Sjálfvirk miðlun upplýsinga um stöðu fasteignaveðlána

Creditinfo hefur hafið þróun á veðstöðukerfi sem mun koma til með að miðla upplýsingum um fasteignaveð sjálfvirkt til lánveitenda fasteignaveðlána sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins og fasteignasala.

Kerfið verður sett upp í fyrirspurnarformi með svipuðum hætti og skuldastöðukerfi Creditinfo. Það þýðir að þegar fyrirspurn er gerð í kerfið er hún send rafrænt til lánveitanda sem skilar upplýsingunum rafrænt til baka.  Fasteignasali getur fengið umboð til að kalla eftir veðstöðu fasteigna hjá einstaklingi með rafrænum skilríkjum og upplýsingarnar berast með sjálfvirkum hætti í kjölfarið frá lánveitanda til fasteignasala án símtala eða tölvupósta á milli þeirra. Með sjálfvirknivæðingu sparast því ekki aðeins tími heldur verður ferlið rekjanlegt og viðkvæm fjárhagsgögn eru ekki send óvarin á milli aðila.

Nánari upplýsingar um veðstöðukerfið má finna á blogginu okkar.