Stjórnendur Creditinfo

Framkvæmdastjóri

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi og situr í framkvæmdastjórn Creditinfo Group. Hrefna hóf störf hjá félaginu á árinu 2021. Hún hefur unnið á innlendum fjármálamarkaði undanfarin 27 ár en hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum frá árinu 2010 en hafði fyrir þann tíma starfað sem sjóðsstjóri hjá verðbréfafyrirtæki og sem yfirmaður skráningarsviðs hjá Kauphöllinni. Hrefna hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis og er jafnframt einn stofnaðila IcelandSIF. Hrefna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum og hefur lokið Advanced Management Program (AMP) frá IESE Business School.


Forstöðumaður Fjármála- og rekstrarsviðs

Anna Lára Sigurðardóttir

Anna Lára Sigurðardóttir er forstöðumaður Fjármála- og rekstrarsviðs Creditinfo. Anna Lára hóf störf hjá félaginu árið 2008 þá sem þjónustustjóri félagsins. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. Anna Lára er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Forstöðumaður Viðskiptastýringar og markaðsmála

Dagný Dögg Franklínsdóttir

Dagný Dögg Franklínsdóttir er forstöðumaður Viðskiptastýringar og markaðsmála. Dagný hóf störf hjá félaginu árið 2013 sem viðskiptastjóri. Áður starfaði hún sem sérfræðingur á Alþjóðasviði Valitor og sem viðskiptastjóri hjá Be in Retail Scandinavia AB í Svíðþjóð. Dagný er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í samskiptafræðum frá Háskólanum í Gautaborg.

Forstöðumaður fyrir Greiningu og ráðgjöf

Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson er forstöðumaður fyrir Greiningu og ráðgjöf. Gunnar er með doktorspróf í stærðfræði frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, M.A. gráðu í stærðfræði frá sama skóla og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands. Gunnar hefur mikla reynslu af áhættustýringu en hann starfaði áður við hana í Íslandsbanka og við ráðgjöf henni tengdri í eigin ráðgjafafyrirtæki, Integra ráðgjöf.

Forstöðumaður Vöru- og verkefnastýringar

Lára Hannesdóttir

Lára Hannesdóttir er forstöðumaður Vöru- og verkefnastýringar. Lára hóf störf hjá Creditinfo 2017 sem vöru- og verkefnastjóri. Áður starfaði hún hjá Símanum sem sérfræðingur í umbótaverkefnum og sem fjárfestingastjóri hjá Thule Investments. Lára er iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum Politécnica de Catalunya.

Forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs

Eiríkur Gestsson

Eiríkur Gestsson er forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs. Eiríkur er með yfir 15 ára reynslu í hugbúnaðarþróun. Hann starfaði áður sem deildarstjóri hugbúnaðarþróunardeildar Símans og þar áður sem forritari og Scrum Master hjá sama fyrirtæki. Fyrir tímann hjá Símanum starfaði Eiríkur sem forritari hjá HugAx. Eiríkur er með B.Sc. gráðu í Tölvunarfræði frá Háskóla Reykjavíkur og Master í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Íslands.

Forstöðumaður lögfræðiþjónustu

Vilhjálmur Þór Svansson

Vilhjálmur Þór Svansson er forstöðumaður lögfræðiþjónustu. Vilhjálmur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með réttindi héraðsdómslögmanns. Hann er með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur lokið CIPP/ E-vottun sem er staðfesting á sérfræðiþekkingu á persónuverndarreglugerð. Áður en Vilhjálmur hóf störf hjá Creditinfo starfaði hann sem lögfræðingur hjá Arion banka í 10 ár. Hann hefur starfað með starfshópi Samtaka fjármálafyrirtækja vegna innleiðingar á frumvarpi til laga um upplýsingar um sjálfbærni hjá fjármálafyrirtækjum og átt sæti í faghópi Stjórnvísi um persónuvernd.

Forstöðumaður sjálfbærnimála

Reynir Smári Atlason

Reynir Smári Atlason er forstöðumaður sjálfbærnimála Creditinfo á Íslandi. Reynir hóf störf hjá félaginu árið 2022. Hann lauk doktorsprófi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og starfaði sem lektor við verkfræðideild Háskólans í Suður-Danmörku (SDU) frá 2015 til 2019. Áður en Reynir hóf störf hjá Creditinfo starfaði hann hjá Landsbankanum sem sérfræðingur bankans í sjálfbærnimálum. Þar áður var Reynir einn af stofnendum ráðgjafafyrirtækisins Circular Solutions og hafði í gegnum störf sín þar komið að flestum grænum skuldabréfaútgáfum hér á landi ásamt því að aðstoða mörg af stærstu fyrirtækjum landins við upplýsingagjöf um sjálfbærni.

Forstöðumaður viðskiptaþróunar

Kári Finnsson

Kári Finnsson er forstöðumaður viðskiptaþróunar. Kári hóf störf hjá félaginu árið 2017. Áður en Kári hóf störf hjá Creditinfo starfaði hann hjá Háskólanum í Reykjavík sem verkefnastjóri MBA-náms og sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Hann lauk meistaragráðu í listviðskiptum frá Sotheby´s Institute of Art í New York, BA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Forstöðumaður gagna

Páll Arnar Guðmundsson

Páll Arnar Guðmundsson er forstöðumaður gagna. Páll hóf störf hjá Creditinfo árið 2015 og hefur sinnt ýmsum störfum, m.a. sem vöru- og verkefnastjóri hjá Creditinfo á Íslandi og hjá Creditinfo Group við að stýra samskiptum og sölu á alþjóðlegum gögnum félagsins til erlendra samstarfsaðila. Áður starfaði Páll hjá Fons Juris, íslensku lögfræðigagnasafni. Páll er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.