Svona virkar greiðslumatskerfið ...


Helstu kostir kerfisins

  • Gögn eru sótt úr kerfum Creditinfo sem sparar tíma við framkvæmdina og dregur úr hættu á villum við innslátt.
  • Viðmótið er einfalt og þægilegt í notkun sem lágmarkar þjálfunarkostnað starfsmanna.
  • Áskrifendum býðst aðgangur að vefþjónustu sem skilar niðurstöðum á rafrænu formi.
  • Hægt er að aðlaga kerfið að verklagsreglum áskrifanda með sérstillingum og sérviðmiðum.

Umsögn viðskiptavinar

„Greiðslumatskerfi Creditinfo er einfalt í notkun og auðvelt að læra á það og því er starfsmannaþjálfun lítil. Þar sem kerfið er einfalt í notkun þá náum við að svara þeim lánsumsóknum sem krefjast greiðslumats nánast undantekningarlaust innan 24 tíma eftir að gögn berast okkur og kemur það mörgum af okkar viðskiptavinum á óvart þar sem flestir búast við nokkurra daga bið þegar gera þarf greiðslumat. Greiðslumatskerfið hefur hjálpað okkur við allt utanumhald um greiðslumöt og kerfið tryggir samræmd vinnubrögð þar sem öll grunngildi og útreikningar eru á einum stað.“

Herbert Arnarson – yfirmaður lánastýringar
Unnur Ingimundardóttir – viðskiptastjóri einstaklinga Lykils

Aðilar sem nota greiðslumatskerfi Creditinfo

Gildi - Lífeyrissjóður
Arion Banki
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
Lykill
Lífeyrissjóður verslunarmanna
Birta lífeyrissjóður

Um einstaka þætti greiðslumatskerfisins

Lánstraust

Lánshæfismat umsækjanda er sótt úr skrám Creditinfo, en það segir til um líkurnar á því hvort viðkomandi geti efnt lánasamning á næstu tólf mánuðum. Kannað er hvort umsækjandi sé með færslur í vanskilaskrá og sótt yfirlit með skuldbindingum úr skuldastöðukerfi Creditinfo.

Tekjur

Laun umsækjanda síðustu þrjá mánuði eru slegin inn ásamt upplýsingum um aðrar fastar tekjur. Viðmótið áætlar svo árstekjur viðkomandi út frá innslegnum upplýsingum.

Heimilið og eignir

Kostnaður við rekstur heimilisins er reiknaður út frá viðmiðum velferðarráðuneytisins eða rauntölum frá viðkomandi. Einnig er í boði að fjármálafyrirtæki notist við sín eigin viðmið. Upplýsingar um ökutæki skráð á kennitölu umsækjanda eru sóttar til Samgöngustofu og árlegur rekstrarkostnaður þeirra reiknaður út. Á sama hátt eru gögn um fasteignir sótt til Þjóðskrár og kostnaður reiknaður út.

Lánveitingar og veðbók

Hægt er að slá inn upplýsingar um nýjar lánveitingar sem umsækjandi hefur huga á. Í boði er að tengja lánveitingu við fasteignaveð og reikna stöðu veðbókar fyrir ný og eldri lán.

Niðurstöður

Kerfið skilar pdf skjali með niðurstöðum úr matinu sem segir til um fjárhagslegt svigrúm viðkomandi til frekari skuldsetningar. Í niðurstöðunum eru einnig birt samantekt á eignastöðu umsækjanda, það er mismun á heildareignum og heildarskuldum.

Ítarefni

Opna alla

Útreikningur greiðslumatsins

Greiðslumat Creditinfo byggir á lögum um neytendalán nr. 33 frá 2013. Samkvæmt lögunum er lánveitendum skylt að gera lánshæfismat áður en samningur um neytendalán er gerður. Lögin taka til meginþorra lánveitinga til neytenda, svo sem lífeyrissjóðs-, íbúða-, bíla-, raðgreiðslu- og yfirdráttarlána. Útreikningurinn er því með sambærilegum hætti og hjá bönkum og öðrum lánveitendum, þótt hver um sig kunni að hafa einhverjar sérreglur.

Helstu atriði úr lögum um neytendalán nr. 33/2013

Lög um neytendalán nr. 33 eru frá 1. nóvember 2013. Þau tryggja neytendum m.a. aukinn rétt til upplýsinga, til dæmis um vaxtabreytingar, og gera ríkari kröfur um mat lánveitenda á lánshæfi lántakenda.

Lánveitandi á alltaf að framkvæma lánshæfismat áður en neytendalán er veitt. Undantekingar eru þó í 4. gr. reglugerðar um lánshæfis og greiðslumat.

Lánveitandi á að framkvæma greiðslumat ef lán fer yfir 2 milljónir króna til einstaklinga en 4 milljónir króna til hjóna/sambúðarfólks.

Ný neytendalög banna lánveitingu ef niðurstaða lánshæfis- og/eða greiðslumats er neikvæð. Mikilvæg undanþága frá þessu kemur fram í lögunum, þ.e. þó greiðslumat sé neikvætt má samt lána viðkomandi einstaklingi ef virði trygginga á þeim tíma sem þær eru lagðar fram er meira en sem nemur lánsfjárhæðinni. Þetta á til dæmis oft við í fasteignakaupum. Við umræddar aðstæður ber lánveitanda að upplýsa lántaka um neikvæða niðurstöðu lánshæfis- og/eða greiðslumats áður en lán er veitt, þannig að lántaki geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort hann taki lán eður ei.

Ef lánafyrirtæki ætlar að breyta útlánavöxtum verður það að láta viðskiptavinina vita og láta fylgja hvernig afborganir munu breytast í kjölfarið. Í lögunum er sú mikilvæga undantekning að ef samið hefur verið um það þarf ekki að tilgreina breytingar sem verða t.d. vegna vaxtaákvarðana Seðlabanka Íslands. Í raun nær þetta til nánast allra vaxtabreytinga.

Trúnaður og öryggismál

Greiðslumat Creditinfo er aðgengilegt inn á þjónustuvef okkar fyrir lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki sem eru með starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Öll gagnasamskpti eru dulkóðuð og viðhefur Creditinfo öflugt eftirlit með uppflettingum sem felur í sér að eftir hver mánaðarmót sendir félagið tilkynningar til þeirra sem flett var upp í liðnum mánuði vegna vanskila eða skuldastöðuyfirlits.

Verð

Greitt er fyrir hvert hafið greiðslumat, 1.650 kr. eða 2.590 kr. ef um sérlausn er að ræða, og svo samkvæmt verðskrá fyrir sóttar upplýsingar inn í matinu, eins og skuldastöðuyfirlit, lánshæfismat, vanskilaskrá, fasteignir og ökutæki.

Við viljum heyra í þér

Hafir þú einhverjar spurningar þá sendu okkur skilaboð og við munum vera í sambandi til að fara yfir málin með þér.