Fjölmiðlavaktin

Þið getið valið að fylgjast með hvaða fyrirtæki eða málefni sem er. Creditinfo sendir ykkur þá tölvupóst hvenær sem umfjöllun birtist í útvarpi, sjónvarpi, blöðum eða netmiðlum. Þannig tryggið þið að ykkar starfsfólk hafi góða yfirsýn yfir alla umfjöllun um málefnin sem ykkur varða.

Fréttaskorið

Fréttaskorið veitir svo enn dýpri innsýn í umfjöllun fjölmiðla. Tilgangur skorsins er að gefa raunsæja mynd af því hversu mikið vægi hver tiltekin frétt hefur. Fréttaskorið sýnir meðal annars að hve miklu leyti fréttin fjallaði sannarlega um viðkomandi efni og greinir hversu mikla athygli fréttin hlaut.

Tenging við viðskiptamannakerfið þitt

Hægt er að fá tilkynningar fjölmiðlavaktarinnar inn í viðskiptamannakerfi sem gerir starfsfólki kleift að sækja á einfaldan hátt allar nýjustu fréttir um þá aðila sem þau eru í viðskiptum eða samskiptum við. Lausnin getur einnig nýst til þess að ýta tækifærum að viðskiptastjórum eða öðrum starfsmönnum sem bera sérstaka ábyrgð gagnvart völdum fyrirtækjum.


Tilkynning frá fjölmiðlavaktinni

Í tölvupósti og á vefnum

Skorið birtist sem fréttasending í tölvupósti, eins og sést á myndinni. Framsetningin sýnir á einfaldan hátt hvaða fréttir er mikilvægast að kynna sér hverju sinni. Einnig er hægt að nálgast fréttaskorið, eins og allt annað efni fjölmiðlavaktarinnar, á þjónustuvefnum.

Fréttaskorið

Mjög mikið vægi (5)
Mikið vægi (4)
Nokkurt vægi (3)
Lítið vægi (2)
Mjög lítið vægi (1)

Um fréttaskorið

Hvernig er fréttaskorið fundið út?

Við sendum þér tölvupóst eins og þann sem er á myndinni þegar umfjöllun birtist um það efni sem þú ert að vakta.

Miðlar sem við vöktum

Opna alla

Prentmiðlar

DV, Fréttablaðið, Fréttatíminn, Kjarninn, Morgunblaðið og Viðskiptablaðið. Auk þess má nefna Bændablaðið, Iðnaðarblaðið, Sóknarfæri, Útvegsblaðið og Ægir.

Allar innlendar fréttir blaðanna eru vaktaðar, og hver fyrir sig klippt sérstaklega út til að einfalda notkun.

Sjónvarp og útvarp

RÚV Útvarp og Sjónvarp, Stöð 2 og Bylgjan.

Við hlustum á fréttatímana og vinnum orðrétt handrit fyrir innlendar fréttir. Einnig fylgjumst við með umfjöllun í helstu umræðuþáttum útvarps og sjónvarps og vinnum úr þeim stutta útdrætti.

Birting auglýsinga

Fjölmiðlavaktin vaktar auglýsingar í blöðum ásamt því að taka út mælingu á samanburðarupplýsingum. Góð leið til þess að meta umfang markaðar, skoða samkeppnisumhverfið og fá hugmynd um hvaða skilaboð er verið að senda til neytenda.

Netmiðlar og blogg

Netmiðlar sem eru vaktaðir: dv.is, eyjan.is, frettatiminn.is, kjarninn.is, mbl.is, pressan.is, ruv.is, vb.is og visir.is

Sérvefir sem eru vaktaðir: 640.is, 641.is, austurfrett.is, bb.is, bbl.is, dfs.is, evropuvaktin.is, feykir.is, gaflari.is, huni.is, skessuhorn.is, skutull.is, vf.is og vikudagur.is

Auk fréttamiðla fylgjumst við með bloggsíðum, fréttasíðum fyrirtækja og vefritum. Þessu til viðbótar teljum við deilingar frétta á Facebook og getum því tekið út upplýsingar um flestar deilingar, like og athugasemdir.

Við bjóðum einnig ...


Tímamótabækur

Tímamótabækur eru samantekt á fjölmiðlaefni um einstakling eða málefni, sótt í fréttasafn Fjölmiðlavaktarinnar og eru afhendar á innbundnu formi. Bækurnar eru skemmtilegar gjafir á tímamótum eins og afmælum þjóðþekktra einstaklinga eða fyrirtækja. Að auki eru þær góð heimild um menn og málefni líðandi stundar.

Auglýsingavakt

Auglýsingavaktin safnar auglýsingum úr vöktuðum prentmiðlum og sendir tilkynningu þegar ný auglýsing birtist frá þínu fyrirtæki eða samkeppnisaðila. Starfsfólkið er því vel upplýst hvaða skilaboð þitt fyrirtæki er að senda og frá samkeppninni. Efni vaktarinnar er aðgengilegt á þjónstuvefnum og auðveldar því yfirsýn á markaðsstarf, auk þess að geyma sögulegar upplýsingar um hvaða vörur eða þjónusta hafa verið auglýstar á völdum tímabilum.

Samantektir

Fjölmiðlavaktin hefur að geyma stærsta gagnagrunn fjölmiðlaumfjöllunar á Íslandi. Ef þú þarft að rýna í umfjöllun fjölmiðla á líðandi árum, hvort sem er úr útvarpi, sjónvarpi, blöðum eða netmiðlum, þá spörum við þér tíma með því að útbúa vel skilgreindar samantektir sem eru sniðnar að þínum þörfum.

Þjónustuvefur Fjölmiðlavaktarinnar

Á þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar geta viðskiptavinir okkar nálgast þær fréttir og færslur á samfélagsmiðlum sem þeir fylgjast með auk þess að sjá tölfræðiupplýsingar um tíðnidreifingu umfjöllunar eftir miðlum og tímabilum.

Í boði er fréttaleit sem veitir aðgengi að öllum innlendum fréttum dagblaða, útvarps og sjónvarps frá 1. mars 2005 og netmiðlafrétta frá upphafi árs 2010.

Já ég hef áhuga á aðgangi