Samfélagsleg ábyrgð

Félagið leggur mikla áherslu á þá samfélagslegu ábyrgð sem felst í stöðugleika í rekstri og hefur frá árinu 2010 veitt fyrirtækjum sem þykja framúrskarandi viðurkenningu. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að sýna stöðugleika í rekstri sem byggir á sterkum stoðum og eru ekki líkleg til að skapa kostnað fyrir samfélagið heldur efla hag þess.

Nýsköpun

Félagið vinnur markvisst að fjölmörgum þróunarverkefnum með það að leiðarljósi að ýta undir nýsköpun innan fyrirtækisins og hjá viðskiptavinum.

Starfsemi Creditinfo um heim allan

Creditinfo er með starfsemi í fjórum heimsálfum og starfa um 400 manns hjá því. Félagið hefur skapað sér sterka stöðu með því að veita aðgang að lánshæfisupplýsingum þar sem aðgengi að lánsfé er oft torsótt, meðal annars í Afríku, Eystrasaltslöndunum og í Austur Evrópu.

Reynir Grétarsson er stofnandi félagsins og forstjóri Creditinfo Group er Stefano Stoppani. Félagið er í meirihlutaeigu íslenskra aðila en erlendir aðilar eiga fjórðungshlut í því.

Creditinfo hefur alþjóðleg starfsréttindi til að reka og þróa hugbúnaðarkerfi og viðskiptalausnir fyrir áhættustýringu. Samstarfsaðilar eru PMP og ITQC (Information Technologies Quality Control), vottaðir af International Software Testing Qualification Board (ISTQB).

Creditinfo hefur verið tilnefnt til þátttöku og verið valið í fjölmörgum útboðum á vegum stofnanna eins og Alþjóðabankans, IFC og Millenium Challenge Corporation.