Við breytum og bætum

Ef þú ert vanur/vön að leita að fasteignum, ökutækjum eða vinnuvélum á þjónustuvefnum okkar þá viljum við benda þér á að nú getur þú nálgast þessa þjónustu á einum stað undir Eignaleit.

Fasteignir, ökutæki og vinnuvélar á einum stað

Þegar Eignaleit er valin efst á síðunni birtist fasteignaleitin sjálfgefin. Leitin hefur fengið nýja framsetningu en virknin er sú sama og áður. Fyrir neðan leitina er svo listi yfir fyrri leitir sem þú hefur framkvæmt í skránni. Hægt er að velja aðrar leitir úr valmyndinni hægra megin á síðunni. Einfalt mál er að breyta hvaða leit er sjálfgefin upphafssíða eignaleitar.

Eignaleit eftir kennitölu

Eignaleit eftir kennitölu í fasteigna, ökutækja og vinnuvélaskrá, áður þekkt sem Eignaleit lögmanna, hefur verið sameinuð á einum stað undir Eignaleit kennitölu sem má finna í valmyndinni hægra megin. Hægt er að velja milli þess að leita í einstaka skrám eða öllum samtímis og fá þá eina heildstæða niðurstöðu.

Veldu þá upphafssíðu sem hentar þinni notkun

Til að breyta sjálfgefinni upphafssíðu skaltu velja Stillingar táknið efst hægra megin á vefnum og því næst Eignaleit úr valmyndinni hægra megin. Þá geturðu valið hvort þú vilt hafa fasteignir, ökutæki, vinnuvélar eða eignaleit lögmanna sem upphafssíðu.