Vanskil

Þegar einstaklingar fara í vanskil eru þær upplýsingar skráðarí vanskilaskrá Creditinfo. Vanskilaskrá Creditinfo hefur að geyma upplýsingarum vanskil einstaklinga og innheimtuaðgerðir. Þegar fyrirtæki metur nýjan umsækjanda um reikningsviðskipti kannar það gjarnan hvort viðkomandi sé á vanskilaskrá. Aðilar sem eru á vanskilaskrá fá ekki reiknað lánshæfismat.

Þú getur séð stöðu þína á vanskilaskrá með því að innskrá þig á þjónustuvefinn Mitt Creditinfo, endurgjaldslaust.

Skoða mína stöðu á vanskilaskrá

Af hverju vanskilaskrá?

Tilgangur vanskilaskrár Creditinfo er meðal annars að veita lánveitendum færi á að kanna stöðu einstaklinga áður en lánaumsókn eða reikningsviðskipti eru samþykkt. Hafi einstaklingur ekki staðið við skuldbindingar sínar í fortíð telst líklegt að sá hinn sami geti ekki staðið við nýjar skuldbindingar. Því telja lánveitendur mikilvægt að hafa slíkar upplýsingar á reiðum höndum við ákvarðanatöku.

 

Fer ég á vanskilaskrá ef ég gleymi að borga reikning?

Ströng skilyrði eru fyrir því að vanskil eru skráð. Upplýsingar um vanskil þurfa að vera löglega birtar og þarf samanlagður höfuðstóll skuldar að vera 50.000 kr eða hærri. Þessu til viðbótar þurfa vanskil að hafa staðið yfir í 40 daga eða lengur áður en þau eru skráð á vanskilaskrá.  

Þótt einstaklingur greiði ekki reikning nokkrum dögum eftir eindaga þýðir það því ekki sjálfkrafa að viðkomandi skuld sé skráð á vanskilaskrá. Sé skráning fyrirhuguð er einstaklingum gert viðvart með bréfi svo hægt sé að grípa til aðgerða, annað hvort með því að greiða kröfuna eða hafa samband við kröfuhafa og semja um skuldina.

 

Hvað gerist ef ég fer á vanskilaskrá?

Skráning á vanskilaskrá hefur neikvæð áhrif á möguleika einstaklinga til að fá lán eða aðra fyrirgreiðslu. Því til viðbótar eru vanskilamál notuð við gerð lánshæfismats svo lengi sem þau eru talin hafa afgerandi þýðingu við mat á lánstrausti einstaklinga. Þau geta verið notuð í allt að fjögur ár frá því að þau fara af vanskilaskrá en hversu lengi þau eru notuð fer m.a.eftir því hvað þau voru lengi á skrá og hvers eðlis þau voru. Því er mikilvægt að grípa strax til aðgerða þegar tilkynning um fyrirhugaða skráningu á vanskilaskrá berst, annað hvort með því að greiða kröfuna strax eða að hafa samband við kröfuhafa og kanna möguleika á að semja um skuldina.

No items found.

Algengar spurningar

Hefur skráning á vanskilaskrá áhrif á lánshæfismatið mitt?
Hvernig geri ég athugasemd við skráningu á VOG vanskilaskrá?
Hvar sé ég hvort ég hafi skráningu á VOG vanskilaskrá?
Hvað er fyrrum skráning á vanskilaskrá?
Hvað er fyrirhuguð skráning á VOG vanskilaskrá?
Hvað er virk skráning á VOG vanskilaskrá?
Hvaða upplýsingar eru skráðar á VOG vanskilaskrá?
Hvað er VOG vanskilaskrá?

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna