Uppfyllir lagaskyldur
Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 skulu tilkynningarskyldir aðilar kanna áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína
með því að afla fullnægjandi upplýsinga um viðskiptamann og þau viðskipti sem fara fram á samningstímanum , grípa til réttmætra ráðstafana til að sannreyna upplýsingarnar,
leggja mat á tilgang og eðli fyrirhugaðra viðskipta, staðfesta uppruna þeirra fjármuna sem notaðir eru í viðskiptunum, kanna stjórnmálaleg tengsl viðskiptamanns eða
raunverulegs eigenda,viðhafa reglubundið eftirlit með samningssambandinu og uppfæra upplýsingar um viðskiptamenn reglulega og afla frekari upplýsinga í samræmi við þessi
lög eftir því sem þörf krefur. Tilkynningarskyldir aðilar skulu varðveita framangreind gögn og upplýsingar, þar á meðal upplýsingar sem hefur verið aflað með rafrænum hætti,
að lágmarki í fimm ár frá því að samningssambandi lýkur eða einstök viðskipti hafa átt sér stað.
Erfitt getur reynst að halda utan um upplýsingar um viðskiptamenn með kerfisbundnum hætti þar sem gagnaöflun og eftirlit með þeim upplýsingum er tímafrek og flókin.
Áreiðanleikakönnun Creditinfo einfaldar þetta ferli til muna þar sem nauðsynlegar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað með einföldum hætti.