Sjálfbærni
Vera - Sjálfbærniupplýsingar
Fréttir

Hvernig Arion banki nýtir Veru, sjálfbærniviðmót Creditinfo, til að styðja við sjálfbærnivegferð sína

13.9.2024

Sjálfbærni hefur á undanförnum árum orðið sífellt mikilvægari þáttur í starfsemi fjármálastofnana enda hefur loftslagsáhætta og ábyrg fjármálastarfsemi mikil áhrif á viðskiptahætti og langtímaafkomu fyrirtækja. Arion banki hefur unnið ötullega að því að innleiða sjálfbærnistefnu sem byggist á markmiðum um að lágmarka umhverfisáhrif, styðja við jafnrétti og samfélagslega ábyrgð, og flétta þau stefnumál saman við alla starfsemi sína. Bankinn hefur gengist undir ýmsar skuldbindingar samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum og hefur sett sér það markmið að styðja við kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040.

Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum þurfa fjármálastofnanir ekki aðeins að huga að eigin rekstri heldur einnig þeirri losun sem tengist fjármögnuðum verkefnum, þ.e. lánasafni og fjárfestingum. Til þess hefur Arion banki nýtt Veru, sjálfbærniviðmót Creditinfo, sem er lausn sem nýtist til að greina og vinna með gögn um sjálfbærni fyrirtækja.

Hlédís Sigurðardóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Arion banka, hefur nýtt Veru til að styðja við sjálfbærnivegferð Arion banka og segir lausnina hafa reynst mjög vel þegar kemur að útreikningum á fjármögnuðum útblæstri, skýrslugerð og í auknum mæli í ákvörðunartöku í sjálfbærnimálum.

Staðlað form og hraðari útreikningar

Ein af áskorunum bankans hefur verið að reikna út kolefnisspor lánasafnsins og eigin fjárfestinga, sem flokkast undir Umfang 3 samkvæmt alþjóðlegum reglum. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir fjármálafyrirtæki þar sem útblástur starfseminnar sem þær fjármagna er tekinn inn í umhverfisbókhaldið. Arion banki hefur nýtt Veru til að vinna með gögnin sem tengjast þessum útreikningum en slíkt var áður mjög tímafrekt. „Með Veru tókst okkur að keyra flesta útreikninga á örfáum klukkutímum, sem áður tók nokkrar vikur að vinna handvirkt,“ segir Hlédís.

Leysir handavinnu af hólmi

Hlédís lýsir því að Vera hafi einfaldað vinnuferli bankans og sparað bæði tíma og peninga. Hún nefnir að ný viðbót við Veru, þar sem hægt er að nálgast svokallaðar Taxonomy upplýsingar, muni nýtast afar vel í komandi skýrslugjöf og þar með spara töluverða handavinnu.

„Í stað þess að starfsfólk áhættustýringar bankans þurfi að fara í gegnum ársreikninga og sjálfbærniskýrslur fyrirtækja, verður hægt að keyra upplýsingar beint úr Veru. Þetta kemur til með að spara gríðarlegan tíma og við höfum miklar væntingar til lausnarinnar,“ segir Hlédís.

Upplýsingar um alla sjálfbærniþætti

Hlédís hnykkir enn fremur á mikilvægi þess að horfa á alla sjálfbærniþætti, ekki einungis umhverfisþætti. Hún nefnir að Arion banki hafi gert mat á sjálfbærniáhættu innan ólíkra atvinnugreina og að lausnin hafi einnig nýst þar.

Hlédís segir Veru gegna mikilvægu hlutverki í því að styðja við sjálfbærnistefnu bankans og gera upplýsingar um kolefnisspor og aðra sjálfbærniþætti aðgengilegar á einfaldan hátt.

„Þetta eru verðmæti sem liggja í að sleppa handavinnunni og eyða tíma í að skoða og greina upplýsingar frá fyrirtækjum,“segir Hlédís að lokum.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna