Fjölmiðlavaktin

Þið getið valið að fylgjast með hvaða fyrirtæki eða málefni sem er. Við sendum ykkur þá tölvupóst hvenær sem umfjöllun birtist í útvarpi, sjónvarpi, blöðum eða netmiðlum. Þannig tryggið þið að ykkar starfsfólk hafi góða yfirsýn yfir alla umfjöllun um málefnin sem ykkur varða.

Fréttaskorið

Fréttaskorið veitir svo enn dýpri innsýn í umfjöllun fjölmiðla. Tilgangur skorsins er að gefa raunsæja mynd af því hversu mikið vægi hver tiltekin frétt hefur. Fréttaskorið sýnir meðal annars að hve miklu leyti fréttin fjallaði sannarlega um viðkomandi efni og greinir hversu mikla athygli fréttin hlaut.

Innihaldsgreining

Hægt er að fá fréttir greindar eftir því hvort þær hafi neikvæð eða jákvæð áhrif á orðspor þíns fyrirtækis. Áskrifendur í innihaldsgreiningu geta fylgst með því með myndrænum hætti hvernig orðspor fyrirtækis er í fjölmiðlum á þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar.

Á þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar geta áskrifendur nálgast fréttaleitinga, þær fréttir sem þeir fylgjast með og upplýsingar um tíðnidreifingu umfjöllunar eftir miðlum og tímabilum.


Tilkynning frá fjölmiðlavaktinni

Í tölvupósti og á vefnum

Áskrifendur með fréttaskor og/eða innihaldsgreiningu fá sendan tölvupóst eins og þann sem er hér á myndinni þar sem tilgreint er hvaða mikilvægi umfjöllunin hafði og áhrif hennar á orðspor viðkomandi aðila. Þessar upplýsingar má einnig nálgast á þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar.

Fréttaskorið

Mjög mikið vægi (5)
Mikið vægi (4)
Nokkurt vægi (3)
Lítið vægi (2)
Mjög lítið vægi (1)

Innihaldsgreining

 • Jákvætt
 • Neikvætt
 • Hlutlaust
 • Jafnað

Fréttaskor

Hvernig er fréttaskorið fundið út?

Útreikningur fréttaskorsins byggist á eftirfarandi fimm þáttum:

 • Í hvaða miðli birtist fréttin?
 • Hversu umfangsmikil var fréttin?
 • Hvar innan miðilsins kom umfjöllunin fyrir?
 • Hversu oft er minnst á viðkomandi aðili í fréttinni?
 • Hvar í fréttinni var minnst á viðkomandi aðila?

Innihaldsgreining

Hvernig eru fréttir innihaldsgreindar?

Innihaldsgreiningar segja til um hvernig ímynd fyrirtækis kemur út í fjölmiðlum. Starfsfólk Creditinfo tekur eftirfarandi atriði til viðmiðunar þegar greining er ákvörðuð:

 • Greiningin byggir eingöngu á þeim upplýsingum sem koma fram í hverri frétt fyrir sig.
 • Greiningin byggir á því hvort fréttin breytir ímynd fyrirtækisins á jákvæðan eða neikvæðan hátt í augum lesandans.

Fréttir eru flokkaðar af starfsmönnum Creditinfo í eftirfarandi flokka: jákvætt, neikvætt, hlutlaust og jafnað

Hvaða viðmið eru notuð við innihaldsgreininguna?

Jákvætt

Nokkur stærstu atriðin sem gefa fyrirtæki jákvæða ímynd í fjölmiðlaumfjöllun eru:
Styrkir, gjafir, góðverk, framtakssemi, hrós, hagnaður, vöxtur, framfarir, samstarf, greining á ástandi, frumkvæði

Neikvætt

Nokkur stærstu atriðin sem gefa fyrirtæki neikvæða ímynd í fjölmiðlaumfjöllun eru:
Gagnrýni sem inniheldur sterkt orðaval, mikil óánægja, harðar ásakanir, taprekstur, afturför í rekstri, athæfi fyrirtækisins sem valdið hefur öðrum skaða.

Hlutlaust

Ef ekkert jákvætt eða neikvætt kemur fram í fréttinni varðandi tiltekið fyrirtæki þá fær fyrirtækið hlutlausa greiningu. Nokkur stærstu atriði sem gefa fyrirtæki hlutlausa ímynd í fjölmiðlum eru: Ef minnst er á fyrirtækið í frétt án þess að fyrirtækið sé sérstaklega til umfjöllunar; þurr upptalning á staðreyndum.

Jöfnuð umfjöllun

Ef fyrirtæki fær á sig gagnrýni og nær að svara fyrir sig og útskýra stöðu sína á fullnægjandi hátt telst sú frétt til jafnaðrar umfjallanar. Einnig ef fyrirtæki fær bæði neikvæða og jákvæða umfjöllun innan sömu fréttar sem jafna hvor aðra út.