- Creditinfo leggur áherslu á að tryggja örugga, áreiðanlega og ábyrga meðferð persónuupplýsinga.
-
Creditinfo tryggir að ströngustu öryggiskröfum sé ávallt fylgt við meðferð persónuupplýsinga og er
stjórnkerfi félagsins fyrir upplýsingaöryggi vottað samkvæmt upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001.
- Til að tryggja leynd persónuupplýsinga skrifa starfsmenn og þjónustuaðilar undir trúnaðarsamning við Creditinfo.
-
Creditinfo stuðlar að virkri vitund og þekkingu starfsmanna um þær skyldur sem hvíla á félaginu um
meðferð persónuupplýsinga með reglulegri þjálfun.
-
Creditinfo leggur áherslu á að starfsemi og starfshættir séu til fyrirmyndar hvað varðar persónuvernd og
meðferð og vinnslu persónuupplýsinga og aðgengi einstaklinga að upplýsingum sé gott.
Creditinfo gefur út reglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga hjá félaginu sem eru öllum aðgengilegar á heimasíðu félagsins.
Creditinfo endurskoðar þessa stefnu eins og tilefni er til en að lágmarki á tveggja ára fresti.
Reykjavík, 18. janúar 2022
Hrefna Sigfinnsdóttir
Framkvæmdastjóri Creditinfo