Vanskilaskrá

gerðu hreint fyrir þínum dyrum

Vanskilaskrá hefur að geyma upplýsingar um vanskil einstaklinga og innheimtuaðgerðir. Þegar fyrirtæki metur nýjan umsækjanda um reikningsviðskipti kannar það

gjarnan hvort viðkomandi sé á vanskilaskrá. Þú getur alltaf séð stöðu þína á vanskilaskrá með því að skrá þig inn á þjónustuvefinn Mitt Creditinfo.

Hvenær fara mála á vanskilaskrá?

1. Kröfuhafi sendir mál inn á vanskilaskrá vegna skuldar einstaklings að upphæð 50.000 kr. eða meira.

2. Skuldara er send tilkynning um væntanlega skráningu á vanskilaskrá. Honum er gefinn 17 daga greiðslufrestur.

3. Ef skuldin er greidd innan 17 daga fellur málið niður. Ef skuldin er ekki greidd fer málið inn á vanskilskrá.

Mínar upplýsingar

Opna alla

Get ég séð hvort nafn mitt er á vanskilaskrá?

Já. Á Mitt Creditinfo getur þú skoðað stöðu þína á vanskilaskrá og séð hvaða fyrirtæki hafa flett þér upp. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða færð lykilorð sent í heimabankann þinn.

(1) Fyrirhugaðar skráningar eru mál sem send hafa verið inn á vanskilskrá af kröfuhöfum, en skuldari hefur en 17 daga til að greiða skuldina áður en málið fer inn á skrána. Ef skuldin er greidd inn 17 daga þá er málið látið niðurfalla. Með því að smella á tengilinn „Skoða tilkynningar“ má fá nánari upplýsingar um málin.

(2) Upplýsingar um fjölda mála sem er búið að skrá á vanskilaskrá. Með því að smella á tengilinn „Skoða tilkynningar“ má fá nánari upplýsingar um málin.

Get ég séð hver hefur flett mér upp?

Á Mitt Creditinfo getur þú alltaf fylgst með stöðu þinni, þér að kostnaðarlausu. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða færð lykilorð sent í heimabankann þinn.

(1) Sýnir hvort nafni þínu hefur verið flett upp og af hverjum. Algengt er að fyrirtæki fletti nöfnum einstaklinga upp þegar stofnað er til nýrra viðskipta Ef smellt er á „Skoða tilkynningar“ má sjá nánari upplýsingar um málin.

(2) Fjöldi aðila sem þú átt í viðskiptum við sem fylgjast með mögulegum breytingum sem gætu orðið á stöðu þinni, eins og ef þú færir á vanskilaskrá eða breytt lánshæfismat. Ef smellt er „Skoða tilkynningar“ má sjá nánari upplýsingar um málin.

Ef þú kannast ekki við að hafa átt í samskiptum við viðkomandi aðila þá er sjálfsagt að hafðu samband við okkur og við munum kanna málð.