Hagkvæmni

Fyrirtæki geta notað sín eigin gögn til grundvallar viðskiptareglunum og/eða fengið aðgang að gögnum Creditinfo, eins og lánshæfismati, vanskilaupplýsingum, fyrirtækjaskrá og þjóðskrá. Við veitum ráðgjöf um val á gögnum og hvernig sé best að stilla upp reglunum sé þess óskað.

Sveigjanleg

Viðskiptareglum er stillt upp sérstaklega fyrir hvert fyrirtæki. Dæmi um notkun á viðskiptareglum er ákvörðun um lánveitingu til umsækjanda. Út frá þeim reglum sem fyrirtækið hefur sett sér er hægt að meta á örskammri stundu hversu háa fyrirgeiðslu eigi að veita viðkomandi viðskiptamanni.

Auðveld innleiðing

Lausnin byggir á vefþjónustutengingum og verða viðskiptareglurnar því hluti af því umhverfi sem fyrirtækið hefur þegar skapað sér og því engin þörf á ráðstöfum vegna hýsingar né uppsetningar á hugbúnaði í tenglsum við innleiðinguna. Fyrirtækið þitt þarf því aðeins að tengjast þjónustunni og þá er hægt að hefja notkun á viðskiptareglunum.

Rekjanleiki

Notkun viðskiptareglna stuðlar ekki aðeins að samræmi í ákvarðanatöku heldur einnig rekjanleika þar sem öll gögn sem notuð eru í tengslum við ákvarðanir eru vistuð og því hægt að vísa til þeirra síðar. Hægt er að útbúa samantektir yfir notkun á reglunum sem auðveldar endurskoðun þeirra, en einfalt mál er að gera breytingar og viðbætur á þeim.


Við viljum heyra í þér

Hafir þú einhverjar spurningar sendu okkur þá skilaboð og við munum vera í sambandi til að fara yfir málin með þér.