fyrirtækjatengsl

Mín fyrirtæki

Á mitt.creditinfo.is hafa einstaklingar með fyrirtækjatengsl aðgang að upplýsingum um félög sem þeir tengjast í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða fá lykilorð sent í heimabanka.




Eru upplýsingar um félagið þitt réttar?

Listi yfir skráða hluthafa
Sjáðu lista með nöfnum skráðra hluthafa og upplysingar um eignarhlut þeirra í félaginu. Hægt er að gera athugasemdir við skráningu ef með þarf.

Listi yfir dóttur- og hlutdeildarfélög
Sjáðu lista yfir þau félög sem eru skráð dóttur- eða hlutdeildarfélög þíns félags. Hægt er að gera athugasemdir við skráningu ef með þarf.



Eru sjálfbærniupplýsingar um félagið þitt réttar?

Sjá áætlaðar upplýsingar
Vera, sjálfbærniviðmót Creditinfo, getur áætlað hversu mikið þitt fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum, við hvaða lönd fyrirtæki eiga viðskipti við og fleira. Hægt er að sjá áætlunina á Mitt Creditinfo.

Uppfæra upplýsingar
Hægt er að uppfæra upplýsingar um þitt fyrirtæki á Mitt Creditinfo.



Hvað vita aðrir um félagið þitt?

Yfirlit yfir uppflettingar
Hægt er að nálgast yfirlit til að sjá hvort lánveitendur eða önnur félög hafa skoðað fjárhagsupplýsingar eins og lánshæfismat og stöðu þíns félags á VOG vanskilaskrá.

Yfirlit yfir vaktanir
Hægt er að nálgast yfirlit sem listar hvort lánveitendur eða önnur félög séu að vakta breytingar sem kunna að verða á fjárhagsupplýsingum þíns félags, eins og lánshæfismat og stöðu á VOG vanskilaskrá.



Þekktu stöðu félagins þíns

Lánshæfismat fyrirtækja
Þú getur keypt lánshæfismat þíns fyrirtækis en það eru þær upplýsingar sem lánveitendur og mörg fyrirtæki nota til grundvallar ákvarðanatöku um lán og aðra fyrirgreiðslur.

Skuldastaða fyrirtækis
Þú getur keypt yfirlit yfir skuldastöðu þíns fyrirtækis. Yfirlitið sýnir stöðu lána og annarra skuldbindinga félagsins. Upplýsingarnar eru sóttar til banka og fjármálafyrirtækja og ná til lánasamninga, skuldabréfa, yfirdráttar, kreditkorta og fjölgreiðslna. Jafnframt er sýnt hver greiðslubyrðin er, lánatími og eftirstöðvar lána.



Spurt og svarað

Opna alla

Heimildir og athugasemdir vegna uppflettinga

Aðilum er heimilt að sækja lánshæfismat, stöðu fyrirtækis á VOG vanskilaskrá og öðrum skrám til að kanna lánstraust í tengslum við væntanleg eða yfirstandandi láns- eða reikningsviðskipti eða vegna innheimtu á gjaldföllnum kröfum. Athugasemd vegna óréttmætar uppflettingar er komið á framfæri til Creditinfo á yfirliti uppflettinga á þjónustuvefnum. Í kjölfar móttöku athugasemdar sendir Creditinfo beiðni um staðfestingu á réttmæti eða ástæðu uppflettingar til þess aðila sem framkvæmdi uppflettinguna. Creditinfo svarar athugasemdum eins fljótt og auðið er en aðilar hafa 15 daga til að svara fyrirspurn. Ef uppfletting reynist óréttmæt er hún merkt sem slík í kerfum Creditinfo og áhrifum uppflettingar eytt.

Heimildir og athugasemdir vegna vaktanna

Viðvarandi láns -og reikningsviðskipti heimila aðila að vakta breytingar á stöðu fyrirtækisins í skrám Creditinfo. Slíka heimild hafa einnig þeir sem innheimta gjaldfallnar kröfur á hendur fyrirtækinu. Athugasemd vegna óréttmætrar vöktunar er komið á framfæri til þess aðila sem vaktar fyrirtækið.