Fréttaskor

Hvernig er fréttaskorið fundið út?

Útreikningur fréttaskorsins byggist á eftirfarandi fimm þáttum:

  • Í hvaða miðli birtist fréttin?
  • Hversu umfangsmikil var fréttin?
  • Hvar innan miðilsins kom umfjöllunin fyrir?
  • Hversu oft er minnst á viðkomandi aðila í fréttinni?
  • Hvar í fréttinni var minnst á viðkomandi aðila?

Innihaldsgreining

Hvernig eru fréttir innihaldsgreindar?

Innihaldsgreiningar segja til um hvernig ímynd fyrirtækis kemur út í fjölmiðlum. Starfsfólk Creditinfo tekur eftirfarandi atriði til viðmiðunar þegar greining er ákvörðuð:

  • Greiningin byggir eingöngu á þeim upplýsingum sem koma fram í hverri frétt fyrir sig.
  • Greiningin byggir á því hvort fréttin breytir ímynd fyrirtækisins á jákvæðan eða neikvæðan hátt í augum lesandans.

Fréttir eru flokkaðar af starfsmönnum Creditinfo í eftirfarandi flokka: jákvætt, neikvætt, hlutlaust og jafnað

Hvaða viðmið eru notuð við innihaldsgreininguna?

Jákvætt

Nokkur stærstu atriðin sem gefa fyrirtæki jákvæða ímynd í fjölmiðlaumfjöllun eru:
Styrkir, gjafir, góðverk, framtakssemi, hrós, hagnaður, vöxtur, framfarir, samstarf, greining á ástandi, frumkvæði

Neikvætt

Nokkur stærstu atriðin sem gefa fyrirtæki neikvæða ímynd í fjölmiðlaumfjöllun eru:
Gagnrýni sem inniheldur sterkt orðaval, mikil óánægja, harðar ásakanir, taprekstur, afturför í rekstri, athæfi fyrirtækisins sem valdið hefur öðrum skaða.

Hlutlaust

Ef ekkert jákvætt eða neikvætt kemur fram í fréttinni varðandi tiltekið fyrirtæki þá fær fyrirtækið hlutlausa greiningu. Nokkur stærstu atriði sem gefa fyrirtæki hlutlausa ímynd í fjölmiðlum eru: Ef minnst er á fyrirtækið í frétt án þess að fyrirtækið sé sérstaklega til umfjöllunar; þurr upptalning á staðreyndum.

Jöfnuð umfjöllun

Ef fyrirtæki fær á sig gagnrýni og nær að svara fyrir sig og útskýra stöðu sína á fullnægjandi hátt telst sú frétt til jafnaðrar umfjallanar. Einnig ef fyrirtæki fær bæði neikvæða og jákvæða umfjöllun innan sömu fréttar sem jafna hvor aðra út.