Stjórnmálaleg tengsl mín

Creditinfo heldur utan um lista yfir einstaklinga sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl með vísan til laga nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á listann eru skráðir einstakingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu ásamt nánustu fjölskyldu og samstarfsmönnum.

Aðilar sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl geta skoðað sínar upplýsingar á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo.

Skoða mín tengsl

Gagnagrunnur Creditinfo um stjórnmálaleg tengsl íslendinga

Á listann eru skráðir einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og samstarfsmönnum. Markmið Creditinfo með vinnslu listans er að gera aðgengilegar þær upplýsingar sem tilkynningaskyldum aðilum ber að afla samkvæmt lögum um peningaþvætti. Jafnframt viljum við tryggja að einstaklingar sem skráðir eru í grunninn hafi aðgang að upplýsingunum og séu meðvitaðir um stöðu sína.

      Lög um peningaþvætti

      Núverandi lög um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru lög, nr. 140 frá árinu 2018. Markmið þeirra er að skylda aðila sem stunda starfsemi er kann að verða notuð til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum og starfsemi þeirra. Í lögunum er hugtakið einstaklingur í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla jafnframt skilgreint, en til þess hóps teljast einstaklingar, innlendir og erlendir, sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands heldur úti lista yfir þau starfsheiti hér á landi sem teljast til háttsettra opinberra starfa.

      Stjórnmálaleg tengsl (PEP) - Leið 2
      Verð:
      10.900
      kr.
      • Uppfletting í alþjóðlegum listum - 190 kr.
      • Uppfletting í innlendum PEP grunni Creditinfo - 255 kr.
      Stjórnmálaleg tengsl (PEP) - Leið 1
      Verð:
      4900
      kr.
      • Uppfletting í alþjóðlegum listum 190 kr.
      • Uppfletting í innlendum PEP grunni Creditinfo 255 kr.
      Stjórnmálaleg tengsl (PEP) - Leið 3
      Verð:
      Umsamið
      kr.

      Hægt er að kaupa allan PEP-grunn Creditinfo. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar

      Algengar spurningar

      Hverjir mega skoða mín gögn?
      Get ég nálgast gögn um mig?
      Hvaðan koma upplýsingarnar?
      Hverjir hafa leyfi til að fletta upp í grunninum?
      Til nánustu fjölskyldu teljast
      TIl náinna samstarfsamanna teljast
      Til háttsettra einstaklinga í opinberri þjónustu teljast

      Fréttabréf Creditinfo

      Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
      Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
      Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna