Fasteignaskrá

Fasteignaskrá hefur að geyma upplýsingar um fasteignir frá Þjóðskrá Íslands, ásamt afritum af skjölum sem þinglýst hefur verið á eignir. Ýmist er hægt að fletta eignum upp eftir fastanúmeri, landanúmeri eða götuheiti. Greitt er mánaðargjald fyrir aðgang að skránni og einnig er tekið gjald fyrir hverja uppflettingu samkvæmt gjaldskrá.


Ökutækjaskrá og vinnuvélar

Ökutækja- og vinnuvélaskrá geymir upplýsingar um ökutæki sem skráð eru hjá Samgöngustofu, ásamt upplýsingum um vinnuvélar frá Vinnueftirlitinu. Greitt er mánaðargjald fyrir aðgang að skránni og einnig er tekið gjald fyrir hverja uppflettingu samkvæmt verðskrá.


Veðbönd

Aðgangur að veðbandayfirliti fyrir ökutæki og fasteignir, sem sótt er í fasteignaskrá hjá Þjóðskrá Íslands og til sýslumanns fyrir ökutæki. Veðbandayfirlit má nálgast á þjónustuvefnum eða í gegnum vefþjónustu.


Kennitöluleit

Eignaleit eftir kennitölu einstaklinga er í boði fyrir lögmenn í innheimtu- og skiptastarfsemi ásamt opinberum aðilum sem hafa heimild til slíkra uppflettinga. Einnig er hægt að sjá eignasögu einstaklinga. Vilji lögmenn fá aðgang fyrir starfsfólk sitt þurfa þeir að lýsa yfir ábyrgð á notkun kennitöluleitar.

Hvaða gögn innihalda skrárnar

Hvaða gögn inniheldur fasteignaskrá?

 • Brunabótamat
 • Bstig
 • Byggingarár
 • Byggingarefni
 • Endurstofnverð
 • Fastanúmer
 • Fasteignamat
 • Fasteignamat næsta árs
 • Fjöldi herbergja
 • Flatarmál
 • Greinitala
 • Húsamat
 • Landanúmer
 • Lóðamat
 • Merking
 • Mstig
 • Notkun
 • Tryggingafélag
 • Afhendingardagur
 • Eigandi
 • Eignarhlutur
 • Kaupdagur
 • Kennitala eiganda

Hvaða gögn inniheldur ökutækjaskrá?

 • ADR skráningar
 • Almennar breytingar
 • Athugasemdir
 • Aukahlutir – Breytingar
 • Breytingalásar
 • Breytingar á bifreiðr
 • Breytingar á yfirbyggingu
 • Eftirlýsingar
 • Eigendaferill
 • Gjöld og tryggingar
 • Gölluð eigendaskipti
 • Grunnupplýsingar
 • Innlagnaferill
 • Númeraferill
 • Sérútbúnar breytingar
 • Skoðunarferill
 • Skráningarferill
 • Tæknileg lýsing
 • Tjónaferill
 • Umráðaferill

Hvaða gögn inniheldur vinnuvélaskrá?

 • Grunnupplýsingar
 • Eigendaferill
 • Umráðaferill
 • Tæknilegar upplýsingar
 • Umráðaferill

Verð og umsóknir


Í áskrift án vsk.
Mánaðargjald 1.450 kr.
Uppfletting á vef 54 kr.
Leit eftir götuheiti (heiti og númer) 54 kr.
Fasteignamatsupplýsingar 87 kr.
Upplýsingar um land 87 kr.
Skjalalisti, þinglýst skjöl 81 kr.
Þinglýst skjal 325 kr.
Kennitöluleit án eignasögu 1.245 kr.
Kennitöluleit með eignasögu 2.445 kr.

Í áskrift án vsk.
Mánaðargjald 950 kr.
Almenn leit í ökutækjaskrá 32 kr.
Almenn leit í vinnuvélaskrá 20 kr.
Ferilskrá 97 kr.
Slysaskrá 89 kr.
Kennitöluleit ökutækja og vinnuvélaskrá 780 kr.

Veðbandayfirliti

Áskrifendur sem eru bæði með aðgang að fasteigna- og ökutækjaskrá greiða einungis eitt mánaðargjald, sem felur einnig í sér aðgang að veðböndum. Auk þess greiða þeir fyrir hvert sótt veðband samkvæmt gjaldskrá.

Í áskrift án vsk.
Mánaðargjald 2.450 kr.
Sækja veðbandayfirlit 960 kr.