Dagskráin

Fundarstjóri er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Kviku.

Vinnustofa

Í framhaldi af ráðstefnunni verður boðið uppá vinnustofu, frá 13 -15, fyrir stjórnendur í litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á áhættustýringu. Farið verður yfir:

  • innleiðingu áhættustýringar í fyrirtækjum
  • leiðir til að meta, fylgjast með og stýra áhættu
  • dæmi um fyrirtæki og það greint með tilliti til áhættu

Umsjón með vinnustofu hafa Gunnar Gunnarsson, PhD, forstöðumaður áhættustýringar hjá Creditinfo og Sigríður Vala Halldórsdóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Creditinfo.

verð á vinnustofu   29.900 KR.

Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson, PhD, er forstöðumaður áhættustýringar hjá Creditinfo þar sem hann ber m.a. ábyrgð á þróun lánshæfismatslíkana ásamt því að veita ráðgjöf í áhættustýringu. Hann er með doktorspróf í stærðfræði frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, hefur lokið alþjóðlega viðurkenndu námi í áhættustýringu hjá GARP og prófi í verðbréfaviðskiptum. Gunnar hefur mikla reynslu af áhættustýringu en hann starfaði áður við hana í Íslandsbanka og við ráðgjöf henni tengdri í eigin ráðgjafafyrirtæki, Integra ráðgjöf.

Fyrir hvern er áhættustýring?

Gunnar mun ræða áhættustýringu með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki. Farið verður yfir innleiðingu og framkvæmd áhættustýringar innan fyrirtækja.


Steen Henriksen

Steen Henriksen er forstöðumaður áhættustýringar hjá Borgun. Steen er með M.Sc. gráðu í stærðfræði og B.Sc í eðlisfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn, Danmörku. Steen hefur stýrt áhættustýringu hjá Borgun síðan desember 2013. Hann hóf feril sinn í fjármálagernum hjá Reiknistofu Bankanna og starfaði um árabil í verkefnastofu og áhættustýringu hjá Íslandsbanka og forverum hans.

Kortaviðskipti og áhættustýring

Steen mun fjalla um áhættur tengdar kortaviðskiptum með áherslu á neytendalán og færsluhirðingu. Hann mun fjalla um hvernig Borgun áhættumetur lántaka í lánastarfsemi sinni. Einnig verður farið yfir hvernig færsluhirðing virkar og hvaða ráðstafanir má gera til að stýra áhættu tengdri kortaviðskiptum.


Sigríður Laufey Jónsdóttir

Sigríður Laufey Jónsdóttir er forstöðumaður þjónustu-og lögfræðisviðs hjá Creditinfo. Hún er með cand.jur próf frá Lagadeild Háskóla Íslands ásamt því að hafa lokið prófi og öðlast réttindi sem héraðsdómslögmaður. Sigríður Laufey hóf störf hjá Creditinfo á síðsta ári en áður starfaði hún sem sviðsstjóri hjá Umboðsmanni skuldara, sviðsstjóri og gæðastjóri hjá Motus og Lögheimtunni og sem forstöðumaður innheimtudeildar Búnaðarbanka Íslands.

Notkun og aðgengi að gögnum. Leynist fjársjóður í þínum fórum?

Með því að tengja saman gögn úr ólíkum áttum má oft gera uppgötvanir eða setja saman lausnir sem engan óraði fyrir við gerð gagnanna. Í gögnum getur falist fjársjóður og með aðgengi að þeim og réttri notkun er hægt að leysa úr læðingi fjölmörg tækifæri m.a. fyrir atvinnulífið. Sigríður Laufey mun fara yfir það hvaða lagaumhverfi við búum við á sviði persónuverndar, m.a. hvernig við getum nýtt gögn og hvað er heimilt og hvað ekki.


Ben Dressler

Ben Dressler is a user researcher with a background in cognitive psychology and a love for data, big or small. At Spotify you'll find him either exploring or evaluating things - which he thinks is a fundamental distinction that all product research needs to make. Moving past that you'll see him blend all the different research techniques in whatever way makes sense. The topics most recently on his mind are A/B testing, user intention and friction.

Data-driven product development at Spotify. Or why you don't bring a sniper rifle to a fishing trip.

"Through Design we give our users a voice - and the Data is what they are telling us." This is how we think about the interaction of Data and Design on an abstract level. This talk will touch on how we translate that into more concrete terms and how we go about it in our everyday business at Spotify. We'll go over some examples and concepts that you'll hopefully be able to translate to some extent to your own industries and challenges.


Björgvin Ingi Ólafsson

Björgvin Ingi Ólafsson er framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka. Björgvin hefur starfað innan fjármálageirans í 11 ár. Áður hafði hann starfað í tvö ár hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company. Hann er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, MBA gráðu frá Kellogg School of Management og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Þekktu viðskiptavininn þinn: #1 í þjónustu á góðum grunni

Íslandsbanki kafar djúpt í gögnin, skilur viðskiptavininn til fulls þannig að bankinn tali til viðskiptavinarins í ljósi hans þarfa, með réttum hætti á réttum tíma. Þannig getur venjulegt starfsfólk veitt óvenjulega þjónustu. Þannig byggir Íslandsbanki upp þekkingardrifið traustssamband á grunni gagnafjársjóðsins til þess að vera #1 í þjónustu


Sigurður Hannesson - Fundarstjóri

Sigurður Hannesson, Phd. er framkvæmdastjóri eignastýringar hjá Kviku. Hann hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2007, nú hjá Kviku en áður í markaðsviðskiptum hjá Straumi og sem framkvæmdastjóri sjóðastýringarfélagsins Júpíters. Sigurður var ráðgjafi stjórnvalda og varaformaður framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta árið 2015 og formaður sérfræðihóps um niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána (Leiðréttingin) árið 2013. Auk starfa sinna á fjármálamarkaði hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ og stundað kennslu við HÍ og University of Oxford. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá University of Oxford og er með próf í verðbréfamiðlun.