Stjórnmálaleg tengsl

PEP og Sanctions gagnagrunnar frá Creditinfo

29.6.2023

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins námu sektir sem eftirlitsaðilar hafa lagt á tilkynningarskylda aðila, vegna ónægs eftirlits vegna laga um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, samtals 61 milljónum króna á síðasta ári.
 
Í samantektinni kom m.a. fram að sektirnar snúa flestar að því að félögin könnuðu ekki nægilega vel viðskiptavini sína með tillit til þess hvort þau sæta alþjóðlegum þvingunaraðgerðum (Sanctions) eða hafi stjórnmálaleg tengsl (PEP).
 

Stjórnmálaleg tengsl (PEP)

Creditinfo hefur boðið upp á gagnagrunn um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga (PEP) frá árinu 2021 og er hann nýttur daglega af tilkynningarskyldum aðilum til að uppfylla kröfur vegna laga um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gagnagrunnurinn er uppfærður daglega með tilliti til nýjustu upplýsinga hverju sinni og er viðhaldið af sérfræðingum Creditinfo í krafti áreiðanlegra gagnagrunna frá Creditinfo og öðrum aðilum eins og Þjóðskrá og Fyrirtækjaskrá. PEP gagnagrunnur Creditinfo hefur frá upphafi verið unninn í samráði við Persónuvernd og geta einstaklingar sem skráðir eru í grunninn séð sína skráningu og gert athugasemdir á öruggu svæði inn á Mitt Creditinfo. Það tryggir að gagnagrunnurinn innihaldi áreiðanlegar upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga.

Vottun í upplýsingaöryggi

Þess má einnig geta að stefna Creditinfo er að tryggja öryggi upplýsinga félagsins og viðskiptavina sinna m.t.t leyndar, réttleika og tiltækileika. Það er gert með því að fylgja markmiðum, lögum, reglum og leiðbeiningum fyrir stjórn upplýsingaöryggis. Creditinfo er vottað samkvæmt ÍST ISO/IEC 27001:2013 – Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi sem er grundvöllur skipulags og viðhaldsaðgerða hjá félaginu.

Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir (Sanctions)

Nýlega opnaði Creditinfo aðgang að erlendum gagnagrunnum í samstarfi við LexisNexis þar sem hægt er að sækja upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl erlendra aðila auk stöðu þeirra gagnvart alþjóðlegum þvingunarlistum (Sanctions). Á þjónustuvef Creditinfo er því hægt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar svo hægt sé að uppfylla kröfur vegna laga um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Vakin er sérstök athygli á því að samkvæmt núgildandi lögum og drögum að stjórnarfrumvarpi um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna er gert ráð fyrir að tilkynningarskyldum aðilum, samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sé skylt að hafa viðeigandi kerfi og/eða ferla og aðferðir vegna eftirlits með því hvort viðskiptamenn og raunverulegir eigendur þeirra séu á listum yfir þvingunaraðgerðir. Hvað varðar kerfi er átt við tölvukerfi eða gagnagrunn sem sækir ávallt nýjustu upplýsingarnar um þá sem eru á listum yfir þvingunaraðgerðir.

KYC vöruframboð Creditinfo er í stöðugri þróun og leggjum við hjá Creditinfo kapp á að svara þörfum viðskiptavina okkar. Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna um KYC vörur Creditinfo.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna