Yfirlit yfir kröfur

Innheimtukerfið heldur utan um færslur og útreikninga krafna s.s. höfuðstóla, kostnað, vexti, innborganir og skilagreinar. Kröfunum fylgja ítarlegar upplýsingar um þá aðila sem henni tengjast, auk þess sem hægt er að hlaða inn fylgiskjölum og fá yfirlit yfir málsöguna. Í kröfulistanum er boðið uppá öfluga leit þannig að til dæmis má kalla fram allar kröfur af tiltekinni tegund og/með stöðu.

Dagbók fyrir mikilvægar dagsetningar

Í kerfinu eru bókaðar inn aðgerðir s.s. þingfestingar, fyrirtökur, birtingar og aðrar mikilvægar dagsetningar. Kerfið heldur utan um aðgerðardaga og áminnir um atriði sem þarf að bregðast við.

Bréf og beiðnir í magnvinnslu

Kerfið skrifar út beiðnir og bréf sem hægt er að laga að eigin þörfum, hvort sem er fyrir staka kröfu eða margar í einu. Möguleiki er á margskonar úttakslistum sem færa má í Word eða Excel til að vinna með frekar.

Blogg.creditinfo.is

Kíktu á bloggið

Kíktu á bloggið okkar þar sem finna má gagnlegar greinar um eitt og annað varðandi notkun á Innheimtukerfi Creditinfo.

blogg.creditinfo.is

Já ég hef áhuga á að fá kynningu