Þættir sem hafa áhrif á lánshæfismatið þitt

Ýmsir þættir hafa áhrif á lánshæfismat. Helsti áhrifaþáttur til lækkunar eru fyrrum skráningar á vanskilaskrá. Önnur atriði sem geta haft áhrif eru til dæmis aldur, tengsl við atvinnulífið, upplýsingar úr skattskrá, búseta og hjúskaparstaða. Áhrifaríkasta leiðin til að vera með gott lánshæfismat er að forðast vanskil og greiða reikninga á réttum tíma.

Sýniseintak: Lánshæfismat


Dreifing einstaklinga eftir lánshæfiseinkunn

Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta möguleika einkunn og E3 sú lakasta. Myndin sýnir dreifingu lánshæfiseinkunna einstaklinga á Íslandi, eldri en 18 ára. Ekki er reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga á vanskilaskrá eða þá sem búsettir eru erlendis.

Chart.