Loka

Panta markhópalista

Takk fyrir. Beiðnin hefur verið móttekin. Við munum hafa samband innan skamms.
Úps! Eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðunni og reyna aftur.
Loka

Panta kynningu

Takk fyrir. Beiðnin hefur verið móttekin. Við munum hafa samband innan skamms.
Úps! Eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðunni og reyna aftur.

Vera - sjálfbærniviðmót Creditinfo

Creditinfo aðstoðar fyrirtæki að miðla upplýsingum um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti í rekstri til hagaðila á samræmdan máta. Hægt er að sækja ítarlega skýrslu á þjónustuvef Creditinfo um sjálfbærniþætti fyrirtækja auk þess sem að hægt er að yfirfara og uppfæra með einföldum hætti upplýsingar um eigið fyrirtæki á Mitt Creditinfo.

Sjálfbærniupplýsingar á þjónustuvef Creditinfo

Eftirspurn eftir sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja hefur aukist umtalsvert með tilheyrandi umfangi og kostnaði við öflun slíkra upplýsinga. Nýtt regluverk hefur og mun gera fyrirtækjum skylt að afla upplýsinga um umhverfisþætti, félagslega þætti og samfélagslega þætti í rekstri viðskiptavina sinna. Til að komast til móts við þessar auknu kröfur hefur Creditinfo kynnt nýtt sjálfbærniviðmót til sögunnar, sem sýnir á einum stað helstu sjálfbærniupplýsingar um íslensk fyrirtæki.

KaupaPanta lista

Upplýsingar sem eru aðgengilegar í Veru - Sjálfbærniviðmóti Creditinfo:

  • Losun gróðurhúsalofttegunda
  • Losunarkræfni atvinnugreinar
  • Dómsmál tengd fyrirtæki
  • Mælikvarðar fyrir sjálfbærniáhættu og tækifæri
  • UFS áhættumat
  • Staða heimsmarkmiða í aðfangakeðju fyrirtækis
  • Sjálfbærniumfjöllun fyrirtækis í fjölmiðlum
  • Sjálfbærniumfjöllun helstu viðskiptalanda
  • Kynjahlutföll starfsmanna, stjórnarmeðlima og framkvæmdastjórnar fyrirtækis
  • Flokkun atvinnustarfsemi samkvæmt flokkunarreglugerð ESB (EU Taxonomy).
Panta listaKaupa

Áreiðanleg gögn

Creditinfo leitast við að hafa og miðla nýjustu sjálfbærniupplýsingum hverju sinni og er því markmiði m.a. náð með því að:

  1. Sækja gögn úr ársreikningum sem skilað er til ársreikningaskrár Skattsins. Hér má t.d. nefna EU Taxonomy og CSRD gögn.
  2. Sækja og slá inn upplýsingar um leið og þær birtast í ársskýrslum fyrirtækja á vefsíðum þeirra. Hér má t.d. nefna losun gróðurhúsalofttegunda.
  3. Óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjum. Þessu er náð t.d. í gegnum Framúrskarandi fyrirtæki þar sem fyrirtæki yfir ákveðinni stærð þurfa að skila svara spurningalista sem fer inn í Veru. Að sama skapi geta fyrirtæki sjálf opnað sitt svæði í Veru og fyllt inn upplýsingar, annaðhvort að eigin frumkvæði eða vegna fyrirspurnar frá fjármálafyrirtækjum.
  4. Creditinfo þróar og rekur líkön sem gefa upplýsingar um fyrirtæki sem byggja á áætlunum viðkomandi spálíkans. Eitt þeirra varðar losun gróðurhúsalofttegunda frá fyrirtækjum, séu þær upplýsingar ekki tiltækar. Að sama skapi áætlar Creditinfo helstu lönd í virðiskeðju fyrirtækja. Þessi líkön eru uppfærð að jafnaði á síðari hluta árs þegar viðeigandi upplýsingar frá íslenska hagkerfinu er til taks.  Fram kemur í miðluðum gögnum ef þau byggja á áætlunum og byggir sú áætlun þá jafnan á nýjustu mögulegu líkum.

Panta listaKaupa

Skilvirk upplýsingamiðlun

Auðvelt að sækja upplýsingar

Auðvelt er að sækja sjálfbærniupplýsingar um íslensk fyrirtæki á þjónustuvef Creditinfo. Þær sjálfbærniupplýsingar sem sóttar eru í sjálfbærniviðmóti Creditinfo nýtast fyrirtækjum sem þurfa að standa skil vegna komandi regluverks á sviði sjálfbærni líkt og SFDR, CSRD, CSDD o.fl.

Einfalt að kalla eftir uppfærðum gögnum

Sjálfbærniupplýsingar sem eru sóttar eru aðgengilegar í 30 daga og á þeim tíma getur þú óskað eftir því að fyrirtækið sem þú ert að kanna uppfæri sínar upplýsingar á Mitt Creditinfo.

Hægt að vista sóttar upplýsingar

Með auknu regluverki á sviði sjálfbærni er mikilvægt að fyrirtæki kanni ítarlega sjálfbærniupplýsingar og sýni fram á að slík athugun hafi verið framkvæmd. Hægt er með einföldum hætti vista sjálfbærniupplýsingar sem sóttar eru um fyrirtæki.

Upplýsingar um mitt fyrirtæki í Veru

Sjálfbærniupplýsingar eru í auknum mæli farnar að verða jafn sjálfsagðar við könnun fyrirtækja og fjárhagsupplýsingar. Umfang og kostnaður við að afla slíkra upplýsinga hefur aukist samhliða og eru fyrirtæki mis vel í stakk búin að miðla upplýsingum um sjálfbærniþætti tengda sinni starfsemi. Creditinfo aðstoðar öll fyrirtæki, hvort sem þau eru smá eða stór, að miðla upplýsingum tengt sjálfbærni til hagaðila á samræmdan máta. Creditinfo getur áætlað hversu mikið þitt fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum, við hvaða lönd fyrirtæki eiga viðskipti við og fleira. Ef áætlun Creditinfo er ekki alveg nákvæm er mögulegt að uppfæra upplýsingarnar svo þær endurspegli fyrirtækið enn betur.

Hvernig uppfæri ég sjálfbærniupplýsingar um mitt fyrirtæki?

  • Þegar farið er inn á Mitt Creditinfo má sjá flipa merktan „Mín fyrirtæki“. Á vinstri hlið vefsíðunnar má sjá tengil merktan „Sjálfbærni“.
  • Þar inni er sjálfbærniviðmót Creditinfo með mismunandi svæðum sem hægt er að uppfæra, til dæmis með upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda frá ykkar rekstri, sjálfbærnistefnu eða helstu viðskiptalönd.
  • Í þeim reitum sem hægt er að breyta er mynd af penna í efra hægra horni reits.

Algengar spurningar

No items found.

Umsagnir viðskiptavina

„Með Veru [sjálfbærniviðmóti Creditinfo] tókst okkur að keyra flesta útreikninga á örfáum klukkutímum, sem áður tók nokkrar vikur að vinna handvirkt.“

Hlédís Sigurðardóttir
Forstöðumaður sjálfbærni hjá Arion banka

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna