Samstarf Creditinfo og Fons Juris

Creditinfo hefur hafið samstarf við Fons Juris ehf. Samstarfið felur í sér að Fons Juris tekur yfir Dómasafn Creditinfo sem mun samhliða breytingum renna inn í þá þjónustu sem Fons Juris sinnir nú þegar.

Í ljósi þessa tilkynnist hér með að Dómasafni Creditinfo verður lokað á næstu dögum. Fons Juris mun taka yfir þjónustu gagnvart notendum Dómasafns Creditinfo og veita þeim aðgang að sömu gögnum og þeir hafa nú þegar samkvæmt núgildandi samningum, það er öllum dómum Hæstaréttar frá árinu 1920. Aðgangur að frekari gögnum Fons Juris er hins vegar háð sérstöku samkomulagi notenda við Fons Juris. Samhliða slíku samkomulagi munu skuldbindingar vegna Dómsafns Creditinfo samkvæmt núgildandi samningum notenda við Creditinfo falla niður. 
Það er trú Creditinfo og Fons Juris að umræddar breytingar á þjónustu Dómasafns Creditinfo séu notendum til hagsbóta og er það von félaganna að breytingunni verði vel tekið.

Frekari upplýsingar veitir Jón Steinar Þórarinsson, viðskiptastjóri Fons Juris ehf.