Þátttakendur að tjónagrunninum

Spurt og svarað

Opna alla

Hvaða gögn eru skráð og miðlað í tjónagrunni

Kennitölu tjónþola, númer máls hjá viðkomandi ábyrgðaraðila, tegund tryggingar, tegund tjóns, dagsetningu tjóns, dagsetningu skráningar í grunninn, nafn viðkomandi vátryggingafélags, staðsetningu tjóns og einkvæmt númer hins tryggða, s.s. ökutækis.   Óheimilt er að skrá eða miðla frekari upplýsingum í tjónagrunn, s.s. um einstök heilsufarsleg atriði í tengslum við líkamstjón.

Hverjir hafa aðgang að tjónagrunni ?

Eingöngu þau tryggingafélög sem skrá upplýsingar í grunninn.

Hlutverk Creditinfo

Creditinfo er vinnsluaðili tjónagrunnsins. Réttindi þeirra sem skráðir eru í grunninn eru tryggð með aðgangi að yfirliti uppflettinga á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Á sama yfirliti er hægt að gera og senda athugasemd við uppflettingu í tjónagrunni.

Heimild til vinnslu

Creditinfo er með heimild frá Persónuvernd samkvæmt fyrirmælum um verklag og vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum tjónagrunni vátryggingafélaga. Tilvísun: 2016101432ÞS

Hvar nálgast ég skráðar upplýsingar

Ábyrgðaraðilar tjónagrunnsins eru tryggingafélögin Sjóvá, TM, VÍS og Vörður og veita þau upplýsingar um hvaða gögn eru skráð í grunninn hjá hverju félagi.