Meðal eignir og skuldir einstaklinga

Myndin sýnir meðaltal eigna og skulda einstaklinga eftir aldurshópum á árunum 1997 til 2013 samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Með því að skoða skuldastöðuyfirlitið þitt sérðu hver staða þín er og getur borið saman við meðaltal annara einstaklinga í þínum aldurshópi.

Spurt og svarað

Get ég séð hvort nafni mínu hefur verið flett upp í skuldastöðukerfi Creditinfo?

Á Mitt Creditinfo getur þú alltaf fylgst með því hvort nafni þínu hefur verið flett upp. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða færð lykilorð sent í heimabankann þinn.

(1) Sýnir hvort nafni þínu hefur verið flett upp og af hverjum. Algengt er að fyrirtæki fletti nöfnum einstaklinga upp þegar stofnað er til nýrra viðskipta Ef smellt er á „Skoða tilkynningar“ má sjá nánari upplýsingar um málin.

(2) Fjöldi aðila sem þú átt í viðskiptum við sem fylgjast með mögulegum breytingum sem gætu orðið á stöðu þinni, eins og ef þú færir á vanskilaskrá eða breytt lánshæfismat. Ef smellt er „Skoða tilkynningar“ má sjá nánari upplýsingar um málin.

Þegar nafni þínu er flett upp í fyrsta skipti er send tilkynning á lögheimili þitt. Ef þér er flett upp aftur næstu 12 mánuðina berst þér rafræn tilkynning á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Ef meira en ár er liðið frá því að þér barst síðast tilkynning á lögheimili, þá sendum við aftur tilkynningu með bréfpósti þegar þér er flett upp aftur.

Hvað get ég gert ef upplýsingarnar um mig eru rangar?

Ef þú telur að upplýsingar um skuldastöðu þína séu ekki réttar hafðu þá vinsamlega hafðu samband við okkur.

Geymir Creditinfo upplýsingar um skuldastöðu mína?

Þegar fyrirspurn er gerð í kerfið er hún send til banka og fjármálastofnanna sem skila upplýsingum til baka. Miðlægur gagnagrunnur er því ekki til staðar. Einstaklingar eiga rétt á að fá þær upplýsingar sem Creditinfo hefur miðlað og því ber okkur að geyma þau gögn sem sótt hafa verið í kerfið í tvö ár.