Lánshæfismat einstaklinga


Þeir sem veita þér fjárhagslega fyrirgreiðslu geta sótt lánshæfismat til Creditinfo. Creditinfo reiknar lánshæfismat fyrir alla eintaklinga sem eru 18 ára og eldri með skráð lögheimili á Íslandi og enga virka skráningu á VOG vanskilaskrá.

Einstaklingar geta samþykkt notkun viðbótarupplýsinga við gerð lánshæfismats á MittCreditinfo.is. Miðlun viðbótarupplýsinga styrkir í flestum tilfellum lánshæfismat einstaklings og eykur spágildi lánshæfismatsins.


Lánshæfismat einstaklinga með auknum upplýsingum

Einstaklingar geta samþykkt notkun viðbótarupplýsinga við gerð lánshæfismats á MittCreditinfo.is. Miðlun viðbótarupplýsinga styrkir í flestum tilfellum lánshæfismat einstaklings og eykur spágildi lánshæfismatsins.

Spurt og svarað

Opna alla

Hvað er lánshæfismat

Lánshæfismat er tölfræðilíkan sem metur líkur á greiðslufalli og færslu upplýsinga á skrá um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga..

Samkvæmt lögum nr. 33/2013 um neytendalán er lánveitendum skylt að meta lánshæfi umsækjenda áður en lánasamningur er gerður.

Áhættuflokkar eru birtir á kvarðanum A-E, þar sem í A eru hlutfallslega minnstar líkur á greiðslufalli en E mestar líkur á greiðslufalli. Innan hvers lánshæfisflokks eru kvarðar frá 1-3 sem sýnir stöðu innan áhættuflokks.

Hvað ákvarðar lánshæfiseinkunn?

Vinnsla Creditinfo á lánshæfismati einstaklinga byggist á starfsleyfi frá Persónuvernd. Í starfsleyfinu kemur fram hvaða upplýsingar er heimilt að nota við gerð lánshæfismats. Creditinfo er heimilt að nota upplýsingar úr opinberum gögnum við gerð lánshæfismats sem og upplýsingar um fyrrum skráningar á vanskilaskrá og upplýsingar um vaktanir innheimtuaðila.

  • Vanskilaupplýsingar
  • Tengsl við fyrirtæki
  • Lýðfræðiupplýsingar, s.s. aldur, búseta og hjúskaparstaða
  • Válisti Skattins
  • Vaktanir innheimtufyrirtækja
  • Rekstrarsaga
  • Atvinnurekstur á eigin kennitölu

Ef samþykki er veitt fyrir notkun viðbótarupplýsinga við gerð lánshæfismats hafa eftirfarandi þættir einnig áhrif á matið

  • Fjöldi og tegundir fyrirtækja sem sækja lánshæfismat og upplýsingar í vanskilaskrá
  • Skuldastaða

Sjá nánar „Samþykki einstaklinga til noktunar á viðbótarupplýsingum til vinnslu lánshæfismats“

Hvernig get ég bætt lánshæfismatið mitt ?

Þú getur bætt lánshæfismat með því að greiða reikninga á réttum tíma og forðast vanskil. Þannig sleppurðu við að lenda á vanskilaskrá, en það er sá áhrifaþáttur sem þyngst vegur. Með tímanum minnkar vægi þessa þáttar en áhrif annarra þátta breytast lítið eða ekkert með tímanum.

Á þjónustuvefnum getur þú samþykkt notkun viðbótarupplýsinga við gerð lánshæfismats. Notkun viðbótarupplýsinga við útreikning lánshæfismasts getur eftir atvikum komið til hækkunar eða lækkunar en styrkir það í flestum tilfellum og eykur spágildi þess. Þú getur með einföldum hætti bæði samþykkt notkun viðbótarupplýsinga og afturkallað slíkt samþykki. Sé samþykki afturkallað reiknast lánshæfismatið að nýju miðað við fyrri forsendur á innan við klukkustund.

Hvenær er lánshæfismat uppfært?

Lánshæfismatið er uppfært daglega. Allar forsendur eru endurreiknaðar í sjálfvirkri uppfærslu sem eftir atvikum birtist í breyttu eða óbreyttu lánshæfismati.

Creditinfo endurskoðar reglulega þá þætti sem liggja til grundvallar lánshæfismatinu til að viðhalda eða aukk enn frekar áreiðanleika þess. Vægi einstakra þátta getur þá eftir atvikum aukist eða minnkað. Áhrifaþættir geta einnig fallið út eða nýjir innleiddir.

Utan reglulegra uppfærslna á matinu er lánshæfismatieinstaklinga ekki breytt eða forsendur þess sérstaklega endurskoðaðar nema Creditinfo berist upplýsingar um tiltekinn eða tiltekna áhrifaþætti sem byggja á röngum eða óréttmætum upplýsingum

Hvaða áhrif hafa tengsl við atvinnulífið á lánshæfismatið mitt?

Tengsl einstaklings við fyrirtæki, til að mynda stjórnarseta eða seta í framkvæmdastjórn, geta ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif á lánshæfismat viðkomandi. Áhrifin byggja þá á lánshæfismati viðkomandi fyrirtækis.

Athugið að upplýsingar um tengsl við fyrirtæki eru sótt til Fyrirtækjaskrá Skattsins. Öllum fyrirspurnum og leiðréttingum um þær skráningar skal komið á framfæri til Skattsins.

Hvernig nota fjármálafyrirtæki lánshæfismatið?

Creditinfo er heimilt að miðla upplýsingum um lánshæfismat til þeirra áskrifenda sem veita þér fjárhagslegra fyrirgreiðslu.

Lánshæfismat er notað við mat á umsækjendum eða núverandi viðskiptavinum vegna lána- eða reikiningsviðskipta til að ákvarða lánakjör og úttektarheimildir, en samkvæmt lögum nr. 33/2013 um neytendalán er lánveitendum skylt að meta lánshæfi umsækjenda áður en lánasamningur er gerður. Notkun lánshæfsimats er eingöngu heimil viðskiptavinum Creditinfo sem undirritað hafa áskriftarsamning með ströngum skilyrðum er varða öflun, notkun og meðferð gagna.

Ákvörðun um að veita tilteknum umsækjanda lán eða fyrirgreiðslu er alfarið í höndum þeirra fyrirtækja sem stunda láns- eða reikningsviðskipti. Þau ákvarða jafnframt vaxtakjör, fjárhæðir útlána og úttektarheimildir. Hvert fjármálafyrirtæki hefur eigin útlánareglur og viðmið varðandi lánshæfismat geta því verið ólík. Eitt fyrirtæki gæti miðað við að lána aðeins umsækjendum með einkunnina A eða B, en annað fyrirtæki miðað við A, B eða C.

Áður en lánshæfismat er sótt til Creditinfo þarf að liggja fyrir beiðni einstaklings um að matsins verði aflað, auk þess sem vísa skal á fræðslu um gerð lánshæfismats og áhrifaþætti í lánshæfismati.

Hverjir hafa heimild til að skoða og vakta mitt lánshæfimat?

Þeir aðilar sem veita þér fjárhagslega fyrirgreiðslu og hafa fengið beiðni frá þér um að afla matsins. Vöktun byggist á að lögvarðir hagsmunir séu til staðar s.s. að þú sért með opinn reikning eða gildandi lánasamning hjá þeim aðila sem veitir þér fjárhagslega fyrirgreiðslu. Áður en kennitala þín er sett í vöktun skal kynna fyrir þér að það verði gert.

Heimild til að fletta upp lánshæfismati einskorðast við þá aðila sem stunda láns- eða reikningsviðskipti. Jafnframt þurfa þeir að hafa samþykkt notkunarskilmála Creditinfo. Þá þarf sannanlega upplýst samþykki einstaklings að liggja fyrir áður en lánastofnun flettir viðkomandi upp.

Einstaklingur veitir fyrirtæki ekki sjálfkrafa heimild til að sækja upplýsingar um lánshæfismat með því að sækja um raðgreiðslur eða annars konar lána- eða reikningsviðskipti. Alltaf þarf að samþykkja slíkt sérstaklega. Það veltur á eðli lánaviðskiptanna hvort lánveitandi óskar eftir heimild til að sækja lánshæfismat einu sinni í upphafi lánstímabils eða reglulega á meðan tímabilinu stendur. Algengara er að lánshæfismati sé flett upp reglulega, sé lánstímabilið langt. Um leið og lánið er uppgreitt fellur heimildin niður. Ef um er að ræða viðvarandi láns -eða reikningsviðskipti er lánveitendum heimilt að vakta breytingar á lánshæfismati. Athugasemd vegna óréttmætrar uppflettingar á lánshæfismati er komið á framfræri til Creditinfo á yfirliti uppflettinga á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Athugasemd vegna óréttmætrar vöktunar er komið á framfæri til þess fyrirtækis sem vaktar breytingar eða á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo.

Í hvert skipti sem lánshæfismati einstaklings er flett upp hjá Creditinfo er viðkomandi send tilkynning. Í fyrsta skipti er bréf sen at á lögheimili viðkomandi en eftir það birtast tilkynningar á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Í tilkynningunni kemur fram hvaða fyrirtæki eða stofnun sótti upplýsingarnar og hvenær.

Hvaða upplýsingar fá þeir sem skoða lánshæfismat mitt

Þeir aðilar sem sækja lánshæfismat þitt fá eingöngu upplýsingar um hver lánshæfiseinkunn þín er. Auk þess fá þeir sem sækja matið upplýsingar um það hvort matið byggir á notkun viðbótarupplýsinga eða ekki. Að örðu leyti fá þeir sem sækja matið ekki upplýsingar um áhrifaþætti í þínu lánshæfismati.

Samþykki einstaklinga til notkunar á viðbótarupplýsingum til vinnslu lánshæfismats

Við vinnslu lánshæfismats eru notaðar þær upplýsingar sem Creditinfo hefur aðgang að og er heimilt að nota til vinnslu. Notkun annara upplýsinga sem líklegar eru til að styrkja lánshæfismat einstaklinga þarfnast sérstaks samþykkis. Á þjónustuvefnum gefst einstaklingum kostur á að samþykkja notkun viðbótarupplýsinga. Með því að samþykkja notkun viðbótarupplýsinga til vinnslu lánshæfismats eru þær upplýsingar notaðar til viðbótar við aðrar.

Þegar notkun viðbótarupplýsinga er samþykkt birtist uppfært lánshæfismat sem inniheldur þær upplýsingar sem einstaklingur hefur samþykkt að notaðar verði við gerð lánshæfismats.

Notkun viðbótarupplýsinga við útreikning lánshæfismasts getur eftir atvikum komið til hækkunar eða lækkunar en en styrkir það í flestum tilfellum og eykur spágildi þess. Þú getur með einföldum hætti bæði samþykkt notkun viðbótarupplýsinga og afturkallað slíkt samþykki. Sé samþykki afturkallað reiknast lánshæfismatið að nýju miðað við fyrri forsendur á innan við klukkustund.

Afturköllun á samþykki einstaklings til notkunar á viðbótarupplýsingum til vinnslu lánshæfismats

Afturköllun samþykkis er að finna undir „Stillingar“ vinstra megin á síðunni. Þú getur með einföldum hætti bæði samþykkt notkun viðbótarupplýsinga og afturkallað slíkt samþykki. Sé samþykki afturkallað reiknast lánshæfismatið að nýju miðað við fyrri forsendur á innan við klukkustund.

Tilkynning um miðlun lánshæfismats einstaklinga

Tilkynning um uppflettingu er send á skráð lögheimili skv. Þjóðskrá. Allar tilkynningar um uppflettingar eru aðgengilegar á þjónustuvefnum mitt.creditinfo.is. Það er einnig að finna yfirlit uppflettinga ásamt yfirliti yfir þá sem vakta kennitölu þína.

Heimildir Creditinfo til vinnslu lánshæfismats

Samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er vinnsla lánshæfismats starfsleyfisskyld. Creditinfo vinnur lánshæfismat um einstaklinga á grundvelli starfsleyfis útgefnu af persónuvernd, dags. 10.05.2021.

Hvernig get ég fengið upplýsingar um áhrifaþætti í mínu lánshæfismati?

Creditinfo leggur áherslu á að tryggja persónuvernd og öryggi þeirra upplýsinga sem félagið vinnur með.

Þú getur séð upplýsingar um áhrifaþætti í þínu lánshæfismati inni á þjónustuvefnum mittcreditinfo.is. Vefurinn er vettvangur einstaklinga til að sækja yfirlit og upplýsingar um sína stöðu og tengdra fyrirtækja . Þjónustuvefurinn hefur einnig þann tilgang að vera einföld og örugg leið til að koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum til Creditinfo.

Ef þess er óskað í símtali eða með tölvupósti á netfangið creditinfo@creditinfo.is eru allar sömu upplýsingar og yfirlit send í bréfapósti á skráð lögheimili samkvæmt Þjóðskrá

Hvernig beini ég fyrirspurnum til Creditinfo varðandi lánshæfismat?

Þjónustuvefurinn Mitt Creditinfo  er vettvangur einstaklinga til að sækja yfirlit og upplýsingar um sína stöðu og tengdra fyrirtækja . Þjónustuvefurinn hefur einnig þann tilgang að vera einföld og örugg leið til að koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum til Creditinfo.

Ef þess er óskað í símtali eða með tölvupósti á netfangið creditinfo@creditinfo.is eru allar sömu upplýsingar og yfirlit send í bréfapósti á skráð lögheimili samkvæmt Þjóðskrá.

Utan reglulegra uppfærslna á matinu er lánshæfismati ekki breytt eða forsendur þess sérstaklega endurskoðaðar nema Creditinfo berist upplýsingar um tiltekinn eða tiltekna áhrifaþætti sem byggja á röngum eða óréttmætum upplýsingum.

Hver tekur ákvörðun um hvort að lánshæfismatið uppfyllir skilyrði til lánveitingar/fyrirgreiðslu?

Lánshæfismat Creditinfo kann að vera notað við mat á umsækjendum eða núverandi viðskiptavinum vegna lána- eða reikiningsviðskipta og/eða til að ákvarða lánakjör og úttektarheimildir. Ákvörðun um að veita tilteknum umsækjanda lán eða fyrirgreiðslu er alfarið í höndum lánveitenda. Hver lánveitandi hefur sínar útlánareglur og viðmið þeirra varðandi lánshæfismat Creditinfo geta verið ólík.

Dreifing einstaklinga eftir lánshæfiseinkunn

Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta möguleika einkunn og E3 sú lakasta. Myndin sýnir dreifingu lánshæfiseinkunna einstaklinga á Íslandi, eldri en 18 ára. Ekki er reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga á vanskilaskrá eða þá sem búsettir eru erlendis.

Chart.