Kröfusafnið

Kerfið heldur utan um færslur og útreikninga krafna s.s. höfuðstóla, kostnað, vexti, innborganir og skilagreinar. Með kröfum eru geymdar ítarlegar upplýsingar um skuldara, kröfuhafa og aðra aðila sem tengjast kröfunni.

Bréf og beiðnir

Kerfið skrifar út beiðnir og bréf sem hægt er að laga að eigin þörfum auk þess sem hægt er að færa bréf, beiðnir og lista yfir í Word eða Excel. Möguleiki er á margskonar úttakslistum og hægt er að vinna flestar aðgerðir á margar kröfur í einu.

Dagbók

Í kerfinu eru bókaðar inn aðgerðir s.s. þingfestingar, fyrirtökur, birtingar og aðrar mikilvægar dagsetningar. Kerfið heldur utan um aðgerðardaga og áminnir um atriði sem afgreiða þarf. Málssaga hverrar kröfu er geymd og aðgengileg.

Já ég hef áhuga á að fá kynningu