LSR hefur tekið í notkun sjálfvirkt greiðslumat í samstarfi við Creditinfo

Með greiðslumatskerfi Creditinfo verður LSR kleift að auka þjónustu við sjóðfélaga umtalsvert og meta svigrúm þeirra til lántöku á einfaldan, fljótlegan og rafrænan hátt.

Sjóðfélagar geta þannig metið greiðslugetu sína á nokkrum mínútum hvar og hvenær sem er. Auk þess verður öll gagnaöflun sjóðfélaga umtalsvert auðveldari þegar hún fer fram rafrænt.
 
Sjálfsafgreiðsla og sjálfvirkni er þróun sem hefur verið á ljóshraða á síðustu árum en við aðstæður eins og í dag – heimsfaraldur þar sem samkomubann er við lýði – er þetta enn mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Creditinfo hefur sérhæft sig í sjálfvirknivæðingu ákvarðanatöku í lánaþjónustu og þannig gert fyrirtækjum kleift að þjónusta viðskiptavini sína enn betur og rafrænt.
 
Við óskum LSR til hamingju með lausnina og fögnum því að hafa tekið þátt í að auka hagræði og skilvirkni til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Með auknu aðgengi að gögnum og hraðri þróun í hugbúnaðargeiranum er aukin sjálfvirknivæðing orðin raunhæfur kostur fyrir fjölda fyrirtækja.

Sjá einnig frétt á vef LSR