Á vef eða í vefþjónustu

Hægt er að fletta upp í þjóð- og fyrirtækjaskrá á þjónustuvefnum okkar eða tengjast með vefþjónustu sem gerir aðilum kleift að setja upp fyrirspurnarviðmót fyrir upplýsingarnar úr eigin tölvukerfum, til dæmis TOK plús, DK viðskiptahugbúnaður, Navision og Stólpa. Vefþjónustan er uppfærð daglega.

Grunnurinn í heild sinni

Einnig er í boði vefþjónusta sem skilar daglegum uppfærslum til aðila sem gert hafa samning við Þjóðskrá Íslands og/eða RSK um kaup á skránum í heild. Áður en Creditinfo getur opnað aðgang áskrifanda að þjóðskrá og/eða fyrirtæjaskrá þarf samþykktur samningur að liggja fyrir milli áskrifanda og Þjóðskrár Íslands og/eða RSK, en samningar beggja framangreindra aðila bera árgjöld.


Spurt og svarað

Hvaða upplýsingar eru í þjóðskrá?

 • Nafn
 • Kennitala
 • Heimilisfang (val)

Einnig er í boði áskrift að viðbótarupplýsingum, Þjóðskrá+ sem inniheldur eftirfarandi:

 • Hjúskaparstaða
 • Fjölskyldunúmer
 • Kennitölu og nafn maka
 • Kyn

Hvaða upplýsingar eru í fyrirtækjaskrá?

 • Heiti fyrirtækis
 • Kennitala
 • ISAT númer (atvinnugreinaflokkun)
 • Nafn og kennitölu forsvarsmanns

Fyrirtækjavaktin

Fyrirtækjavaktin gerir þér kleift að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað á upplýsingum um tiltekið fyrirtæki, t.d. skil á nýjum ársreikningi, breytingar á stjórn eða nafni félags í hlutafélagaskrá eða breytingar á eignarhaldi. Þú einfaldlegar velur hvaða fyrirtækjum þú vilt fylgjast með inná þjónustuvefnum og færð svo senda tilkynningu í tölvupósti ef breytingar verða hjá vöktuðu félagi. Þjónusta þessi er gjaldfrjáls fyrir áskrifendur að Lánstrausti.

Við viljum heyra í þér

Hafir þú einhverjar spurningar þá sendu okkur skilaboð og við munum vera í sambandi til að fara yfir málin með þér.