Tæplega 1.3 milljónir til góðs málefnis

Starfsmenn Creditinfo styrkja Ljónshjarta.

Fyrir ári síðan ákvað Creditinfo að senda ekki jólagjafir til viðskiptavina en þess í stað leggja góða upphæð til góðgerðamála. Í ár var ákveðið að ganga skrefinu lengra og fá starfsmenn til að taka þátt. Því var efnt til góðlegrar keppni milli einstaka deilda þar sem hvert svið stóð fyrir fjáröflun innanhúss. Sú deild sem náði að safna mestri upphæð fékk svo að velja hvaða góða málefni fengi samanlagða upphæð. Ýmislegt var gert eins og að halda bingó, útbúa brunch og selja inn á, skorað var á aðila að hjóla í vinnuna (sem hann mundi annars aldrei gera) og ein deildin fékk að berja á annarri í hörku bootcamp tíma gegn áheitum.

Í stuttu máli þá söfnuðu starfsmenn tæplega 650 þúsund og ákvað fyrirtækið að leggja fram aðra eins upphæð. Það var okkur því sönn ánægja að veita Ljónshjarta, samtökum fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börnum þeirra, tæplega 1,3 milljónir. Það er von okkar að þessi gjöf megi nýtast þeim sem best í sínu góða starfi.