Tengd fyrirtæki

Á mitt.creditinfo.is hafa einstaklingar með fyrirtækjatengsl aðgang að upplýsingum um félög sem þeir tengjast í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða fá lykilorð sent í heimabanka.

Skoða mín fyrirtækjatengsl

Eru upplýsingar um félagið þitt réttar?

Creditinfo rekur stærsta safn viðskiptaupplýsinga á Íslandi sem nýttur er daglega af fyrirtækjum til að styðja við upplýstar ákvarðanir í viðskiptum. Á meðal þess sem hægt er að sækja eru upplýsingar um ársreikninga, lánshæfi, vanskil, eignatengsl, eignir og margt fleira.

Til að tryggja áreiðanleika þeirra gagna sem standa til boða á þjónustuvef Creditinfo leggjum við áherslu á að stjórnendur geti með einföldum hætti yfirfarið og komið nýjustu upplýsingum til okkar um þeirra fyrirtæki. Á Mitt Creditinfo hafa einstaklingar með fyrirtækjatengsl aðgang að upplýsingum um félög sem þeir tengjast í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð. Til að tryggja að upplýsingar um þitt fyrirtæki séu réttar í stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi er mikilvægt að yfirfara og uppfæra þær upplýsingar á Mitt Creditinfo.

Hvaða upplýsingar eru aðgengilegar um mitt fyrirtæki á Mitt Creditinfo?

  • Listi yfir skráða hluthafa
    Sjáðu lista með nöfnum skráðra hluthafa og upplysingar um eignarhlut þeirra í félaginu. Hægt er að gera athugasemdir við skráningu ef með þarf.
  • Listi yfir dóttur- og hlutdeildarfélög
    Sjáðu lista yfir þau félög sem eru skráð dóttur- eða hlutdeildarfélög þíns félags. Hægt er að gera athugasemdir við skráningu ef með þarf.
  • Sjá áætlaðar sjálfbærniupplýsingar
    Vera, sjálfbærniviðmót Creditinfo, getur áætlað hversu mikið þitt fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum, við hvaða lönd fyrirtæki eiga viðskipti við og fleira. Hægt er að sjá áætlunina á Mitt Creditinfo.
  • Uppfæra sjálfbærniupplýsingar
    Hægt er að uppfæra sjálfbærniupplýsingar um þitt fyrirtæki á Mitt Creditinfo.
  • Yfirlit yfir uppflettingar
    Hægt er að nálgast yfirlit til að sjá hvort lánveitendur eða önnur félög hafa skoðað fjárhagsupplýsingar eins og lánshæfismat og stöðu þíns félags á VOG vanskilaskrá.
  • Yfirlit yfir vaktanir
    Hægt er að nálgast yfirlit sem listar hvort lánveitendur eða önnur félög séu að vakta breytingar sem kunna að verða á fjárhagsupplýsingum þíns félags, eins og lánshæfismat og stöðu á VOG vanskilaskrá.
  • Lánshæfismat fyrirtækja
    Þú getur keypt lánshæfismat þíns fyrirtækis en það eru þær upplýsingar sem lánveitendur og mörg fyrirtæki nota til grundvallar ákvarðanatöku um lán og aðra fyrirgreiðslur.
  • Skuldastaða fyrirtækis
    Þú getur keypt yfirlit yfir skuldastöðu þíns fyrirtækis. Yfirlitið sýnir stöðu lána og annarra skuldbindinga félagsins. Upplýsingarnar eru sóttar til banka og fjármálafyrirtækja og ná til lánasamninga, skuldabréfa, yfirdráttar, kreditkorta og fjölgreiðslna. Jafnframt er sýnt hver greiðslubyrðin er, lánatími og eftirstöðvar lána.







No items found.

Algengar spurningar

Hverjir eru helstu áhrifaþættir í lánshæfismati fyrirtækja?
Heimildir og athugasemdir vegna vöktunar
Heimildir og athugasemdir vegna uppflettinga

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna