Uppfærður þjónustuvefur

Þjónustuvefur Creditinfo hefur nú verið uppfærður. Á þjónstuvefnum geta áskrifendur að þjónustu Creditinfo nálgast stærsta safn fjárhags- og viðskiptaupplýsinga landsins og tekið betri ákvarðanir í viðskiptum. Markmið breytinganna er að gera aðgengi að gögnum og upplýsingum til ákvarðanatöku enn betra og notendavænlegra en áður.

Meðal breytinga á þjónustvefnum má helst nefna:

  • Vöktun er nú í forgrunni og birtist viðskiptasafnið og fyrirtækjavaktin nú á opnunarsíðu þjónustuvefsins.
  • Áður sótt gögn. Hafir þú eða annar notandi hjá sama áskrifanda áður sótt gögn um fyrirtækið, birtast þau gögn sem sótt voru síðast í stað þess að kaupa þau aftur. Hægt er svo að uppfæra gögnin með einföldum hætti sé þess óskað.
  • Innslegnir ársreikningar innihalda nú samanburð síðustu sex reikningsára í stað einungis síðasta reikningsár.
  • Viðskiptamannaspjald. Allar helstu upplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga eru nú á aðgengilegra formi en áður.
  • Leitarvélin hefur verið uppfærð.
  • Fjölmiðlaupplýsingar – myndrænt yfirlit yfir tíðni frétta um fyrirtækið s.l. 12 mánuði

Nánari upplýsingar um uppfærðan þjónustuvef Creditinfo

Við bjóðum áskrifendum á fræðslufund um breytingarnar mánudaginn 26. apríl kl. 09.00-09.45 á Teams.

Nánari upplýsingar um fræðslufundinn og skráning

Um áskriftarleiðirnar

Með áskrift að Creditinfo hafa viðskiptavinir aðgang að enn fjölbreyttari gögnum sem stuðla að markvissari ákvörðunum í viðskiptum. Innifalið með öllum áskriftaleiðum er ótakmörkuð vöktun á ársreikningaskilum og breytingum í hlutafélagaskrá. Jafnframt geta áskrifendur vaktað lánshæfismat og vanskilastöðu viðskiptavina sinna, nálgast upplýsingar úr vanskilaskrá, þjóðskrá, ökutækjaskrá og margt fleira.

Um áskriftarleiðirnar