Lánshæfismat

Á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo getur þú sótt lánshæfismatið þitt og séð hvaða þættir hafa áhrif á það.

Lánshæfismat er mat á líkum þess að þú getir staðið við skuldbindingar þínar og er notað af bönkum og ýmsum aðilum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu.

Skoða mitt lánshæfismat

Munurinn á lánshæfismati og greiðslumati

Í greiðslumati er greiðslugeta á mánuði metin út frá tekjum, skuldbindingum og kostnaði og tekur lánveitandi ákvörðun um lánveitingu í kjölfar greiðslumats. Munurinn á greiðslumati og lánshæfismati er sá að greiðslumat metur mánaðarlega greiðslugetu einstaklings á meðan lánshæfismat spáir fyrir um líkurnar á að einstaklingur fari í vanskil í náinni framtíð.

Dreifing einstaklinga í lánshæfisflokka

Lánshæfismat Creditinfo flokkar einstaklinga í 15 mismunandi flokka, merktir A1-E3, eftir því hverjar líkurnar eru á að þeir verði skráðir á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum.

A1 er besti flokkurinn en úr honum fara 1-2 af hverjum 1.000 einstaklingum inn á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum (0.1-0.2% vanskilatíðni) á meðan í þeim versta, E3 er líklegt að meirihluti allra fari í vanskil á næstu 12 mánuðum (>50% vanskilatíðni).

Munurinn milli flokka er sá að vanskilatíðni ca. tvöfaldast, t.d. á milli B3 og C1. Þannig má t.d. búast við því að 2-4 af hverjum 100 fari í vanskil á næstu 12 mánuðum af þeim sem eru í B3 (2%-4% vanskilatíðni) á meðan 4-8 af hverjum 100 fari í vanskil af þeim sem eru í C1 (4%-8% vanskilatíðni).

No items found.

Algengar spurningar

Hvaða áhrif hafa viðbótarupplýsingar á mitt lánshæfimat?
Af hverju þarf samþykki fyrir notkun í lánshæfimati?
Hvaða áhrif hafa tengsl við atvinnulífið á lánshæfimatið mitt?
Hver tekur ákvörðun um hvort að lánshæfimatið uppfyllir skilyrði til lánveitingar/fyrirgreiðslu?
Hvenær er lánshæfimat uppfært?
Af hverju er Creditinfo heimilt að vinna mitt lánshæfismat?
Hvernig fæ ég nánari skýringar á mínu lánshæfismati?
Er lánshæfismatið mitt leiðrétt ef rangar upplýsingar liggja til grundvallar matinu ?
Hvernig get ég bætt lánshæfismatið mitt?
Hvenær breytist eða uppfærist mitt lánshæfismat?
Hvaða áhrif hefur afturköllun samþykkis um notkun viðbótarupplýsinga?
Hvað eru viðbótarupplýsingar í lánshæfismati?
Hvaða upplýsingar fá þeir sem sækja mitt lánshæfismat til Creditinfo ?
Hverjir hafa heimild til að sækja mitt lánshæfismat og hvenær?
Hvaða upplýsingar eru notaðar við gerð lánshæfismats?
Hvernig er lánshæfismat Creditinfo notað?
Hvað er lánshæfismat Creditinfo?

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna