Creditinfo vottað
samkvæmt ISO 27001

Creditinfo er vottað samkvæmt ISO 27001:2013 en staðallinn snýr að stjórnun upplýsingaöryggis og meðferð upplýsinga. Í vottuninni felst m.a. viðurkenning á verkferlum okkar og staðfesting á faglegum vinnubrögðum starfsmanna við meðferð upplýsinga um viðskiptavini. Vottunin nær til allrar starfssemi Creditinfo og tekur m.a. til meðferðar persónuupplýsinga, reksturs upplýsingakerfa, öryggisvitundar starfsmanna og aðgengis að starfsstöðvum okkar.