Þættir sem hafa áhrif á lánshæfismatið

Helstu þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat eru uppflettingar innheimtuaðila og fyrrum skráningar á vanskilaskrá.

Áhrifaríkasta leiðin til að vera með gott lánshæfismat er að forðast vanskil og greiða reikninga á réttum tíma.

Sýniseintak: Lánshæfismat

Spurt og svarað

Opna alla

Hvað ákvarðar lánshæfiseinkunn?

Ýmsir þættir hafa áhrif á lánshæfismat. Helsti áhrifaþáttur til lækkunar eru fyrrum skráningar á vanskilaskrá. Önnur atriði sem geta haft áhrif eru til dæmis aldur, tengsl við atvinnulífið, upplýsingar úr skattskrá, búseta og hjúskaparstaða.

Hvaða áhrif hafa tengsl við atvinnulífið á lánshæfismatið mitt?

Tengsl einstaklings við fyrirtæki, til að mynda stjórnarseta eða seta í framkvæmdastjórn, geta ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif á lánshæfismat viðkomandi. Áhrifin byggja þá á lánshæfismati viðkomandi fyrirtækis.

Hvernig nota fjármálafyrirtæki lánshæfismatið?

Ákvörðun um að veita tilteknum umsækjanda lán eða fyrirgreiðslu er alfarið í höndum þeirra fyrirtækja sem stunda láns- eða reikningsviðskipti. Þau ákvarða jafnframt vaxtakjör, fjárhæðir útlána og úttektarheimildir. Hvert fjármálafyrirtæki hefur eigin útlánareglur og viðmið varðandi lánshæfismat geta því verið ólík. Eitt fyrirtæki gæti miðað við að lána aðeins umsækjendum með einkunnina A eða B, en annað fyrirtæki miðað við A, B eða C.

Hvar er hægt að skoða eigið lánshæfismat?

Lánshæfismat einstaklinga, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, er aðgengilegt á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Ef þú hefur ekki tök á að nýta þjónustuvefinn er hægt að fá lánshæfismatið sent með pósti á lögheimili þitt.

Dreifing einstaklinga eftir lánshæfiseinkunn

Chart.

Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta möguleika einkunn og E3 sú lakasta. Myndin sýnir dreifingu lánshæfiseinkunna einstaklinga á Íslandi, eldri en 18 ára. Ekki er reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga á vanskilaskrá eða þá sem búsettir eru erlendis. Gögn frá nóvember 2017.

Spurt og svarað

Opna alla

Hverjir hafa heimild til að skoða mitt lánshæfimat?

Heimild til að fletta upp lánshæfismati einskorðast við þá aðila sem stunda láns- eða reikningsviðskipti. Jafnframt þurfa þeir að hafa samþykkt notkunarskilmála Creditinfo. Þá þarf sannanlega upplýst samþykki einstaklings að liggja fyrir áður en lánastofnun flettir viðkomandi upp.

Einstaklingur veitir fyrirtæki ekki sjálfkrafa heimild til að sækja upplýsingar um lánshæfismat með því að sækja um raðgreiðslur eða annars konar lána- eða reikningsviðskipti. Alltaf þarf að samþykkja slíkt sérstaklega. Það veltur á eðli lánaviðskiptanna hvort lánveitandi óskar eftir heimild til að sækja lánshæfismat einu sinni í upphafi lánstímabils eða reglulega á meðan tímabilinu stendur. Algengara er að lánshæfismati sé flett upp reglulega, sé lánstímabilið langt. Um leið og lánið er uppgreitt fellur heimildin niður.

(1) Hversu oft aðilar sem þú átt í viðskiptum við hafa flett upp nafni þínu í skrám Creditinfo, en slíkt er algengt þegar stofnað er til nýrra viðskipta. Ef smellt er á „Skoða tilkynningar“ má sjá nánari upplýsingar um málin.

(2) Fjöldi aðila sem þú átt í viðskiptum við sem fylgjast með mögulegum breytingum sem gætu orðið á stöðu þinni, eins og ef þú færir á vanskilaskrá eða breytt lánshæfismat. Ef smellt er „Skoða tilkynningar“ má sjá nánari upplýsingar um málin.

Í hvert skipti sem lánshæfismati einstaklings er flett upp hjá Creditinfo er viðkomandi send tilkynning. Í fyrsta skipti er bréf sent á lögheimili viðkomandi en eftir það birtast tilkynningar á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Í tilkynningunni kemur fram hvaða fyrirtæki eða stofnun sótti upplýsingarnar og hvenær.

Hvernig get ég bætt lánshæfismatið mitt ?

Þú getur bætt lánshæfismat með því að greiða reikninga á réttum tíma og forðast vanskil. Þannig sleppurðu við að lenda á vanskilaskrá, en það er sá áhrifaþáttur sem þyngst vegur. Með tímanum minnkar vægi þessa þáttar en áhrif annarra þátta breytast lítið eða ekkert með tímanum.

Hvenær er lánshæfismat uppfært?

Einu sinni á sólarhring. Eftir miðnætti fer alltaf fram sjálfvirk uppfærsla þar sem allar forsendur eru endurreiknaðar. Eftir uppfærslu er lánshæfismat ýmist óbreytt eða breytt. Breytingar á tengslum einstaklinga við fyrirtæki hafa þó ekki áhrif um leið en þrír mánuðir þurfa að líða áður en slíkar breytingar endurspeglast í breyttu lánshæfismati. Reglulegar uppfærslur eru einnig framkvæmdar á þeim þáttum sem liggja til grundvallar lánshæfismatinu og vægi einstakra þátta getur eftir atvikum aukist eða minnkað.