Fræðsla um vinnslu upplýsinga
Tilkynningar frá Creditinfo
Þegar áskrifandi aflar upplýsinga úr skrám Creditinfo, í samræmi við töfluna hér fyrir neðan, er þeim einstaklingi eða lögaðila, sem upplýsingarnar varða, gert viðvart með tilkynningu. Fyrsta tilkynning er send í bréfpósti en eftirleiðis gerðar aðgengilegar á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Notendur geta óskað eftir að fá sendan tölvupóst ef ný tilkynning verður aðgengileg á vefnum Mitt Creditinfo.
Mitt Creditinfo
Yfirlit uppflettinga og vaktana er aðgengilegt einstaklingum og forsvarsmönnum fyrirtækja á þjónustuvef Mitt Creditinfo, í samræmi við töfluna hér fyrir neðan. Yfirlitið sýnir uppflettingar undanfarna þrjá mánuði, nafn þess áskrifanda sem sótti upplýsingarnar, tegund upplýsinga sem sóttar voru, dagsetningu og ástæðu upplýsingaöflunar.
Aðgangur
Einstaklingar, þ.m.t forsvarsmenn lögaðila, geta óskað eftir og fengið afhent yfirlit sem sýnir hverjir hafa leitað upplýsinga um þá, eða tengd fyrirtæki. Yfirlitið sýnir uppflettingar sem Creditinfo hefur vistaðar, nafn þess áskrifanda sem sótti upplýsingarnar, tegund upplýsinga sem sóttar voru, dagsetningu og ástæðu upplýsingaöflunar.