Greiningar
Fréttir
Fréttir af Creditinfo
Vanskil

Vanskilum hefur lítið fjölgað

30.9.2024

Hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur haft mikil áhrif ástöðu heimila og fyrirtækja á Íslandi síðastliðin misseri. Samkvæmt nýjustu tölum frá Creditinfo um vanskil einstaklinga og fyrirtækja sem birtar voru í nýjustu útgáfu Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands hafa vanskil ekki aukist mikið enn sem komið er.  

 

Lítil fjölgun einstaklinga á vanskilaskrá

Í Fjármálastöðugleika Seðlabankans eru teknar saman tölur úr vanskilaskrá Creditinfo um þróun vanskila einstaklinga. Þar kemur fram að einstaklingum á vanskilaskrá Creditinfo fækkaði verulega frá árinu 2018 allt fram til ársloka 2022. Hér gæti líkleg skýring verið að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum í kjölfar COVID-19 faraldursins hafi átt stóran þátt í minnkandi hlutfalli nýskráninga mála á vanskilaskrá.

 

Í greiningu Fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans kemur fram að fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá er enn lítill í sögulegum samanburði, sérstaklega ef tekið er tillit til mannfjöldaþróunar síðustu ára. Þróunin síðastliðna mánuði gefur til kynna að enn sem komið er eru vanskil heimilana hlutfallslega fátíð. Neðangreind mynd úr Fjármálastöðugleika sýnir þróunina á vanskilum einstaklinga frá 2018-2024.

Færri fyrirtæki á vanskilaskrá

 

Fyrirtækjum á vanskilaskrá Creditinfo hefur fækkað um tæp 11% það sem af er ári. Fækkunin mælist í öllum helstu atvinnugreinum en er þó mismikil. Þegar litið er til nýskráninga á vanskilaskrá, sem er kvikari mælikvarði á þróun vanskila, sést þó að lítilsháttar aukning hefur verið á þeim á síðustu mánuðum.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna