Áreiðanleikakönnun Creditinfo

Traust í viðskiptum

Á þjónustuvef Creditinfo getur þú á einum stað nálgast allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma áreiðanleikakönnun (KYC, know your customer) á viðskiptavinum þínum. Samkvæmt lögum ber tilkynningarskyldum aðilum að framkvæma slíka athugun en það getur þó einnig verið gagnlegt í öðrum tilvikum þar sem traust er hornsteinn að góðu viðskiptasambandi.


Áreiðanleikakönnun Creditinfo inniheldur:

  • grunnskráningu fyrir félag úr fyrirtækjaskrá
  • gildandi skráningu félagsins, með upplýsingum um framkvæmdastjórn og stjórn endanlega eigendur
  • upplýsingar um endanlega eigendur
  • raunverulega eigendur samkvæmt fyrirtækjaskrá
  • stjórnmálaleg tengsl stjórnar - PEP (fyrir tilkynningarskylda aðila)
  • möguleika á að sækja eign lögaðila í félögum

Vaktaðu breytingar á upplýsingunum

Í boði er að vakta breytingar sem kunna að verða á upplýsingum um fyrirtæki, eins og til dæmis breytingar á stjórn eða eignarhaldi, en slíkt er nauðsynlegur hluti af reglubundnu eftirliti með viðskiptavinum og tengslum þeirra.Skýrslur um erlend fyrirtæki

Áskrifendur að þjónustuvef Creditinfo hafa aðgang að ítarlegum fyrirtækjaupplýsingum og lánshæfismati erlendra fyrirtækja. Lánshæfisskýrslurnar reynast vel við að meta og draga úr áhættu í viðskiptum milli landa.

Sýnishorn: Erlend skýrsla   verð  5.300 KR.

Creditinfo er einnig umboðsaðili fyrir Dun & Bradstreet Inc og fleiri erlendra aðila á sviði fjárhags- og markaðsupplýsinga, sem hægt er að panta sérstaklega með því að hafa samband.


Upptaka frá rafrænum fundi Creditinfo um áreiðanleikakannanir

Þann 11. maí fór fram rafræn ráðstefna Creditinfo Group um áskoranir og tækifæri tengd áreiðanleikakönnunum viðskiptavina (e. Know Your Customer - KYC). Hér má sjá upptöku af fundinum. Fyrirlesarar voru:

  • Graham Barrow, Dark Money Files podcast
  • Viljar Kähari, PwC Legal Estonia
  • Gandolfo Iacono, LexisNexis Russia/CIS & Eastern Europe


Já ég hef áhuga á að fá kynningu