Störf í boði

Störf fyrir framúrskarandi aðila


Creditinfo er ört vaxandi, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði miðlunar fjárhags- og viðskiptaupplýsinga. Tilgangur Creditinfo er að auka virði upplýsinga í þágu einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila og stuðla þannig að réttri ákvarðanatöku og trausti í viðskiptum. Á Íslandi vinnum við í samhentu teymi í verkefnamiðaðari vinnuaðstöðu. Starfsemin er ISO 27001 vottuð, allar okkar greiningar eru unnar í vöruhúsi gagna og markmið okkar er bættur árangur á hverjum degi. Hjá félaginu starfa um 40 manns hérlendis og rúmlega 400 manns úti um allan heim.

Vöru- og verkefnastjóri

Creditinfo leitar að drífandi og framsýnum vöru- og verkefnastjóra í teymi vöru- og verkefnastýringar félagsins. Fyrirtækið sérhæfir sig í sjálfvirkum ákvarðanatökum, gagnaöflun og greiningum sem skapa virði fyrir yfir 1600 íslensk fyrirtæki. Starfsfólk fyrirtækisins hefur brennandi áhuga á að vera með vöruþróun á heimsmælikvarða og hikar ekki við að prófa nýjar aðferðir eða hugmyndir. Vörustjóri mun vinna með úrvalsliði sérfræðinga og hafa áhrif á nánast allar hliðar fyrirtækisins.

Ábyrgðarsvið

  • Ábyrgð á vöruþróun Creditinfo, þ.m.t. framtíðarsýn, forgangsröðun og kröfugerð.
  • Samskipti við viðskiptavini, þarfagreining og aðstoð við innleiðingar.
  • Greiningar á notkun og markaðstækifærum.
  • Skilgreining og eftirfylgni hugbúnaðarverkefna sem styðja við stefnu varanna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eða tölvunarfræði.
  • Greiningarhæfni og góð færni í framsetningu gagna.
  • Góðir samskiptahæfileikar og frumkvæði.
  • Þekking á fjármála- eða tryggingastarfsemi er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí næstkomandi.

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).

Opportunities at Creditinfo Group

With over 30 credit bureaus running today, Creditinfo is the most widespread global partner in the field of credit risk management. We provide intelligent information, software and analytic solutions to facilitate access to finance. Expect us to listen, think long-term and innovate in both developed and emerging markets.

We are looking for adventurers to join our team of talented pioneers. See all open positions at Creditinfo Group.

Open Positions