KYC
Þekktu viðskiptavininn
Tilkynningar

Nýjung – Áreiðanleikamat Creditinfo

15.4.2024

Creditinfo hefur nú þróað og sett í loftið nýja lausn fyrir tilkynningarskylda aðila til að uppfylla skyldur sínar skv. peningaþvættis- og frystingarlögum: Áreiðanleikamat Creditinfo.

Með Áreiðanleikamati Creditinfo fær tilkynningarskyldur aðili góða yfirsýn yfir allt það helsta sem honum ber að kanna við mat á áreiðanleika viðskiptamanna sinna. Inni í Áreiðanleikamatinu er hægt að senda áreiðanleikakönnun á viðskiptavini, þar sem þeir auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og svara spurningum um uppruna fjármuna, tilgang viðskipta, stjórnmálaleg tengsl og tengsl við áhættusöm eða ósamvinnuþýð ríki.

Orðsporsáhætta, raunverulegt eignarhald og stjórnmálaleg tengsl

Á meðan viðskiptavinurinn svarar áreiðanleikakönnuninni getur tilkynningarskyldi aðilinn kannað orðspor viðskiptavinarins inni í Áreiðanleikamati Creditinfo með því að skoða þá dóma, ef einhverjir eru, sem hafa fallið sl. 10 ár og tengjast viðskiptavininum og hvort viðskiptavinurinn hafi birst í fjölmiðlum í fréttum tengdum peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá getur tilkynningarskyldi aðilinn einnig kannað eignarhald viðskiptavinarins til hlítar, félagaþátttöku einstaklinga og kannað hvort viðskiptamaðurinn eða raunverulegir eigendur séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla eða á alþjóðlegum listum yfir þvingunaraðgerðir.

Allt utanumhald á einum stað

Tilkynningarskyldi aðilinn getur svo nálgast öll svörin úr áreiðanleikakönnun viðskiptavinarins, ásamt tímastimpli rafrænnar innskráningar og öll þau gögn sem reyndist nauðsynlegt að afla við könnun á áreiðanleika viðskiptavinarins inni á lokuðu svæði á þjónustuvef Creditinfo. Þegar gögn hafa verið yfirfarin og sannreynd, getur tilkynningarskyldi aðilinn merkt viðskiptavin sinn í réttan áhættuflokk skv. sínu áhættumati, lokað Áreiðanleikamati Creditinfo og sett viðskiptavininn í fyrirtækjavakt sem vaktar þær breytingar sem kunna að verða á eignarhaldi lögaðilans hjá fyrirtækjaskrá.

Á undanförnum árum hafa eftirlitsaðilar sektað tilkynningarskylda aðila fyrir að framfylgja ekki nægilega vel þeirri lagaskyldu sem hvílir á þeim skv. peningaþvættis- og frystingarlögum. Með Áreiðanleikamati Creditinfo geta tilkynningarskyldir aðilar nálgast öll þau helstu gögn sem þeim er skylt að afla skv. lögunum, komið í veg fyrir sektir og lagt sín lóð á vogarskálarnar til að hér megi þrífast heilbrigt efnahagslíf.

Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Áreiðanleikamati Creditinfo

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna