Nýr tjónagrunnur tekinn í gagnið

Íslensku skaðatryggingafélögin fjögur mun frá og með 15. janúar næstkomandi hefja skráningar í nýjan tjónagrunn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem hýstur verður hjá Creditinfo. Grunnurinn verður m.a. nýttur til að sporna við skipulögðum tryggingasvikum en slík mál hafa komið upp að undanförnu í rannsóknum á brotum skipulagðra glæpahópa hér á landi. Að mati lögreglu hafa þessir hópar áttað sig á því að hér á landi sé tiltölulega auðvelt að svíkja út bætur.

<p>Upplýsingar um tjónagrunninn koma fram í uppfærðum skilmálum tryggingartaka. Í tjónagrunninn verða skráð þau tjón sem tilkynnt eru til tryggingafélaganna sem aðild eiga að grunninum, að undanskildum tjónum sem falla undir líf- og sjúkdómatryggingar. SFF eru rekstraraðili tjónagrunnsins en Creditinfo hefur verið ráðið til að vera vinnsluaðili grunnsins samkvæmt heimild frá Persónuvernd. Viðskiptavinir tryggingafélaganna koma til með að geta nálgast upplýsingar um uppflettingar í tjónagrunninum á mínum síðum Creditinfo.</p>