Útreikningur greiðslumatsins

Greiðslumat Creditinfo byggir á lögum um neytendalán nr. 33 frá 2013. Samkvæmt lögunum er lánveitendum skylt að gera lánshæfismat áður en samningur um neytendalán er gerður. Lögin taka til meginþorra lánveitinga til neytenda, svo sem lífeyrissjóðs-, íbúða-, bíla-, raðgreiðslu- og yfirdráttarlána. Útreikningurinn er því með sambærilegum hætti og hjá bönkum og öðrum lánveitendum, þótt hver um sig kunni að hafa einhverjar sérreglur.

Helstu atriði úr lögum um neytendalán nr. 33/2013

Lög um neytendalán nr. 33 eru frá 1. nóvember 2013. Þau tryggja neytendum m.a. aukinn rétt til upplýsinga, til dæmis um vaxtabreytingar, og gera ríkari kröfur um mat lánveitenda á lánshæfi lántakenda.

Lánveitandi á alltaf að framkvæma lánshæfismat áður en neytendalán er veitt. Undantekingar eru þó í 4. gr. reglugerðar um lánshæfis og greiðslumat.

Lánveitandi á að framkvæma greiðslumat ef lán fer yfir 2 milljónir króna til einstaklinga en 4 milljónir króna til hjóna/sambúðarfólks.

Ný neytendalög banna lánveitingu ef niðurstaða lánshæfis- og/eða greiðslumats er neikvæð. Mikilvæg undanþága frá þessu kemur fram í lögunum, þ.e. þó greiðslumat sé neikvætt má samt lána viðkomandi einstaklingi ef virði trygginga á þeim tíma sem þær eru lagðar fram er meira en sem nemur lánsfjárhæðinni. Þetta á til dæmis oft við í fasteignakaupum. Við umræddar aðstæður ber lánveitanda að upplýsa lántaka um neikvæða niðurstöðu lánshæfis- og/eða greiðslumats áður en lán er veitt, þannig að lántaki geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort hann taki lán eður ei.

Ef lánafyrirtæki ætlar að breyta útlánavöxtum verður það að láta viðskiptavinina vita og láta fylgja hvernig afborganir munu breytast í kjölfarið. Í lögunum er sú mikilvæga undantekning að ef samið hefur verið um það þarf ekki að tilgreina breytingar sem verða t.d. vegna vaxtaákvarðana Seðlabanka Íslands. Í raun nær þetta til nánast allra vaxtabreytinga.

Trúnaður og öryggismál

Greiðslumat Creditinfo er aðgengilegt inn á þjónustuvef okkar fyrir lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki sem eru með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Öll gagnasamskpti eru dulkóðuð og viðhefur Creditinfo öflugt eftirlit með uppflettingum sem felur í sér að eftir hver mánaðarmót sendir félagið tilkynningar til þeirra sem flett var upp í liðnum mánuði vegna vanskila eða skuldastöðuyfirlits.

Já ég hef áhuga á að fá kynningu á greiðslumatslausninni

Creditinfo Lánstraust
Kt: 710197 2109