Creditinfo býr til PEP-gagnagrunn

Creditinfo hefur hafið undirbúning á gagnagrunni sem mun innihalda upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla (e. Politically Exposed Persons – PEP) til að aðstoða fyrirtæki við að uppfylla kröfur um varnir gegn peningaþvætti

Creditinfo hefur samráð við Persónuvernd í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Einstaklingar sem skráðir verða í grunninn munu hafa gott aðgengi að upplýsingunum og munu fá tilkynningu um vinnslu þeirra. Sérfræðingar Creditinfo munu viðhalda gagnagrunninum til að tryggja að upplýsingarnar séu eins áreiðanlegar og kostur er á. Lögaðilar munu geta nálgast upplýsingar um stjórnmálatengsl einstaklinga á þjónustuvef Creditinfo.

Nánari upplýsingar um PEP-grunninn má finna á blogginu okkar.