshafi 2021


Hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð 2021 — BYKO

Árið 2021 hlýtur BYKO verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði samfélagsábyrgðar.

Í dómnefnd sátu: Gréta María Grétarsdóttir, formaður, Erla Tryggvadóttir varaformaður stjórnar Festu og Jón Geir Pétursson í stjórn Festu.

Byko er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingarvörumarkaði fyrir fagmenn og einstaklinga og hefur markvisst unnið að aukinni sjálfbærni. Það er samdóma álit dómnefndar að samfélagsábyrgð sé samofin rekstri fyrirtækisins og ekki er aðeins horft til eigin rekstrar heldur er markmiðið að hafa áhrif á samstarfið við birgja og viðskiptavini. Stjórnendur og starfsmenn Byko gera sér grein fyrir hlutverki sínu í virðiskeðjunni og leggja áherslu á að bjóða upp á á vistvæn byggingarefni og lækkað þannig kolefnisspor mannvirkja. Markmið Byko er að auðvelda vistvænar framkvæmdir og hefur fyrirtækið yfirfarið vöruframboð til að tilgreina hvaða vörur eru umhverfisvottaðar til þess að einfalda viðskiptavinum sínum að velja vistvænni vörur.

Meira um verðlaunin á blogg.creditinfo.isByko, vinningshafi 2021