
Creditinfo kynnti í gær sinn árlega lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki í Laugardalshöll. Fjöldi fólks mætti til að fagna þeim 1.155 fyrirtækjum sem stóðust ströng skilyrði Creditinfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtækjum á listanum fjölgaði aðeins um fimm á milli ára
Mikil seigla hjá Framúrskarandi fyrirtækjum
Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, ávarpaði gesti og nefndi sérstaklega að Framúrskarandi fyrirtæki hafi sýnt virkilega mikla seiglu en rekstarumhverfi fyrirtækja hefur krefjandi en á sama tíma hefur Creditinfo hert kröfur til Framúrskarandi fyrirtækja. „Ég hef mikla trú á því að þegar við veitum jákvæðum hlutum athygli þá dafni þeir, þess vegna skiptir máli að taka tíma til að viðurkenna það sem vel er gert,“ sagði Hrefna.
Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu
Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, hélt því næst erindi um horfur í efnahagsmálum en í erindi hennar kom fram að þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu væru íslensk heimili og fyrirtæki í góðri stöðu.
Verðmætasköpun er undirstaðan
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, ávarpaði gesti Laugardalshallarinnar og ræddi m.a. um mikilvægi verðmætasköpunar fyrir hagvöxt. Nefndi hann að mikilvægt væri að fagna Framúrskarandi fyrirtækjum vegna þess að heilbrigð fyrirtæki væru undirstaða verðmætasköpunar.
Hvatningarverðlaun um sjálfbærni
Að loknum erindum voru veitt sérstök hvatningarverðlaun um sjálfbærni. Hvatningarverðlaunin voru veitt í samstarfi við Festu - miðstöð um sjálfbærni. Það fyrirtæki sem hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak í sjálfbærni árið 2025 var Brim hf.
Ítarlegur sérvefur hefur verið opnaður á Vísi tileinkaður Framúrskarandi fyrirtækjum en þar er hægt að sjá listann í heild sinni auk fróðlegra viðtala við Framúrskarandi fyrirtæki.
Mynd: Anton Brink
