Uppfært lánshæfismat fyrirtækja

Við kynnum uppfært lánshæfismat fyrirtækja sem tekið verður í notkun í september.

Við hjá Creditinfo erum stolt af því að kynna uppfært lánshæfismat fyrirtækja sem tekið verður í notkun í september. Auk þess að bæta spágetuna með því að nota fleiri breytur þá reiknar uppfært líkan nú lánshæfi fyrir fleiri félagaform og nær því til 15% fleiri fyrirtækja en áður.

Lánshæfismatið er tölfræðilegt reiknilíkan sem metur líkur á ógjaldfærni og alvarlegum vanskilum á næstu tólf mánuðum. Matið byggir meðal annars á sögulegum gögnum.

Nánar um lánshæfismat