Notkun og fræðsla

Uppflettingar í skrám Creditinfo eru eingöngu heimilar áskrifendum sem undirritað hafa skilmála vegna öflunar, notkunar og meðferðar upplýsinga sem sóttar eru í upplýsingakerfi Creditinfo. 

Mínar upplýsingar
Gjaldskrá og áskriftarleiðir

Lögmæti upplýsingaöflunar um einstaklinga

Lögmætur tilgangur áskrifanda þarf að liggja til grundvallar öflunar upplýsinga um einstaklinga.  
Dæmi um tegundir upplýsinga sem falla þar undir:
  • Lánshæfismat / Vöktun breytinga á lánshæfismati (vöktun hafin)
  • VOG vanskilaskrá / Vöktun breytinga á VOG vanskilaskrá (vöktun hafin)
  • Einstaklingsskýrsla
  • Eign í félögum / Endanleg eign í félögum
  • Félagaþátttaka
  • Eignaleit - fasteignaskrá / ökutækjaskrá / vinnuvélaskrá
    Aðgangur er að auki takmarkaður við lögmenn í innheimtu- og /eða skiptastarfsemi og þá sem sértaka heimild hafa       frá Samgöngustofu  og/eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • Stjórnmálaleg tengsl
    Aðgangur er að auki takmarkaður við tilkynningarskylda aðila
  • Skuldastöðuyfirlit
    Aðgangur er að auki takmarkaður við aðila sem eru þátttaekendur í kerfinu og starfa undir eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands
Áður en uppfletting er framkvæmd eða vöktun hefst þarf a.m.k. eitt eftirfarandi atriða að vera fyrir hendi:
  • Upplýsingaöflun byggir á upplýstu og sannarlegu samþykki. Skráður einstaklingur hefur hefur gefið áskrifanda samþykki sitt fyrir vinnslu á persónuupplýsingum sínum í þágu eins eða fleiri tiltekinna markmiða.
  • Upplýsingaöflun er nauðsynleg til að efna samning sem hinn skráði er aðili að eða til að gera ráðstafanir að beiðni hins skráða áður en samningur er gerður.
  • Upplýsingaöflun er nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á áskrifanda.
  • Upplýsingaöflun er nauðsynleg til að til að vernda brýna hagsmuni hins skráða eða annars einstaklings.
  • Upplýsingaöflun er nauðsynleg vegna verkefnis sem unnið er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds sem áskrifandi fer með.
  • Upplýsingaöflun er nauðsynleg til vegna lögmætra hagsmuna sem áskrifandi gætir nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi hins skráða, sem krefjast verndar persónuupplýsinga vegi þyngra, einkum þegar hinn skráði er barn.

Fræðsla um vinnslu upplýsinga

Tilkynningar frá Creditinfo

Þegar áskrifandi aflar upplýsinga úr skrám Creditinfo, í samræmi við töfluna hér fyrir neðan, er þeim einstaklingi eða lögaðila, sem upplýsingarnar varða, gert viðvart með tilkynningu. Fyrsta tilkynning er send í bréfpósti en eftirleiðis gerðar aðgengilegar á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Notendur geta óskað eftir að fá sendan tölvupóst ef ný tilkynning verður aðgengileg á vefnum Mitt Creditinfo.

Mitt Creditinfo

Yfirlit uppflettinga og vaktana er aðgengilegt einstaklingum og forsvarsmönnum fyrirtækja á þjónustuvef Mitt Creditinfo, í samræmi við töfluna hér fyrir neðan. Yfirlitið sýnir uppflettingar undanfarna þrjá mánuði, nafn þess áskrifanda sem sótti upplýsingarnar, tegund upplýsinga sem sóttar voru, dagsetningu og ástæðu upplýsingaöflunar. 

Aðgangur

Einstaklingar, þ.m.t  forsvarsmenn lögaðila, geta óskað eftir og fengið afhent yfirlit sem sýnir hverjir hafa leitað upplýsinga um þá, eða tengd fyrirtæki. Yfirlitið sýnir uppflettingar sem Creditinfo hefur vistaðar, nafn þess áskrifanda sem sótti upplýsingarnar, tegund upplýsinga sem sóttar voru, dagsetningu og ástæðu upplýsingaöflunar.
Upplýsingar um einstaklinga
Mitt Creditinfo
yfirlit uppflettinga
Tilkynning um
uppflettingu
Lánshæfismat/vöktun breytinga á lánshæfismati (vöktun hafin/vöktun hætt)
VOG vanskilaskrá / vöktun breytinga á VOG vanskilaskrá (vöktun hafin/vöktun hætt)
Skuldastöðuyfirlit
Eign í félögum / Endanleg eign í félögum
Eignaleit - fasteignaskrá / ökutækjaskrá / vinnuvélaskrá
Upplýsingar um lögaðila
Lánshæfismat/vöktun breytinga á lánshæfismati (vöktun hafin/vöktun hætt)
VOG vanskilaskrá / vöktun breytinga á VOG vanskilaskrá (vöktun hafin/vöktun hætt)
Lánshæfisskýrsla
Skuldastöðuyfirlit

Nánari upplýsingar

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.