Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Öll fyrirtæki í virkum rekstri geta sótt staðfestinguna með því að:
Fjármálafyrirtæki óska eftir ófjárhagslegum upplýsingum um fyrirtæki til að lágmarka áhættu í fjárfestingum og lánveitingum. Fyrirtæki sem miðla sjálfbærniupplýsingum standa því betur að vígi í viðskiptum við banka og aðra lánveitendur.
Fyrirtæki eyða miklum tíma og peningum í að svara spurningalistum frá bönkum, birgjum, stórum viðskiptavinum o.fl. Með því að miðla sjálfbærniupplýsingum í gegnum Creditinfo má draga úr tvíverknaði og senda niðurstöður beint til hagaðila. Staðfesting á miðlun sjálfbærniupplýsinga hjá Creditinfo sparar því umtalsverðan tíma og fjármuni.
Fyrirtæki sem miðla sjálfbærnigögnum sýna fram á að umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir skipta máli í þeirra rekstri. Staðfesting á miðlun sjálfbærniupplýsinga eykur því traust gagnvart viðskiptavinum.
Með því að svara sjálfbærnispurningum á Mitt Creditinfo gefst þér kostur á að kaupa leyfi til að nota merki sem sýnir fram á að þitt fyrirtæki hafi miðlað nauðsynlegum sjálfbærniupplýsingum. Hægt er að nota merkið í auglýsingaefni, í undirskriftum tölvupósta, á heimasíðum fyrirtækja og á fleiri stöðum til að sýna sjálfbærni í merki.
Leyfi til að nýta merkið kostar 35.000 kr +vsk