Fréttir
Fréttir af Creditinfo
KYC
Þekktu viðskiptavininn

Lucinity og Creditinfo hefja samstarf um varnir gegn peningaþvætti

6.5.2025

Lucinity og Creditinfo hafa undirritað samstarfssamning sem miðar að því að gögn og lausnir Creditinfo verði aðgengilegar í viðmóti Lucinity. Samstarf þetta auðveldar fjármálafyrirtækjum að nálgast áreiðanleg gögn til að sjálfvirknivæða framkvæmd áreiðanleikakanna.

Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Lucinity segir samstarfið vera liður í því að svara kalli viðskiptavina. „Við heyrðum reglulega frá viðskiptavinum að þeir væru með góðar lausnir úr ólíkum áttum en að þær væru ekki tengdar nógu vel saman. Með samstarfinu við Creditinfo náum við að samþætta gögn og lausnir þeirra við okkar viðmót svo að starfsmenn í regluvörslu geti einbeitt sér að því að greina gögn frekar en að eyða tíma í að safna þeim saman.“

Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, tekur undir með Guðmundi. „Markmið Creditinfo er að stuðla að upplýstri ákvörðunartöku í krafti gagna. Við trúum því að framkvæmd áreiðanleikakannana eigi ekki að vera flókin. Með þessu samstarfi við Lucinity náum við að koma áreiðanlegum gögnum beint til viðskiptavina svo þeir eigi auðveldara með að taka upplýstar ákvarðanir.“

Um Lucinity

Lucinity er hugbúnaðarfyrirtæki sem hagnýtir gervigreind í baráttunni gegn peningaþvætti. Hugbúnaðarlausn Lucinity nýtir nýjustu tækni í gervigreind til að greina peningaþvætti og auðvelda fjármálafyrirtækjum að koma auga á og leysa úr slíkum málum á skilvirkari hátt.

Um Creditinfo

Creditinfo er leiðandi upplýsinga- og þjónustufyrirtæki, sem sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga, fjölmiðlavöktun og ráðgjöf á áhættumati og áhættustýringu fyrirtækja.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.