Áreiðanleikamat Creditinfo

Allt á einum stað

Áreiðanleikamat Creditinfo gerir tilkynningarskyldum aðilum kleift að kanna áreiðanleika viðskiptamanna sinna með ítarlegum hætti, senda á þá áreiðanleikakönnun sem þeir svara með rafrænni auðkenningu, kanna hvort þeir séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla eða á alþjóðlegum þvingunarlistum.


Uppfyllir lagaskyldur

Með Áreiðanleikamati Creditinfo fær tilkynningarskyldur aðili góða yfirsýn yfir allt það helsta sem honum ber að kanna við mat á áreiðanleika viðskiptamanna sinna skv. lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og skv. lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna nr. 68/2023.


Í Áreiðanleikamati Creditinfo geta tilkynningarskyldir aðilar:

  • Óskað eftir rafrænum undirritunum frá viðskiptavinum
  • Sent spurningar um uppruna fjármagns, stjórnmálaleg tengsl, tengsl við áhættusöm ríki og tilgang viðskipta
  • Kannað gildandi skráningu fyrirtækis
  • Kannað orðspor viðskiptavinar með fjölmiðlaupplýsingum og dómum tengdum viðkomandi
  • Kannað eignarhald viðskiptavinar til hlítar, bæði raunverulega eigendur samkvæmt RSK og rakið endanlegt eignarhald
  • Kannað félagaþátttöku einstaklings
  • Kannað stjórnmálaleg tengsl einstaklings (PEP)
  • Kannað stöðu einstaklings gagnvart alþjóðlegum þvingunarlistum (Sanctions)
  • Haft yfirlit yfir svör úr áreiðanleikakönnun viðskiptavina ásamt tímastimpli á lokuðu svæði á þjónustuvef Creditinfo
  • Merkt viðskiptavini í réttan áhættuflokk samkvæmt áhættumati
  • Sett lögaðila í Fyrirtækjavakt svo hægt sé að fylgjast með breytingum á högum þess fyrirtækis líkt og breytingum á eignarhaldi, prókúru o.fl.


Framkvæmd Áreiðanleikamats Creditinfo



1. Slá inn kennitölu einstaklings / lögaðila

Fyrsta skrefið við framkvæmd áreiðanleikamats er að slá inn nafn eða kennitölu viðskiptavinar og smella á „Hefja áreiðanleikamat“.



2. Yfirlit Áreiðanleikamats

Þá er hægt að fá yfirlit á einum stað yfir viðskiptavininn. Ef um lögaðila er að ræða er hægt að sjá upplýsingar um stjórn, framkvæmdastjórn og raunverulega eigendur. Hægt er að kanna þjóðerni allra þessara einstaklinga ásamt stjórnmálalegum tengslum þeirra og stöðu þeirra gagnvart alþjóðlegum þvingunarlistum. Ef um einstakling er að ræða er hægt að sjá ríkisfang þeirra, stjórnmálaleg tengsl og stöðu gagnvart alþjóðlegum þvingunarlistum. Einnig er hægt að sækja félagaþátttöku þeirra.



3. Senda Áreiðanleikakönnun

Hægt er að senda áreiðanleikakönnun á einstakling með því að fylla út netfang og símanúmer viðkomandi. Sá hinn sami sannar á sér deili með rafrænum skilríkjum og fær sendan til sín spurningalista um uppruna fjármuna, tilgang viðskipta, tengsl við áhættusöm eða ósamvinnuþýð ríki og stjórnmálaleg tengsl.



4. Aðilaspjald Áreiðanleikamats

Tilkynningarskyldir aðilar fá greinargóða yfirsýn yfir viðskiptamanninn hvernig orðspor viðkomandi er og hvort eignarhaldið sé einfalt eða flókið. Ef áreiðanleikakönnun hefur verið send á viðskiptamann, þá birtast svörin úr henni, ásamt tímastimpli rafrænna skilríkja inni í Áreiðanleikamatinu þegar henni hefur verið svarað. Ef svörin gefa til kynna að kanna þurfi aðilann nánar, þá er því flaggað og unnt er að skoða svörin nánar undir „Yfirlit“. Þá er einnig hægt að flokka viðskiptavini eftir innra áhættumati, kanna stöðu áreiðanleikakannana o.fl.




Kostir Áreiðanleikamats Creditinfo

Áreiðanleg gögn

Creditinfo hefur að geyma stærsta gagnagrunn viðskiptaupplýsinga á Íslandi, áreiðanlegan gagnagrunn yfir stjórnmálaleg tengsl einstaklinga (PEP) og tengingu við alþjóðlega gagnagrunna LexisNexis, upplýsingar um dómsmál og fjölmiðlaupplýsingar.

Góð yfirsýn

Nauðsynlegar upplýsingar um raunverulega eigendur, stjórnmálaleg tengsl o.fl. eru aðgengilegar í einu þægilegu viðmóti sem auðvelt er að sækja í eftir þörfum.

Rafræn undirritun

Einstaklingar geta sannað deili á sér með áreiðanlegri rafrænni undirritun í gegnum þjónustuvef Creditinfo.




Upptaka frá rafrænum fundi Creditinfo um áreiðanleikakannanir

Umfjöllunarefni fundarins:

  • Hverjar eru skyldur tilkynningarskyldra aðila?
  • Hvaða gagna þurfa tilkynningarskyldir aðilar að afla?
  • Yfirlit yfir þær upplýsingar um erlenda og innlenda aðila sem Creditinfo býður upp á
  • Framtíðarsýn í vöruframboði Creditinfo

Já ég hef áhuga á að fá kynningu