Auknar kröfur eru lagðar til fyrirtækja um að sýna fram á að upplýsingar um sjálfbærniþætti séu fyrir hendi samhliða fjármálaupplýsingum. Í útboðum og samskiptum við lánastofnanir eru sjálfbærniupplýsingar nú álitnar sem nauðsynlegar upplýsingar við ákvörðunartöku í viðskiptum, ekki aðeins gagnlegar viðbótarupplýsingar. Því skiptir miklu máli að upplýsingar um sjálfbærniþætti fyrirtækja séu í senn nákvæmar og aðgengilegar.
Til að einfalda upplýsingagjöf og ákvörðunartöku þegar kemur að miðlun sjálfbærniupplýsinga hefur Creditinfo þróað sérstakt viðmót og vettvang fyrir sjálfbærniupplýsingar íslenskra fyrirtækja.
Nú geta fyrirtæki fengið sérstaka staðfestingu á því að helstu sjálfbærniupplýsingar um fyrirtækið séu fyrir hendi í gagnagrunni Creditinfo. Slík staðfesting auðveldar upplýsta ákvarðanatöku í viðskiptum þar sem hún sýnir fram á að nauðsynlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda, kynjahlutföll og fleiri sjálfbærniupplýsingar séu skráðar svo að lánveitendur o.fl. geta nálgast þær með einföldum hætti án þess að óska eftir þeim sérstaklega.
Með því að svara sjálfbærnispurningum á Mitt Creditinfo gefst þér kostur á að óska eftir að kaupa leyfi til að nota merki sem sýnir fram á að þitt fyrirtæki hafi miðlað nauðsynlegum sjálfbærniupplýsingum. Hægt er að nota merkið í auglýsingaefni, í undirskriftum tölvupósta, á heimasíðum fyrirtækja og á fleiri stöðum til að sýna sjálfbærni í merki.
Öll íslensk fyrirtæki í virkum rekstri geta sótt um staðfestinguna með því að:
Með því að svara sjálfbærnispurningum á Mitt Creditinfo gefst þér kostur á að óska eftir því að kaupa leyfi til að nota merki sem sýnir fram á að þitt fyrirtæki hafi miðlað nauðsynlegum sjálfbærniupplýsingum. Hægt er að nota merkið í auglýsingaefni, í undirskriftum tölvupósta, á heimasíðum fyrirtækja og á fleiri stöðum til að sýna sjálfbærni í merki.
Leyfi til að nýta merkið kostar 35.000 kr +vsk
Óska eftir staðfestingu á sjálfbærnigögnum.