Á mitt.creditinfo.is hafa einstaklingar með fyrirtækjatengsl aðgang að upplýsingum um félög sem þeir tengjast í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða fá lykilorð sent í heimabanka.
Creditinfo rekur stærsta safn viðskiptaupplýsinga á Íslandi sem nýttur er daglega af fyrirtækjum til að styðja við upplýstar ákvarðanir í viðskiptum. Á meðal þess sem hægt er að sækja eru upplýsingar um ársreikninga, lánshæfi, vanskil, eignatengsl, eignir og margt fleira.
Til að tryggja áreiðanleika þeirra gagna sem standa til boða á þjónustuvef Creditinfo leggjum við áherslu á að stjórnendur geti með einföldum hætti yfirfarið og komið nýjustu upplýsingum til okkar um þeirra fyrirtæki. Á Mitt Creditinfo hafa einstaklingar með fyrirtækjatengsl aðgang að upplýsingum um félög sem þeir tengjast í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð. Til að tryggja að upplýsingar um þitt fyrirtæki séu réttar í stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi er mikilvægt að yfirfara og uppfæra þær upplýsingar á Mitt Creditinfo.
Hvaða upplýsingar eru aðgengilegar um mitt fyrirtæki á Mitt Creditinfo?
Listi yfir skráða hluthafa Sjáðu lista með nöfnum skráðra hluthafa og upplysingar um eignarhlut þeirra í félaginu. Hægt er að gera athugasemdir við skráningu ef með þarf.
Listi yfir dóttur- og hlutdeildarfélög Sjáðu lista yfir þau félög sem eru skráð dóttur- eða hlutdeildarfélög þíns félags. Hægt er að gera athugasemdir við skráningu ef með þarf.
Sjá áætlaðar sjálfbærniupplýsingar Vera, sjálfbærniviðmót Creditinfo, getur áætlað hversu mikið þitt fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum, við hvaða lönd fyrirtæki eiga viðskipti við og fleira. Hægt er að sjá áætlunina á Mitt Creditinfo.
Uppfæra sjálfbærniupplýsingar Hægt er að uppfæra sjálfbærniupplýsingar um þitt fyrirtæki á Mitt Creditinfo.
Yfirlit yfir uppflettingar Hægt er að nálgast yfirlit til að sjá hvort lánveitendur eða önnur félög hafa skoðað fjárhagsupplýsingar eins og lánshæfismat og stöðu þíns félags á VOG vanskilaskrá.
Yfirlit yfir vaktanir Hægt er að nálgast yfirlit sem listar hvort lánveitendur eða önnur félög séu að vakta breytingar sem kunna að verða á fjárhagsupplýsingum þíns félags, eins og lánshæfismat og stöðu á VOG vanskilaskrá.
Lánshæfismat fyrirtækja Þú getur keypt lánshæfismat þíns fyrirtækis en það eru þær upplýsingar sem lánveitendur og mörg fyrirtæki nota til grundvallar ákvarðanatöku um lán og aðra fyrirgreiðslur.
Skuldastaða fyrirtækis Þú getur keypt yfirlit yfir skuldastöðu þíns fyrirtækis. Yfirlitið sýnir stöðu lána og annarra skuldbindinga félagsins. Upplýsingarnar eru sóttar til banka og fjármálafyrirtækja og ná til lánasamninga, skuldabréfa, yfirdráttar, kreditkorta og fjölgreiðslna. Jafnframt er sýnt hver greiðslubyrðin er, lánatími og eftirstöðvar lána.
No items found.
Algengar spurningar
Hverjir eru helstu áhrifaþættir í lánshæfismati fyrirtækja?
Sérfræðingar Creditinfo endurskoða lánshæfismatið reglulega til að taka tillit til þeirra þátta sem hafa mest áhrif á vanskil fyrirtækja hverju sinni. Lánshæfismatið er unnið úr öllum þeim gögnum sem Creditinfo hefur aðgang að og er heimilt að nota. Á myndinni hér fyrir neðan er hægt að sjá helstu áhrifaþætti lánshæfismats fyrirtækja, raðað eftir vægi:
Uppflettingar og vaktanir af innheimtuástæðu Á hverjum degi eru framkvæmdar um 1.200 uppflettingar á fyrirtækjum í vanskilaskrá Creditinfo af innheimtuástæðu. Slíkar uppflettingar hafa mikið spágildi fyrir vanskil fyrirtækja og hafa þær því mikið vægi við útreikning lánshæfismats fyrirtækja. Þessu til viðbótar eru um 5.000 fyrirtæki vöktuð með tilliti til vanskila af sömu ástæðu. Vert er að taka fram að aðrar uppflettingar á vanskilum eða lánshæfi fyrirtækja hafa mun minni og oft engin áhrif til lækkunar á lánshæfismati.
Fyrri vanskil Hafi fyrirtæki áður lent á vanskilaskrá hefur það einnig sterk áhrif til lækkunar á lánshæfiseinkunn. Um 5.500 íslensk fyrirtæki eru um þessar mundir með um 20.000 opin vanskilamál. Þetta eru bæði mál frá opinberum aðilum og um 80 aðilum sem senda inn mál fyrir hönd um 1.000 kröfuhafa. Þegar litið er til fyrri vanskila við útreikning lánshæfismats er horft m.a. til sögu vanskila, hvenær þau áttu sér stað, gagnvart hvaða aðila, af hvaða gerð þau eru og upphæðir þeirra.
Tengsl aðila Hluthafagrunnur Creditinfo inniheldur helstu eigendur allra félaga á landinu. Fyrirtæki geta verið tengd í gegnum beinan eignarhlut fyrirtækja hvert í öðru, eða í gegnum óbeinan eignarhlut endanlegra eigenda fyrirtækjanna sem um ræðir. Fyrirtæki geta einnig verið tengd í gegnum einstaklinga ef hlutverk þeirra er þess eðlis að hafa mikil áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækjanna, t.d. sæti í framkvæmdastjórn. Við útreikning á lánshæfismati fyrirtækja er litið til lánshæfi tengdra fyrirtækja, brotið niður eftir styrk tenginga. Sem dæmi má nefna að það er jákvætt merki að vera tengdur fyrirtækjum með gott lánshæfi, en merkið er missterkt eftir því hvernig tengingin er.
Ársreikningar Í gagnagrunnum Creditinfo er hægt að nálgast upplýsingar úr um 550.000 ársreikningum um 60.000 félaga. Breytur úr ársreikningum sem notaðar eru við útreikning lánshæfismats eru m.a. afkoma, lykilhlutföll og skiladagsetningar ársreikninga. Til að leggja mat á lánshæfismat fyrirtækja eru skoðaðar breytingar á milli ársreikninga og eru þeir einnig greindir til lengri tíma til að verðlauna fyrirtæki fyrir stöðugleika yfir langan tíma.
Fyrirtækjaupplýsingar Ýmsar fyrirtækjaupplýsingar eru teknar til skoðunar við útreikning lánshæfismats. Skoðaðar eru meðal annars upplýsingar um aldur fyrirtækis, fjöldi í stjórn og kynjahlutföll hennar, stofnfé, starfsemi o.fl.
Greiðsluhegðun Í hverjum mánuði móttekur Creditinfo upplýsingar um greiðslu 20.000 reikninga frá um 6.000 greiðendum úr greiðsluhegðunarkerfi Creditinfo. Við útreikning á lánshæfismati er athugað hversu margir reikningar eru greiddir og hversu tímanlega. Fyrirtæki geta á auðveldan hátt miðlað upplýsingum um útgefna reikninga til Creditinfo.
Heimildir og athugasemdir vegna vöktunar
Viðvarandi láns -og reikningsviðskipti heimila aðila að vakta breytingar á stöðu fyrirtækisins í skrám Creditinfo. Slíka heimild hafa einnig þeir sem innheimta gjaldfallnar kröfur á hendur fyrirtækinu. Athugasemd vegna óréttmætrar vöktunar er komið á framfæri til þess aðila sem vaktar fyrirtækið.
Heimildir og athugasemdir vegna uppflettinga
Aðilum er heimilt að sækja lánshæfismat, stöðu fyrirtækis á VOG vanskilaskrá og öðrum skrám til að kanna lánstraust í tengslum við væntanleg eða yfirstandandi láns- eða reikningsviðskipti eða vegna innheimtu á gjaldföllnum kröfum. Athugasemd vegna óréttmætar uppflettingar er komið á framfæri til Creditinfo á yfirliti uppflettinga á þjónustuvefnum. Í kjölfar móttöku athugasemdar sendir Creditinfo beiðni um staðfestingu á réttmæti eða ástæðu uppflettingar til þess aðila sem framkvæmdi uppflettinguna. Creditinfo svarar athugasemdum eins fljótt og auðið er en aðilar hafa 15 daga til að svara fyrirspurn. Ef uppfletting reynist óréttmæt er hún merkt sem slík í kerfum Creditinfo og áhrifum uppflettingar eytt.
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.