Störf í boði

SKEMMTILEG STÖRF FYRIR FRAMÚRSKARANDI FÓLK

Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í traustri miðlun fjárhags- og fjölmiðlaupplýsinga og starfrækir einn stærsta gagnabanka landsins. Hluverk okkar er að auka virði upplýsinga og stuðla þannig að réttri ákvarðanatöku og trausti í viðskiptum. Við bjóðum vinnu í skemmtilegum og faglega sterkum hópi þar sem tækifærin eru mikil.

Vöru- og verkefnastjóri

Við leitum að kraftmiklum aðila til þess leiða okkar mikilvægustu vöruþróunarverkefni, sem eru grundvöllurinn að metnaðar- fullum vexti fyrirtækisins. Star ð felur í sér náið samstarf við okkar stærstu viðskiptavini, krefst skilnings á þörfum þeirra og hvernig hægt er að uppfylla þær tæknilega. Vöru- og verkefnastjórar bera ábyrgð á allri vöruþróun Creditinfo, þ.m.t. framtíðarsýn, forgangsröðun, kröfugerð og verkefnastýringu.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eða tölvunarfræði
 • Góðir samskiptahæ leikar, sjálfstraust og frumkvæði
 • Reynsla af vöru- eða verkefnastýringu í upplýsingatækni er mikill kostur
 • Þekking á fjármála- eða tryggingastarfsemi er kostur

Nánari upplýsingar veitir Ingvar S. Birgisson, forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar, ingvar@creditinfo.is

Sækja um

Sérfræðingur í gagnavinnslu

Við leitum að einstaklingi með góða greiningarfærni til þess að koma inn í gagnavinnsluteymið okkar. Gögnin eru grundvöllur starfseminnar og okkar helsta ástríða. Viðkomandi mun sinna gagnavinnslu tengdum fjölmiðla- og fjárhagsupplýsingum.

Hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Mikill áhugi á gögnum og gagnavinnslu
 • Skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Kraftur og vilji til að gera sífellt betur

Nánari upplýsingar veitir Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður Þjónustu- og lögfræðisviðs, laufey@creditinfo.is

Sækja um

Sérfræðingur í sölu og þjónustu

Við leitum að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á sölumennsku. Helstu verkefni eru sala og þjónusta til smærri viðskiptavina. Starfsmaður mun skipuleggja söluherferðir og taka þátt í mótun á söluferlum Creditinfo.

Hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Metnaður og vilji til þess að ná markmiðum
 • Reynsla af sölustörfum er kostur

Nánari upplýsingar veitir Laufey Jónsdóttir, forstöðumaður Þjónustu- og lögfræðisviðs, laufey@creditinfo.is

Sækja um