Sérfræðingur í líkanagerð (e. Data Scientist)

Creditinfo leitar að öflugum starfskrafti til tölfræðilegrar líkanagerðar og annarra greiningarstarfa. Við leitum að aðila sem hefur metnað, frumkvæði og hæfileika til að þróa og hámarka virði gagnabanka Creditinfo og búa til gagnlegar upplýsingar fyrir íslenskt atvinnulíf. Creditinfo aðstoðar í dag yfir 1400 fyrirtæki við stýringu á áhættu í lána- og reikningsviðskiptum og er leiðandi í gerð lánshæfismats fyrir íslenskt atvinnulíf.

Helstu verkefni:

  • Viðhald og þróun lánshæfislíkana Creditinfo
  • Hönnun, þróun og viðhald líkana og greininga fyrir viðskiptavini félagsins
  • Ráðgjöf til viðskiptavina félagsins tengd notkun á vörum þess

Menntun og reynsla:

  • Framhaldsmenntun á háskólastigi (M.Sc. eða PhD) í stærðfræði, verkfræði, tölvunarfræði eða sambærilegum greinum
  • Sérfræðiþekking á hugbúnaði til líkanagerðar eins og R, Matlab eða Python er mikill kostur
  • Góð færni í framsetningu gagna á einfaldan og skýran hátt

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar, gunnarg@creditinfo.is. Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2019.

Opportunities at Creditinfo Group

With 33 credit bureaus running today, Creditinfo is the most widespread global partner in the field of credit risk management. We provide intelligent information, software and analytic solutions to facilitate access to finance. Expect us to listen, think long-term and innovate in both developed and emerging markets.

We are looking for adventurers to join our team of talented pioneers. See all open positions at Creditinfo Group.

Open Positions