Stjórnendur Creditinfo

Brynja Baldursdóttir

Brynja Baldursdóttir er framkvæmdastjóri Creditinfo. Áður gegndi hún starfi forstöðumanns Viðskiptastýringar- og þróunarsviðs hjá félaginu. Brynja hefur mikla reynslu af stjórnun í tækni- og söluumhverfi m.a. frá Símanum og OZ. Hún er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í aðgerðagreiningu frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum.

Anna Lára Sigurðardóttir

Anna Lára Sigurðardóttir er forstöðumaður Fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo. Anna Lára hóf störf hjá félaginu árið 2008 þá sem þjónustustjóri félagsins. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. Anna Lára er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Dagný Dögg Franklínsdóttir

Dagný Dögg Franklínsdóttir er forstöðumaður Viðskiptastýringar Creditinfo. Dagný hóf störf hjá félaginu árið 2013 sem viðskiptastjóri. Áður starfaði hún sem sérfræðingur á Alþjóðasviði Valitor og sem viðskiptastjóri hjá Be in Retail Scandinavia AB í Svíðþjóð. Dagný er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í samskiptafræðum frá Háskólanum í Gautaborg.

Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson er forstöðumaður fyrir Greiningu og ráðgjöf. Gunnar er með doktorspróf í stærðfræði frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, M.A. gráðu í stærðfræði frá sama skóla og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands. Gunnar hefur mikla reynslu af áhættustýringu en hann starfaði áður við hana í Íslandsbanka og við ráðgjöf henni tengdri í eigin ráðgjafafyrirtæki, Integra ráðgjöf.

Ólafur Magnússon

Ólafur Magnússon er forstöðumaður Upplýsinga- og tæknisviðs. Ólafur hefur 15 ára reynslu af stjórnunar- og sérfræðistörfum í tæknigeiranum, bæði hérlendis og erlendis. Hann gegndi síðast stöðu forstöðumanns hjá Símanum þar sem hann hafði starfað frá árinu 2006, áður var hann hjá fjarskiptafyrirtækinu 3 í Svíþjóð. Ólafur er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Sigríður Laufey Jónsdóttir

Sigríður Laufey Jónsdóttir er forstöðumaður Þjónustu-og lögfræðisviðs og lögfræðingur Creditinfo. Laufey er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með héraðsdómslögmannsréttindi. Áður starfaði hún sem sviðsstjóri hjá Umboðsmanni skuldara, sem sviðsstjóri hjá Motus og Lögheimtunni og sem forstöðumaður í Búnaðarbanka Íslands.

Starkaður Örn Arnarson

Starkaður Örn Arnarson er forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar. Hann hefur starfað við stjórnunar- og sérfræðistörf í upplýsingatæknigeiranum í um 15 ár. Hann hefur mikla reynslu af verkefnastýringu, vöru- og hugbúnaðarþróun. Áður starfaði hann við verkefnastýringu og vöruþróun í Stafrænni framtíð hjá Arion banka og við ráðgjafa- og sérfræðistörf hjá Advania. Starkaður er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskiptafræði frá sama skóla.

Eva Dögg Guðmundsdóttir

Eva Dögg Guðmundsdóttir er markaðsstjóri Creditinfo. Eva hefur starfað við markaðs- og kynningarmál í um 15 ár, bæði hérlendis og erlendis. Hún starfaði síðast í verkefnastýringu hjá Marel og sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Jónsson & Lemacks. Eva er með diplóma í markaðshagfræði og frumkvöðlafræði frá Niels Brock viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og hefur stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.